Verkir og bólgur

Góð ráð til að bæta liðverki í kulda

febrúar 3, 2020

Nú þegar kalt er í veðri og sólar nýtur lítið við, finna margir fyrir auknum liðverkjum. Sýnt hefur verið fram á að kalt veðurfar hefur marktæk áhrif á líf fólks með liðverki og því margir sem leita lausna með inntöku hefðbundinna verkjalyfja (1,2,3). Hvað er það sem gerir veturinn svona erfiðan tíma fyrir þá sem þjást af liðverkjum og hvernig er hægt að bæta úr því? Hér á eftir er að finna góð ráð til þess að bæta liðverki þegar kalt er í veðri. 

D-vítamín til að bæta liðverki

Vetri fylgir minni dagsbirta og sól, sem veldur minni framleiðslu D-vítamíns í líkamanum. Rannsóknir er þetta orð?hafa sýnt fram á að skortur á D-vítamíni eykur bólgulífmarka (e. inflammation biomarker) í líkamanum, sem eykur hættu á að fólk sem þjáist af liðverkjum fá aukna verki (4,5,6,7). Mælt er með því að taka ráðlagðan skammt af D-vítamíni.

Kuldi hefur áhrif á liðina

Fólk finnur almennt fyrir meiri verkjum og stirðleika í liðum í köldu umhverfi, þar sem minna blóðflæði rennur um liðina (2,3) og sýna rannsóknir fram á að aðeins 5°C lækkun á umhverfishita getur aukið bólgur um 24% (1). Því er nauðsynlegt að klæða sig vel og hafa hlýtt inni hjá sér. Heit sturta eða bað, getur líka dregið úr einkennum liðverkja.

Hreyfing bætir líðan og minnkar verki

Þegar kalt er úti eru eðlileg viðbrögð að halda kyrru fyrir og hreyfa sig sem minnst. Hins vegar leiðir skortur á hreyfingu til þess að liðir stífna og verkir aukast. Létt hreyfing, eins og ganga eða sund, getur komið í veg fyrir stífleika og því er mælt með reglulegri hreyfingu fyrir þá sem þjást af liðverkjum. Hinsvegar er ekki mælt með erfiðum æfingum í kulda og því gott að láta aðra sjá um snjómoksturinn! (8).

Þegar liðverkir eru farnir að hamla daglegu lífi getur þurft að grípa til lyfja. Með því að minnka bólgur í liðum, er dregið úr vöðvastífni og stirðleika sem einfaldar einstaklingum að hreyfa sig án verkja.

 

Hefðbundin verkjalyf við liðverkjum

Verkir vegna bólgusjúkdóma leggjast aðallega á liði í hnjám, olnbogum, úlnliðum og í baki. Við slíkum verkjum er gjarnan gripið til hefðbundinna verkjalyfja og er algengast að fólk taki svokölluð bólgueyðandi verkjalyf (NSAID). Þessum verkjalyfjum geta fylgt talsverðar aukaverkanir sem margir þola illa, t.d. í maga, hjarta og einnig geta þau haft áhrif á blóðstorku, svo dæmi séu tekin.

 

Jurtalyf við liðverkjum

Djöflakló er ein mest notaða lækningajurtin í Evrópu og hafa klínískar rannsóknir sýnt fram á að djöflakló hefur getu til að minnka bólgur og draga úr verkjum. Áralöng notkun jurtarinnar hefur einnig sýnt fram á örugga notkun við vægum gigtarverkjum (9,10).

Harpatinum

Harpatinum, sem framleitt er úr Djöflaklóarrót, er skráð jurtalyf og fæst án lyfseðils í öllum apótekum og er ætlað til langtíma notkunar. Milliverkanir við önnur lyf eru ekki þekktar og því er hægt að taka Harpatinum inn samhliða öðrum lyfjum. Lyfið er basískt og því kjörið fyrir fólk með meltingartruflanir sem oft eru fylgifiskur hefðbundinna verkjalyfja (11).  Góð reynsla hefur skapast hjá fólki sem þjáist af liðverkjum og sýna rannsóknir að bólgur og verkir minnka töluvert eftir samfellda notkun (9,10). Hafa skal í huga að virkni jurtalyfja eykst jafnt og þétt og næst hámarksvirkni eftir 2-4 vikur. Með minnkandi verkjum er hægt að draga úr notkun hefðbundinna verkjalyfja og samtímis auka hreyfingu, sem getur minnkað liðverki en frekar.

