Florealis býður upp á úrval skráðra jurtalyfja og lækningavara sem byggja á virkum náttúruefnum. Við styðjum við meðhöndlun sjúkdóma á borð við kvíða, svefntruflanir, mígreni og gigt. Allt eru þetta algengir sjúkdómar sem skorta fjölbreyttari meðferðarúrræði.
Florealis hefur sett níu vörur á markað á síðustu tveimur árum. Vörurnar okkar eru fáanlegar í öllum apótekum á Íslandi og fjölmörgum apótekum í Svíþjóð. Allar vörur frá Florealis eru skráðar og viðurkenndar hjá lyfjayfirvöldum á öllum Norðurlöndunum.
Florealis er í hröðum vexti og hefur fjöldi útsölustaða sjöfaldast á nokkrum mánuðum. Vörurnar frá Florealis eru nú fáanlegar í um 580 apótekum á Íslandi og Svíþjóð og hafa fleiri markaðir sýnt Florealis áhuga.
Áreiðanleiki, eldmóður, hugrekki og samvinna eru þau gildi sem við höfum að leiðarljósi dag hvern. Gildin okkar tryggja árangursrík og traust samskipti við viðskiptavini og hagsmunaaðila. Þau leggja grunn að okkar stefnu og árangri og endurspeglast í vörum okkar og vinnu.
Florealis var stofnað árið 2013 af Kolbrúnu Hrafnkelsdóttur og reynslumiklum stjórnendum úr lyfjaiðnaðinum. Stofnendurnir hafa áratuga reynslu af þróun og markaðssetningu lyfja sem hefur reynst Florealis ómetanlegt.
Stjórnendateymi Florealis samanstendur af reynslumiklum einstaklingum með fjölbreyttan bakgrunn á sviði vísinda og viðskipta. Við höfum ástríðu fyrir því að þróa fjölbreytt úrval af hágæða jurtalyfjum og lækningavörum.
Stjórn Florealis samanstendur af einstaklingum með mikla þekkingu á lyfjaiðnaðinum og rekstri fyrirtækja. Stjórnarformaður Florealis er Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, fyrrverandi forstjóri Actavis á Íslandi.
Reynsla teymisins á sviði lyfja- og heilbrigðistækni nær yfir alla þætti ferilsins að koma vöru frá rannsóknarstofunni og út á markað.
Stjórn félagsins er skipuð þaulreyndum aðilum úr lyfjaiðnaði, heilbrigðistækni og fjárfestingum.
Guðbjörg Edda hefur verið stjórnarformaður Florealis frá nóvember 2014. Hún var lengi í framkvæmdastjórn Actavis situr nú í stjórnum fjölmargra fyrirtækja og fjárfestingarsjóða af ýmsum stærðum og gerðum.
Huld hefur setið í stjórn Florealis síðan í mars 2018. Hún er framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins og situr í stjórnun margra fyrirtækja og sjóða m.a. Frumtak Ventures, eTactica, og Icelandic startup.
Linda Björk hefur setið í stjórn Florealis síðan í maí 2019. Hún er framkvæmdastjóri fjárfestingasjóðsins Tennin og einn eigandi Johan Rönning. Hún situr í stjórn fjölmargra fyrirtækja m.a. AKSO, Wasabi Iceland, IceMedico og Klappir.