Aleria™

Aleria veitir skjóta virkni á bólur, fílapensla og bólgur í húð.

Bólukremið minnkar roða, bólgur og kláða ásamt því að veita góðan raka. Aleria hefur hlotið viðurkenningar og var valið bólukrem ársins 2019 í Svíþjóð.

Fæst án lyfseðils í apótekum.

Fróðleikur:

Hvernig virkar Aleria?

Allt sem þú þarft að vita um bólur

Besta húðrútínan til að losna við bólur

Bólur fullorðinna

Fæst í öllum apótekum og í eftirtöldum netverslunum. Þú pantar og færð sent heim.

Lýsing

Aleria hefur viðurkennda virkni og er ætlað til útvortis notkunar á bólum og húðóhreinindum. Í alvarlegri tilfellum er Aleria góð viðbótarmeðferð með lyfjum gegn bólum. Kremið er einstaklega mjúkt fyrir viðkvæma húð og má nota bæði á andlit og líkama.

Aleria kremið er vatnsleysanlegt og veitir húðinni mikinn raka. Kremið myndar varnarhimnu sem kemur í veg fyrir sýkingar sem eru þekktur fylgikvilli bóla. Hjúpurinn varðveitir einnig raka húðarinnar og ver viðkvæma húð fyrir ertandi efnum úr umhverfinu. Kremið róar húðina, mýkir og myndar kjöraðstæður fyrir húðina til að gróa og endurnýja sig.

Aleria er margprófað og sýna niðurstöður klínískra og forklínískra rannsókna að kremið veitir skjóta virkni á bólur, roða og bólgur í húð. Eftir 4 vikna meðferð minnkar verulega fjöldi bóla sem og alvarleiki þeirra.

Gagnlegar upplýsingar

Áður en kremið er borið á er mikilvægt að þvo hendur og húð og þurrka vel. Þunnt lag af kreminu er borið á viðkomandi svæði  tvisvar á dag þar til að náðst hefur fullur bati. Aukaverkanir (mjög sjaldgjæft): vægur svið, roði, kláði. Engar þekktar milliverkanir eru við lyf eða aðrar vörur. Kremið inniheldur hvorki ilmefni né paraben. Nánari upplýsingar er að finna í fylgiseðli.

Virk innihaldsefni og virkni

TIAB er einstakt efnasamband myndað úr silfurjónum* tengdum títaníumdíoxíð míkrókristöllum. Það myndar örverudrepandi varnarhjúp yfir viðkomandi svæði sem veitir vörn gegn örverum og ertandi efnum. Hjúpurinn veitir kjöraðstæður fyrir húðina að gróa og endurnýja nýja sig.

Aloe vera jurtaútdráttur sem róar húðina og veitir raka.

Hýalúrónsýra er rakagjafi ásamt því að styðja við myndun varnarhjúpsins.

 

*Rannsóknir sýna að silfurjónir í TIAB sambandinu frásogast ekki um húð, hvorki heila húð né rofna. Varan inniheldur 0.005% míkrósilfurjónir.