 

Mikilvægt er að þekkja muninn á viðurkenndum jurtalyfjum og bætiefnum, en jurtalyf hafa þekkta verkun sem sýnt hefur verið fram á með vísindalegum rannsóknum og er gæðaeftirlit við framleiðslu mun strangara en við framleiðslu á bætiefnum.

 

Höfundur: Daði Freyr Ingólfsson, lyfjafræðingur.

 

Heimildir:

 1. Halonen, J. I., Zanobetti, A., Sparrow, D., Vokonas, P. S., & Schwartz, J. (2010). Associations between outdoor temperature and markers of inflammation: a cohort study. Environmental health : a global access science source9, 42. doi:10.1186/1476-069X-9-42
 2. Zeng, P., Bengtsson, C., Klareskog, L., & Alfredsson, L. (2017). Working in cold environment and risk of developing rheumatoid arthritis: results from the Swedish EIRA case-control study. RMD open3(2), e000488. doi:10.1136/rmdopen-2017-000488
 3. Fernandes, E. S., Russell, F. A., Alawi, K. M., Sand, C., Liang, L., Salamon, R., … Brain, S. D. (2016). Environmental cold exposure increases blood flow and affects pain sensitivity in the knee joints of CFA-induced arthritic mice in a TRPA1-dependent manner. Arthritis research & therapy18, 7. doi:10.1186/s13075-015-0905-x
 4. Meena, N., Singh Chawla, S. P., Garg, R., Batta, A., & Kaur, S. (2018). Assessment of Vitamin D in Rheumatoid Arthritis and Its Correlation with Disease Activity. Journal of natural science, biology, and medicine9(1), 54–58. doi:10.4103/jnsbm.JNSBM_128_17
 5. Laslett LL, Quinn S, Burgess JR, et al Moderate vitamin D deficiency is associated with changes in knee and hip pain in older adults: a 5-year longitudinal studyAnnals of the Rheumatic Diseases 2014;73:697-703.
 6. Oliveira, C., Biddulph, J. P., Hirani, V., & Schneider, I. (2017). Vitamin D and inflammatory markers: cross-sectional analyses using data from the English Longitudinal Study of Ageing (ELSA). Journal of nutritional science6, e1. doi:10.1017/jns.2016.37
 7. Chandrashekara, S. and Patted, A. (2017), Role of vitamin D supplementation in improving disease activity in rheumatoid arthritis: An exploratory study. Int J Rheum Dis, 20: 825-831. doi:1111/1756-185X.12770
 8. Susko, A. M., & Fitzgerald, G. K. (2013). The pain-relieving qualities of exercise in knee osteoarthritis. Open access rheumatology : research and reviews5, 81–91. doi:10.2147/OARRR.S53974
 9. Ribbat JM, Schakau D. (2001). Behandlung chronisch aktivierter Schmerzen am Bewegungsapparat. Natura Med, 16:23-30
 10. Schendel U.M. (2001). Arthrose-Therapie: Verträglich geht es auch. Studie mit Teufelskrallenextrakt . Der Kassenarzt, 29/30:36-39
 11. Community herbal monograph on Harpagophytum procumbens DC. and/or Harpagophytum zeyheri Decne, Haseeb et al. (2017). J Orthop Res. 35(2): 311–320. doi:10.1002/jor.23262.
Heilbrigðiskerfið

Hvað er sýklalyfjaónæmi?

nóvember 15, 2019

Sýklalyfjaónæmi er þegar bakteríur verða ónæmar fyrir sýklalyfjum. Þá duga lyfin ekki til að drepa bakteríurnar og þær geta valdið alvarlegum sýkingum óáreittar. Bakteríur búa yfir þeim eiginleika að geta aðlagað sig að umhverfinu. Ef sýklalyf eru að staðaldri í umhverfi þeirra geta þær þróað með sér varnir gegn lyfjunum. Það dugir að fáar bakteríur í hópnum læri að verjast sýklalyfjum því þær geta flutt upplýsingar um það á milli sín. Þannig getur ofnotkun á sýklalyfjum aukið líkurnar á því að bakteríurnar þrói með sér varnir og þá hætta lyfin að virka.

