Markmið, gildi og framtíðarsýn

Markmið

Markmið okkar er að bæta heilsu og vellíðan fólks með því að bjóða jurtalyf og lækningavörur af bestu mögulegu gæðum.

Gildi

Gildi okkar eru lífsgæði, samvinna og traust sem endurspegla alla vinnu okkar og samskipti við hagsmunaaðila og viðskiptavini. Gildin eru okkar leiðarljós á hverjum degi.

Framtíðarsýn

Florealis stefnir að því að verða leiðandi lyfjafyrirtæki á norrænum markaði. Það gerum við með því að:

  • Auka lífsgæði viðskiptavina okkar
  • Skapa traust með náinni samvinnu við alla hagsmunaaðila
  • Leggja áherslu á gæði, öryggi og verkun
  • Uppfræða og eiga samtal við viðskiptavini okkar

Stjórnendateymi

Stjórnendateymi Florealis samanstendur af reynslumiklum einstaklingum með fjölbreyttan bakgrunn sem hafa ástríðu fyrir því að bjóða fjölbreytt vöruúrval af hágæða jurtalyfjum og lækningavörum.

Reynsla teymisins á sviði lyfja og heilbrigðistækni nær yfir alla þætti ferlisins að koma vöru frá rannsóknarstofunni og út á markað.

Staff image

Kolbrún Hrafnkelsdóttir

Forstjóri

M.Sc. lyfjafræði og MBA

Kol­brún hefur áralanga reynslu úr lyfjaiðnaði og lyfjaþróun. Hún starfaði í mörg ár á þróunarsviði Actavis. Kolbrún hefur unnið við flest stig lyfjaþróunar og stýrt fjölmörgum alþjóðlegum verkefnum og viðskiptaþróun.

Staff image

Karl Guðmundsson

Framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs

B.Sc. í sjúkraþjálfun og MBA

Karl hefur víðtæka reynslu í sölu- og markaðsmálum, vörustjórun og uppbyggingu vörumerkja á heilbrigðissviði. Undanfarin ár hefur hann verið stjórnandi hjá alþjóðlegum heilbrigðistæknifyrirtækjum á borð við Össur, Biomet og Ekso Bionics. Karl hefur leitt markaðssetningu fjölmargra heilsuvara, bæði í Evrópu og í Bandaríkjunum.

Staff image

Elsa Steinunn Halldórsdóttir

Framkvæmdastjóri rannsókna og þróunar

Ph.D. í lyfjafræði

Elsa er með M.Sc. gráðu í lyfjafræði og doktorsgráðu í lyfja- og efnafræði náttúruefna frá Háskóla Íslands. Hún hefur reynslu bæði úr háskólasamfélaginu og lyfjaiðnaðinum. Elsa starfaði um árabil á þróunarsviði Actavis sem vísindamaður.

Staff image

Ásta Rut Jónasdóttir

Skráningarsérfræðingur

M.Sc. Stjórnun og stefnumótun

Ásta er með meistaragráðu í Stjórnun og stefnumótun frá Háskóla Íslands. Hún starfaði hjá Actavis í 8 ár og er með víðtæka reynslu af samskiptum við lyfjayfirvöld og skráningum lyfja.

Staff image

Louise Sävström

Sölu- og markaðsstjóri á Norðurlöndunum

IHM markaðs- og hagfræði

Louise hefur meira en 20 ára reynslu af sölu- og markaðsstörfum á norrænum lyfjamarkaði. Hún hefur einnig starfað sem innkaupastjóri hjá einni af stærstu apótekskeðjum Svíþjóðar.

Stjórn

Stjórn félagsins er skipuð þremur þaulreyndum aðilum úr lyfjaiðnaði, heilbrigðistækni og fjárfestingum.

Guðbjörg Edda Eggertsdóttir — Stjórnarformaður

Guðbjörg Edda var um árabil í stjórnendateymi Actavis og situr nú í stjórnum fjölmargra fyrirtækja og fjárfestingarsjóða af ýmsum stærðum og gerðum.

Hjörleifur Pálsson — Stjórnarmaður

Hjörleifur er löggiltur endurskoðandi og var fjármálastjóri Össurar í 12 ár. Hann situr í stjórnum margra fyrirtækja og fjárfestingarsjóða.

Skúli Valberg Ólafsson — Stjórnarmaður

Skúli er framkvæmdastjóri og stofnandi Arcticus.vc. Hann hefur tekið þátt í uppbyggingu og fjármögnun nýsköpunarfyrirtækja í meira en 20 ár.