Kvensjúkdómar

Er eðlilegt að það sé vond lykt af píkunni?

júní 1, 2021

Mér finnst stundum mjög vond lykt af píkunni minni, hvað er best að gera?

(meira…)

Kvensjúkdómar

Er eðlilegt að fá oft sveppasýkingu eftir blæðingar?

júní 1, 2021

Ég fæ mjög oft sveppasýkingu þegar ég fer á blæðingar og finnst það mjög þreytandi. Er það eðlilegt eða hvað get ég gert til að þetta minnki?

(meira…)

Kvensjúkdómar

Er eðlilegt að fá útbrot og litlar bólur á píkuna eftir rakstur?

júní 1, 2021

Ég fæ oft rauð útbrot og litlar bólur eftir að ég raka bikínísvæðið, er það eðlilegt?

(meira…)

Kvensjúkdómar

Er eðlilegt að svíða í píkuna eftir kynlíf?

maí 28, 2021

Ég er nýbyrjuð í sambandi með æðislegum strák og við stundum tölvert mikið kynlíf. Mig svíður oft í píkuna eftir á. Ég hef ekki upplifað þetta áður, er þetta eðlilegt?

(meira…)

Kvensjúkdómar

Má nota sápu á píkuna?

maí 28, 2021

Má ég nota venjulega sturtusápu á píkuna?

(meira…)

Kvensjúkdómar

Rosonia – Dásamleg vara sem skilar árangri strax

mars 29, 2021

Flestar konur hafa einhvern tíma fundið fyrir óþægindum á kynfærum, með tilheyrandi sviða, kláða og almennum óþægindum. Allt að helmingur kvenna á aldrinum 30-60 ára hafa upplifað óþægindi á kynfærasvæði, sem getur leitt til verkja við samfarir, sviða, eymsla og ertingar. Margar kannast við einkennin, en þau er hægt er að meðhöndla með einföldum hætti.

(meira…)

Kynheilsa

Góður svefn og meira kynlíf

desember 11, 2020

Nýlegar rannsóknir sýna, svo ekki sé um villst, að góður svefn er okkur lífsnauðsynlegur og bætir líðan og frammistöðu á mörgum sviðum. Þar á meðal innan veggja svefnherbergisins. Því miður eru svefnvandamál samt gífurlega algeng og skerða lífsgæði fólks um allan heim verulega.1  Mikil vitundarvakning um mikilvægi svefns fyrir andlega og líkamlega heilsu hefur þó sem betur fer átt sér stað undanfarin ár og hafa sérfræðingar bent á ýmis heilsuvandamál sem geta fylgt skertum svefni.

sefitude

En hvaða áhrif hefur svefnleysi á kynlíf, kynlöngun og frjósemi? Þegar kynlífsvenjur fólks eru skoðaðar í rannsóknum kemur í ljós að við stundum minna kynlíf nú en áður.2 Þegar fólk er spurt hvers vegna það stundi ekki meira kynlíf, þá er algengasta svarið að það sé of þreytt til þess.3 Þetta á sérstaklega við um konur, en um 40% kvenna segjast hafa litla kynlöngun. Þessar konur eru oft leiðar á ástandinu og vilja finna lausnir til að auka kynhvöt. Það vilja bólfélagar þeirra oft líka.4

(meira…)

Húðumhirða

Af hverju koma bólur undir andlitsgrímur?

nóvember 13, 2020

Andlitsgrímur eru mikilvægur hluti sóttvarna og geta dregið úr smiti á Covid-19 og öðrum smitsjúkdómum. Margir lenda þó í að fá bólur, ertingu og kláða í andlitið eftir mikla grímunotkun 1. Þetta hefur lengi verið þekkt á meðal heilbrigðisstarfsfólks en núna, þegar almenn grímunotkun er orðin algeng og jafnvel skylda, þá upplifa mun fleiri húðvandamál tengd andlitsgrímum.

(meira…)

Hugur

Einföld ráð fyrir betri svefn

nóvember 6, 2020

Nægur og góður svefn bætir andlega heilsu, eykur vellíðan og gerir okkur betur í stakk búin til að takast á við álag og verkefni daglegs lífs1. Jákvæð áhrif svefns á andlega heilsu hafa lengi verið þekkt og getur góður svefn meðal annars dregið úr depurð, kvíða og streitu2. Til að jákvæð áhrif svefnsins komi fram, þá skiptir máli að sofa nóg, svo líkaminn og heilinn hafi tækifæri til að hvílast og jafna sig eftir áreiti dagsins. Best er að koma sér upp reglulegum svefnvenjum sem stuðla að 7-9 klukkustundum af endurnærandi svefni3. Það er sú svefnlengd sem hentar flestum fullorðnum til að ná fullri hvíld. Börn og unglingar, sem eru enn að vaxa og þroskast, þurfa hinsvegar meiri svefn3.

 sefitude svefn kvíði heilsa

(meira…)

Kvensjúkdómar

Endurtekin blöðrubólga – Hvað er til ráða?

júní 22, 2020

Meira en helmingur kvenna fær þvagfærasýkingu að minnsta kosti einu sinni á lífsleiðinni, en jafnvel er talið að allt að 70% kvenna hafi einhvern tíma fundið fyrir einkennum hennar (1). Sá sem hefur fengið blöðrubólgu veit að sár sviði við þvaglát og stöðug þörf til þess að pissa, valda vanlíðan og óþægindum sem enginn óskar sér. Með því að þekkja einkennin, hvað veldur þeim og hvaða úrræði eru í boði, er hægt að losna við blöðrubólguna hratt og vel.

 

(meira…)