Þegar sýklalyf komu fyrst fram um miðja síðustu öld var sýklalyfjaónæmi óþekkt. Mikil notkun á þeim síðan, bæði í læknisfræði og landbúnaði, hefur valdið því að fjölmargar tegundir baktería eru nú orðnar ónæmar. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin metur þetta sem eina stærstu ógnina við heilbrigði í dag. Útbreiðsla á ónæmum bakteríutegundum getur leitt til mannskæðra faralda sem við eigum enga lækningu við.

Það er nauðsynlegt að draga úr notkun sýklalyfja eins og hægt er til að stemma stigu við fjölgun ónæmra stofna baktería. Best er að reyna að fyrirbyggja sýkingar eða nota aðrar leiðir til að meðhöndla vægar sýkingar áður en þær komast á það stig að sýklalyfja gerist þörf.

Hér eru nokkur ráð sem við getum öll tileinkað okkur til að leggja baráttunni lið:

1. Notaðu bara sýklalyf þegar þeirra gerist raunverulega þörf

Ekki nota sýklalyf í fyrirbyggjandi tilgangi eða þegar þú veist ekki hvort þú sért með sýkingu eða ekki. Sýklalyf skal bara nota þegar er sterkur grunur um raunverulega bakteríusýkingu.

2. Ekki krefjast sýklalyfja telji læknir þess ekki þörf

Sýklalyf virka bara á bakteríur. Lyfin virka ekki á veirusýkingar eins og flensu og kvef.

3. Kláraðu sýklalyfjaskammtinn þinn og farðu eftir leiðbeiningum

Það er mikilvægt að klára allan sýklalyfjaskammtinn sinn til að vinna örugglega bug á sýkingunni. Ef skammturinn er ekki kláraður aukast líkur á því að bakteríurnar  þrói með sér ónæmi gegn lyfjunum.

4. Ekki gefa öðrum afgang af sýklalyfjunum þínum

Ef þú átt afgang af sýklalyfjum skaltu koma þeim til næsta apóteks til förgunnar. Telji vinir og vandamenn sig vera með sýkingu ættu þeir að leita til læknis

5. Komdu í veg fyrir sýkingar með góðu hreinlæti

Forvörnin er besta vörnin hér. Þvoðu þér reglulega um hendur, sérstaklega áður en farið er að borða.

6. Forðastu að umgangast veikt fólk

Forðastu fólk sem getur verið smitandi og komdu þannig í veg fyrir að þú veikist. Ef þú ert veik skaltu vera heima til að smita ekki aðra t.d. á vinnustaðnum.

7. Hugaðu að hreinlæti við matargerð

Þvoðu grænmeti og ávexti áður en það er borðað og notaðu hrein skurðarbretti og áhöld við matseld.

8. Farðu í bólusetningar

Með því að fara í bólusetningu getur þú komið í veg fyrir að þú veikist og smitir síðan aðra.

 

Höf: Sandra Mjöll Jónsdóttir-Buch, doktor í líf- og læknavísindum

 

Tengdar vörur frá Florealis

lyngonia

Lyngonia – Við endurteknum þvagfærasýkingum

 

 

 

Streita og svefn

Svefnráð í skammdeginu

nóvember 13, 2019

Svefntruflanir eru meðal algengustu heilsuvandamála fólks sem býr á norðurhveli jarðar (1). Breytilegt birtustig milli árstíða spilar þarna inn í og hefur bein áhrif á líkamsklukkuna okkar. Dagsbirtan dregur úr framleiðslu hormóna sem gera okkur syfjuð. Þess vegna erum við minna þreytt þegar er bjart og þreyttari í skammdeginu þegar dimmt er úti (2).

