Liljeria

Liljeria™ er ný meðferð við frunsum. Einstök meðferð sem vinnur á öllum stigum frunsunnar, allt frá fyrsta sting og þar til húðin hefur náð fullum bata. Kremið veitir kjöraðstæður fyrir ónæmiskerfi líkamans að vinna á sýkingunni sem og fyrir húðina að endurnýja sig.

10 ml túpa

Lækningavara, flokkur IIb

Lýsing

Liljeria™ krem er ætlað til meðferðar á áblæstri á vörum (frunsum) sem orsakast af Herpes Simplex 1 veirusýkingu. Í erfiðum tilfellum er Liljeria kjörin viðbótarmerðferð með lyfjum gegn frunsum.

 

Liljeria™ styttir ferli frunsunnar ásamt því að minnka bæði sár og óþægindi sem henni fylgja. Kremið myndar varnarhimnu yfir viðkomandi svæði sem kemur í veg fyrir að sýklar úr umhverfinu komist í sárið. Kremið róar húðina, mýkir og veitir henni raka. Kjöraðstæður myndast fyrir húðina að gróa og endurnýja sig.

 

Liljeria™ er örugg meðferð sem þolist vel og byggir verkun þess á fjölda klínískra og forklínískra rannsókna.

Gagnlegar upplýsingar

Best er að hefja meðferð eins fljótt og hægt er eftir að vart verður við fyrstu einkenni (stingur, sviði og önnur óþægindi). Mælt er með að þvo hendur fyrir notkun. Þunnt lag af kreminu er borið á frunsuna og nærliggjandi svæði og því leyft að þorna án þess að því sé nuddað inn í húðina. Meðferðin er endurtekin 2-3svar sinnum á dag þar til fullur bati hefur náðst. Aukaverkanir (mjög sjaldgæft): húðútbrot. Engar þekktar milliverkanir eru við lyf.

Virk innihaldsefni og virkni

TIAB er einstakt efnasamband myndað úr silfurjónum* tengdum títaníumdíoxíð míkrókristöllum. Það myndar örverudrepandi varnarhjúp yfir viðkomandi svæði sem veitir vörn gegn örverum. Hjúpurinn veitir kjöraðstæður fyrir slímhúðina að gróa og endurnýja nýja sig.

 

Aloe vera róar húðina og veitir raka.

 

Hýalúrónsýra er rakagjafi ásamt því að styðja við myndun varnarhjúpsins..

 

*Rannsóknir sýna að silfurjónir í TIAB sambandinu frásogast ekki um húð, hvorki heila húð né rofna. Varan inniheldur 0.005% míkrósilfurjónir.