Heilsa frá náttúrunnar hendi

Florealis býður upp á úrval skráðra jurtalyfja og lækningavara sem byggja á virkum náttúruefnum. Við styðjum við meðhöndlun sjúkdóma á borð við kvíða, svefntruflanir og vægar þvagfærasýkingar. Allt eru þetta algengir sjúkdómar sem skorta fjölbreyttari meðferðarúrræði.

Vörur Florealis eru fáanlegar í öllum apótekum á Íslandi og fjölmörgum apótekum í Svíþjóð. Allar vörur frá Florealis eru skráðar og viðurkenndar hjá lyfjayfirvöldum á öllum Norðurlöndunum.

Áreiðanleiki, eldmóður, hugrekki og samvinna eru þau gildi sem við höfum að leiðarljósi dag hvern. Gildin okkar tryggja árangursrík og traust samskipti við viðskiptavini og hagsmunaaðila. Þau leggja grunn að okkar stefnu og árangri og endurspeglast í vörum okkar og vinnu.

Stjórnendateymi

Stofnendur og stjórnendur

Florealis var stofnað árið 2013 af Kolbrúnu Hrafnkelsdóttur og reynslumiklum stjórnendum úr lyfjaiðnaðinum. Stofnendurnir hafa áratuga reynslu af þróun og markaðssetningu lyfja sem hefur reynst Florealis ómetanlegt.

Stjórnendateymi Florealis samanstendur af reynslumiklum einstaklingum með fjölbreyttan bakgrunn á sviði vísinda og viðskipta. Við höfum ástríðu fyrir því að þróa fjölbreytt úrval af hágæða jurtalyfjum og lækningavörum.

Stjórn Florealis samanstendur af einstaklingum með mikla þekkingu á lyfjaiðnaðinum og rekstri fyrirtækja. Stjórnarformaður Florealis er Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, fyrrverandi forstjóri Actavis á Íslandi.

Reynsla teymisins á sviði lyfja- og heilbrigðistækni nær yfir alla þætti ferilsins að koma vöru frá rannsóknarstofunni og út á markað.

Staff image

Karl Guðmundsson

Forstjóri

MBA frá Rady School of Management UCSD

Karl var fyrsti sölu- og markaðsstjóri Florealis á árunum 2014-2018. Frá 2019 var hann forstöðumaður útflutnings og fjárfestinga hjá Íslandsstofu. Karl starfaði um árabil í Bandaríkjunum í ýmsum stjórnunarstöðum m.a. hjá Össuri, Biomet og Ekso Bionics. Hann er sjúkraþjálfari að mennt og hefur MBA gráðu frá Rady School of Management UCSD.

Staff image

Elsa Steinunn Halldórsdóttir

CSO

M. Sc. í lyfjafræði & Ph.D. í lyfjafræði

Elsa hefur yfir 15 ára reynslu í lyfjaþróun þar sem hún hefur starfað bæði innan háskólasamfélagsins og lyfjaiðnaðar. Áður gengdi hún fjölbreyttum störfum innan þróunarsviðs Actavis Group. Elsa er með doktorsgráðu í lyfja- og efnafræði náttúruefna.

Staff image

Þórey Haraldsdóttir

Framkvæmdastjóri rannsókna og þróunar

M.sc. í lyfjafræði

Þórey er lyfjafræðingur að mennt og hefur áratuga reynslu sem stjórnandi úr lyfjaiðnaðinum. Áður starfaði hún sem stjórnandi á þróunarsviði Alvotech og hjá Actavis Group, en þar leiddi hún m.a. uppbyggingu á rannsóknasetri fyrirtækisins á Indlandi.

Staff image

Lára Kristín Unnarsdóttir

Sölu- og markaðsfulltrúi

M.Sc. í markaðsfræði

Lára Kristín hefur víðtæka reynslu á sviði textagerðar, markaðssetningar og hönnunar. Undanfarin ár hefur hún starfað sem texta- og hugmyndasmiður, stýrt markaðsstarfi og framleitt markaðs- og kynningarefni fyrir vefi, samfélagsmiðla og hefðbundna auglýsingamiðla.