Margir eiga samt erfitt með svefn í skammdeginu. Þrátt fyrir meiri þreytu þá sefur fólk gjarnan verr, á erfitt með að fara á fætur og hefur minni orku (3). Hluti fólks fær einkenni skammdegisþunglyndis sem lýsir sér meðal annars með depurð, kvíða, áhugaleysi, vonleysi, pirring og svefntruflunum (4). Svefntruflanir eru sérstaklega algengar en 1 af hverjum 4 upplifir svefnleysi og 16% fólks fær endurteknar martraðir  (3).

Sefitude

Ytri aðstæður hafa líka mikil áhrif. Tími skammdegisins er einnig tími mikils álags og kvíða hjá mörgum þar sem mikið er um að vera í atvinnulífinu og skólum landsins t.d. tengt lokaprófum og verkefnaskilum. Við þetta bætist undirbúningur fyrir jólahátíðina. Blandan af álagstengdum kvíða og skammdegi getur haft mjög neikvæð áhrif á svefninn. Skertur svefn getur síðan ýtt undir frekari vanlíðan og þannig myndast vítahringur. Góður svefn er grundvöllur þess að geta tekist á við aukið álag og kvíða. Við höfum tekið saman nokkur ráð til að bæta svefninn og styðja við vellíðan í skammdeginu.

 

Ekki hafa of heitt í herberginu

Það er hvorki gott að hafa of heitt né of kalt í svefnherberginu. Æskilegur hiti til að sofa við er um 18-22°C. Líkamshitinni okkar lækkar þegar við sofnum, það er eitt af merkjunum sem segir líkamanum að nú sé kominn tími til að hvíla sig og við eigum auðveldara með að sofna. Á sama tíma þá getur verið erfitt að skríða undan sænginni þegar kalt er í herberginu. Stöðugur herbergishiti er því bestur, bæði til að sofna og til að vakna  (5).

Taktu D-vítamín

D-vítamín er nauðsynlegt til að mynda sum af þeim hormónum sem hafa áhrif á svefninn. D-vítamínskortur getur þannig ýtt undir svefntruflanir (6). Íslendingum og öðrum sem búa á norðurslóðum er mjög hætt við D-vítamínskorti í skammdeginu, en sólarljós er nauðsynlegt svo líkaminn framleiði D-vítamín. Betri svefn er því ein af mörgum ástæðum þess að við ættum að vera dugleg að taka D-vítamín.

Sefitude

Deyfðu ljósin 1-2 klst fyrir svefn

Þegar fer að nálgast háttatíma er ráð að deyfa ljósin í kringum sig. Sterk lýsing dregur úr framleiðslu á hormóninu melotónín sem gerir okkur syfjuð (7). Það er því góður undirbúningur fyrir svefninn að hafa frekar daufa og huggulega lýsingu í kringum sig áður en maður fer í háttinn.

Hafðu myrkur í svefnherberginu þegar þú sefur

Alveg eins og það er gott að deyfa ljósin fyrir svefninn til að undirbúa líkamann fyrir svefn, þá getur hjálpað að hafa myrkur í svefnherberginu þegar maður sefur. Ljós geta truflað svefninn og komið í veg fyrir að maður haldist eins vel sofandi. Þetta á ekki bara við um birtu sem kemur utan frá í gegnum gluggann heldur gefa ýmis raftæki einnig frá sér ljós sem geta truflað (8). Reyndu að draga úr ljósmengun í herberginu eins og hægt er.

Prófaðu dagsljósavekjara til að auðvelda þér að vakna

Hægt er að prófa vekjaraklukkur sem á kviknar ljós sem líkir eftir dagsbirtu þegar kominn er tími til að vakna. Ljósið er dauft í fyrstu en verður síðan skærara og auðveldar okkur þannig að vakna á morgnana. Þetta ráð er vert að prófa í skammdeginu.

