
Glitinum™
Glitinum er jurtalyf til að fyrirbyggja mígreni. Jurtalyfið inniheldur þurrkaða glitbrá (e. feverfew) sem hefur skráða örugga notkun við mígreni í yfir 40 ár. Rannsóknir hafa sýnt fram á að glitbrá getur fækkað mígreniköstunum og gert þau vægari.
Fróðleikur:
Fæst án lyfseðils í öllum apótekum og í eftirtöldum netverslunum. Þú pantar og færð sent heim.
Lýsing
Glitinum er jurtalyf sem notað er fyrirbyggjandi við mígreni. Lyfið er tekið að staðaldri til að draga úr tíðni mígrenikasta og lengja tímann á milli kasta. Mígreni er ástand sem einkennist af slæmum höfuðverkjaköstum og er ein af algengustu ástæðunum fyrir örorku og vinnutapi. Það er því mikil þörf á nýjum meðferðarúrræðum til að draga úr mígreni.
Glitinum er eina lyfið til að fyrirbyggja mígreni sem fæst án lyfseðils og er skráð í sérlyfjaskrá. Jurtalyfið þolist almennt vel og hefur einungis fáar, vægar aukaverkanir.
Glitinum inniheldur þurrkaða glitbrá (e. feverfew) sem hefur skráða örugga notkun við mígreni í yfir 40 ár. Glitbrá inniheldur virk efnasambönd og er Glitinum staðlað með tilliti til þessara virku efna, sem tryggir bæði rétta verkun og öryggi jurtalyfsins.