Streita og svefn

5 staðreyndir um svefn, heilsu og hamingju

mars 20, 2019

Svefn er ein af grunnþörfum mannsins, jafn mikilvægur eins og næring og hreyfing. Engu að síður er maðurinn eina tegundin sem að sviptir sig svefni sjálfviljugur og dregur það að fara í bólið á kvöldin. Nægur og góður svefn á stóran þátt í að auka hamingju enda vitum við flest hve vansæl við verðum þegar við erum þreytt og illa hvíld. Hér höfum við tekið saman nokkrar staðreyndir um svefn og hvernig svefn tengist hamingju okkar og heilsu.

(meira…)

Streita og svefn

Hversu mikið þurfum við að sofa og hvers vegna?

desember 4, 2018
  • Góður svefn er forsenda líkamlegrar og andlegrar vellíðunar
  • Flestir sofa of lítið
  • Óreglulegur svefn truflar líkamsklukkuna
  • Æskilegur svefn er 7-9 klst fyrir fullorðna
  • Of mikill svefn er líka óæskilegur

Höfundur:  Dr. Erla Björnsdóttir, sálfræðingur og doktor í líf- og læknavísindum

Tengdar vörur frá Florealis: Sefitude

Öll höfum við heyrt sögur af frægum stjórnmálamönnum, athafnafólki og meintum snillingum sem segjast einungis þurfa að sofa í örfáar klukkustundir á sólarhring. Margaret Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Breta, sagðist til dæmis aldrei sofa meira en í fjórar klukkustundir á sólarhring. Napoleon Bonaparte og Winston Churchill voru einnig þekktir fyrir að sofa mun minna en meðalmaðurinn.

Því miður hafa frægðarsögur sem þessar orðið til þess að stundum er litið á lítinn svefn sem hálfgerða dyggð og nokkuð algengt er að fólk stæri sig af því hve lítið það þurfi að sofa. Mikilvægt er að vita að flestir þurfa lengri svefn en þessar sögur segja til um.

Staðreyndin er sú að margir sofa minna en þeir raunverulega þurfa á að halda og undanfarna áratugi hefur meðalsvefntími manna styst. Þessi þróun er síður en svo jákvæð, þar sem nægur svefn er ein af grunnforsendum andlegrar og líkamlegrar vellíðunar.

Mynd: Kinga Cichewicz on Unsplash

(meira…)

Streita og svefn

Hvernig hefur svefn áhrif á líkamlega og geðræna heilsu?

október 16, 2018

Höfundur: Dr. Erla Björnsdóttir, sálfræðingur og doktor í líf- og læknavísindum

Í hnotskurn:

  • Svefn tengist bæði líkamlegri og andlegri heilsu
  • Svefnleysi eykur líkur á langvinnum sjúkdómum og ofþyngd
  • Svefnskortur hefur bein áhrif á hungurhormón og bólguefni í blóði
  • Streita er helsta ástæða svefnleysis
  • Kvíði og svefnleysi mynda vítahring sem er mikilvægt að rjúfa

(meira…)