Miðaðu við að fara alltaf að sofa og á fætur á svipuðum tíma

Til að halda líkamsklukkunni í jafnvægi þá er best að hátta á svipuðum tíma öll kvöld og fara á fætur á svipuðum tíma flesta morgna. Það að vaka og sofa fram eftir um helgar getur auðveldlega raskað svefnmynstrinu okkar og stuðlað að verri svefni. Þetta á sérstaklega við þá sem að eru viðkvæmir fyrir svefntruflunum (9).

Dagleg hreyfing stuðlar að betri svefni

Það er ótvírætt að hreyfing er okkur lífsnauðsynleg á marga vegu. Reglubundin hreyfing af meðal ákefð getur bætt svefninn verulega og auðveldað okkur að festa svefn á kvöldin  (10). Mjög stífar æfingar geta þó líka skert svefninn og því er best að gæta meðalhófs.

Forðastu að drekka áfengi, kaffi og orkudrykki fyrir svefninn

Neysla á kaffi, orkudrykkjum og áfengi dregur verulega úr svefngæðum. Þessi efni valda því að svefninn verður grynnri, viðkomandi hvílist verr og nær ekki þeim endurnærandi áhrifum sem svefninn getur veitt (11). Fáðu þér frekar vatnsglas fyrir svefninn.

Engan skjátíma fyrir svefninn

Birtan frá símum, spjaldtölvum, sjónvörpum og öðrum skjám hemur framleiðslu á melotóníni og við verðum því síður syfjuð (7,8). Reyndu að takmarka skjátímann fyrir svefninn og ekki hanga í símanum uppi í rúmi. Það getur verið erfitt fyrir marga en er þess virði til að bæta svefninn. Nýttu frekar tímann í að lesa bók eða spjalla við makann.

 

Höf: Sandra Mjöll Jónsdóttir-Buch, doktor í líf- og læknavísindum

 

Heimildir:
 1. Ohayon, M.M og Partinen, M. (2011). Insomnia and global sleep dissatisfaction in Finland. Journal of sleep research.
 2. Paul, M.A. o.fl. (2015). Sleep and endogeneou melatonin rhythm of high arctic residents during the summer and winter. Physiology & behavior.
 3. Sandman. N. o.fl. (2016). Winter is coming: Nightmares and sleep problems during seasonal affective disorder. Journal of sleep research.
 4. Mayo Clinic (2017). Seasonal affective disorder (SAD).
 5. Doheny, K. (N.D.) Can’t Sleep? Adjust the Temperature.
 6. Gao, Q. o.fl. (2018). The Association between Vitamin D Deficiency and Sleep Disorders: A Systematic Review and Meta-Analysis. Nutrients
 7. Gooley, J.J. o.fl. (2011). Exposure to Room Light before Bedtime Suppresses Melatonin Onset and Shortens Melatonin Duration in Humans. The journal of clinical endocrinology and metabolism. 
 8. Phillips, A.J.K. (2019). High sensitivity and interindividual variability in the response of the human circadian system to evening light.
 9. Ferrara, M. og Gennaro, L.D. (2001). How much sleep do we need? Sleep medicine review. 
 10. National Sleep Foundation (N.D.) How does exercise help those with chronic insomnia?
 11. Morris, A. (N.D.) How does alcohol, caffeine and hyper hydration affect sleep?

 

Tengdar greinar

svefn og kvíði

5 staðreyndir um svefn, heilsu og hamingju

svefn og kvíði

Hvernig hefur svefn áhrif á líkamlega og geðræna heilsu?

Tengdar vörur frá Florealis

Sefitude

Sefitude – Við kvíða og svefnvanda

glitinum

Glitinum – Til að fyrirbyggja mígreni

Uncategorized @is

Hvernig getur meðferð við brjóstakrabbameini haft áhrif á kynlíf kvenna?

október 10, 2019

Höfundur:

Sóley S. Bender, prófessor

 

Það hefur sýnt sig að sjálfsmynd kvenna skiptir miklu máli varðandi vellíðan þeirra sem kynvera. Mikilvægur hluti sjálfsmyndar er líkamsímynd. Meðferð við brjóstakrabbameini getur haft margvísleg áhrif á líkamlega og andlega líðan en einnig á samband við maka sem síðan getur verið áhrifavaldur varðandi kynlíf og gæði lífsins.

