Heilsa frá náttúrunnar hendi

Florealis býður upp á úrval skráðra jurtalyfja og lækningavara sem byggja á virkum náttúruefnum. Við styðjum við meðhöndlun sjúkdóma á borð við kvíða, svefntruflanir, mígreni og gigt. Allt eru þetta algengir sjúkdómar sem skorta fjölbreyttari meðferðarúrræði.

Florealis hefur sett níu vörur á markað á síðustu tveimur árum. Vörurnar okkar eru fáanlegar í öllum apótekum á Íslandi og fjölmörgum apótekum í Svíþjóð. Allar vörur frá Florealis eru skráðar og viðurkenndar hjá lyfjayfirvöldum á öllum Norðurlöndunum.

Vöxtur

Florealis er í hröðum vexti og hefur fjöldi útsölustaða sjöfaldast á nokkrum mánuðum. Vörurnar frá Florealis eru nú fáanlegar í um 580 apótekum á Íslandi og Svíþjóð og hafa fleiri markaðir sýnt Florealis áhuga.

 

Gildi

Áreiðanleiki, eldmóður, hugrekki og samvinna eru þau gildi sem við höfum að leiðarljósi dag hvern. Gildin okkar tryggja árangursrík og traust samskipti við viðskiptavini og hagsmunaaðila. Þau leggja grunn að okkar stefnu og árangri og endurspeglast í vörum okkar og vinnu.

Stjórnendateymi

Stofnendur og stjórnendur

Florealis var stofnað árið 2013 af Kolbrúnu Hrafnkelsdóttur og reynslumiklum stjórnendum úr lyfjaiðnaðinum. Stofnendurnir hafa áratuga reynslu af þróun og markaðssetningu lyfja sem hefur reynst Florealis ómetanlegt.

Stjórnendateymi Florealis samanstendur af reynslumiklum einstaklingum með fjölbreyttan bakgrunn á sviði vísinda og viðskipta. Við höfum ástríðu fyrir því að þróa fjölbreytt úrval af hágæða jurtalyfjum og lækningavörum.

Stjórn Florealis samanstendur af einstaklingum með mikla þekkingu á lyfjaiðnaðinum og rekstri fyrirtækja. Stjórnarformaður Florealis er Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, fyrrverandi forstjóri Actavis á Íslandi.

Reynsla teymisins á sviði lyfja- og heilbrigðistækni nær yfir alla þætti ferilsins að koma vöru frá rannsóknarstofunni og út á markað.

Staff image

Kolbrún Hrafnkelsdóttir

Forstjóri

M.Sc. lyfjafræði & MBA

Kol­brún hefur áralanga reynslu úr lyfjaiðnaði og lyfjaþróun. Hún starfaði í mörg ár á þróunarsviði Actavis. Kolbrún hefur unnið við flest stig lyfjaþróunar og stýrt fjölmörgum alþjóðlegum verkefnum og viðskiptaþróun. Hún situr í stjórn Viðskiptaráðs Íslands.

Staff image

Teitur Þór Ingvarsson

Fjármálastjóri

M.Sc. í fjármálum fyrirtækja & próf í verðbréfaviðskiptum

Teitur hefur mikla reynslu í fjármálum með bakgrunn í fyrirtækjaráðgjöf, miðlun og reikningshaldi. Áður en hann byrjaði hjá Florealis starfaði Teitur hjá Arion banka, Sparisjóðabankanum og Deloitte.

Staff image

Elsa Steinunn Halldórsdóttir

Framkvæmdastjóri rannsókna og þróunar

M. Sc. í lyfjafræði & Ph.D. í lyfjafræði

Elsa hefur yfir 15 ára reynslu í lyfjaþróun þar sem hún hefur starfað bæði innan háskólasamfélagsins og lyfjaiðnaðar. Áður gengdi hún fjölbreyttum störfum innan þróunarsviðs Actavis Group. Elsa er með doktorsgráðu í lyfja- og efnafræði náttúruefna.

Staff image

Sandra Mjöll Jónsdóttir Buch

Vöru-og markaðsstjóri

Ph.D. í líf- og læknavísindum

Sandra Mjöll hefur mikla reynslu af vísindastarfi og nýsköpun auk þess sem hún hefur rekið eigið fyrirtæki á sviði líftækni undanfarin ár. Hún er kunnug vöruþróun allt frá hugmyndavinnu til markaðssetningar.

Staff image

Lára Kristín Unnarsdóttir

Sölu- og markaðsfulltrúi

M.Sc. í markaðsfræði

Lára Kristín hefur víðtæka reynslu á sviði textagerðar, markaðssetningar og hönnunar. Undanfarin ár hefur hún starfað sem texta- og hugmyndasmiður, stýrt markaðsstarfi og framleitt markaðs- og kynningarefni fyrir vefi, samfélagsmiðla og hefðbundna auglýsingamiðla.

Staff image

Camilla Ryman

Markaðsfulltrúi

Camilla hefur margra ára reynslu af apóteksmarkaðnum þar sem hún starfaði lengi á vöru- og birgðasviði hjá keðjunni Apoteksgruppen. Áður vann hún við markaðssetningu hjá ýmsum fyrirtækjum.

Staff image

Jórunn Gröndal

Bókari

Viðurkenndur bókari

Stjórn

Stjórn félagsins er skipuð þaulreyndum aðilum úr lyfjaiðnaði, heilbrigðistækni og fjárfestingum.

Guðbjörg Edda Eggertsdóttir

Stjórnarformaður

Guðbjörg Edda hefur verið stjórnarformaður Florealis frá nóvember 2014. Hún var lengi í framkvæmdastjórn Actavis situr nú í stjórnum fjölmargra fyrirtækja og fjárfestingarsjóða af ýmsum stærðum og gerðum.

 

Huld Magnúsdóttir

Huld hefur setið í stjórn Florealis síðan í mars 2018. Hún er framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins og situr í stjórnun margra fyrirtækja og sjóða m.a. Frumtak Ventures, eTactica, og Icelandic startup.

Linda Björk Ólafsdóttir

Linda Björk hefur setið í stjórn Florealis síðan í maí 2019. Hún er framkvæmdastjóri fjárfestingasjóðsins Tennin og einn eigandi Johan Rönning. Hún situr í stjórn fjölmargra fyrirtækja m.a. AKSO, Wasabi Iceland, IceMedico og Klappir.