Krabbameinsmeðferð

Krabbameinsmeðferð hefur áhrif á sjálfsímynd

Það getur verið mismunandi hversu mikil áhrif eru á líkamsímynd kvenna. Fram kom í kanadískri rannsókn að um 88% kvenna sem fengu meðferð við brjóstakrabbameini lýstu einhverri óánægju með útlit eigin líkama. Brjóstin gegna mikilvægu hlutverki í líkamsímynd kvenna og skipta þau sérstaklega miklu máli varðandi kvenleika, fegurð og kynþokka. Hafa sumar konur lýst því að vera „hálfar konur“ eftir að búið var að fjarlægja annað brjóstið. Sumum konum getur fundist þær ekki vera eins kvenlegar og aðlaðandi í augum annarra og sérstaklega gagnvart þeim sem konan laðast að kynferðislega. Samkvæmt sænskri langtímarannsókn sem náði yfir tveggja ára tímabil kom í ljós að konur sem fóru í brjóstnám upplifðu sig ekki eins aðlaðandi í lok rannsóknar.

Eiga erfitt með að njóta

Meðferð við brjóstakrabbameini getur haft veruleg áhrif á líf kvenna. Konur sem líta mjög neikvætt á eigin líkama og finnst þær þurfa að fela hann geta átt í erfiðleikum með að njóta kynlífs. Í stað þess að vera í núinu og njóta stundarinnar saman þá getur kona sem hefur skömm á eigin líkama ekki leyft sér að njóta. Fyrrnefnd sænsk rannsókn leiddi í ljós að konur greindu síður frá vellíðan á meðan á kynmökum stóð. Athöfnin er því ekki orkugefandi og ánægjuleg heldur elur á óvissu og efasemdum gagnvart eigin líkama.

Krabbameinsmeðferð getur dregið úr kynlöngun

Konur sem fara í lyfjameðferð geta átt í erfiðleikum með að örvast, upplifa þurrk í leggöngum, sársauka við samfarir og erfiðleika með fullnægingu. Ein kona lýsti svona takmarkaðri kynlöngun: „Þetta er það síðasta sem mér dettur í hug þegar ég er með verki á brjóstsvæði, hef misst hárið, er þreytt og ekki aðlaðandi“. Eins og lýsingin gaf til kynna þá er löngun kvenna stundum mjög lítil en það getur þó verið misjafnt og fer eftir mörgum þáttum. Í ljós kom í kanadískri rannsókn að um 17% kvenna sem fóru í meðferð við brjóstakrabbameini sögðust ekki hafa neinn áhuga, flestar höfðu smá til meðal áhuga en mun færri höfðu nokkurn til mjög mikinn áhuga.

Snýst ekki bara um samfarir

Í yfirliti yfir rannsóknir á tímabilinu 1998-2010 þar sem skoðuð voru áhrif brjóstakrabbameins á kynlíf kvenna kom í ljós að flestir rannsakendur takmörkuðu sig við virkni í samförum. Einstaka rannsóknir skoðuðu aðra þætti eins og líkamlega nánd, aðrar kynferðislegar athafnir og tjáskipti. Nauðsynlegt er að skoða þessa þætti og fleiri þætti kynlífs eins og fróun, faðmlag og tilfinningalega nánd sem skipta miklu máli varðandi skynjun konunnar á því að vera elskuð4. En upplifun kvenna af eigin útliti og möguleiki þeirra að lifa heilbrigðu ástarlífi er einnig háð því parasambandi sem konan er í. 

Mikilvægt að hlúa að parasambandinu

Fram kom í ástralskri rannsókn meðal 1999 kvenna að 24% þeirra sögðu að meðferð við brjóstakrabbameini hefði haft mjög mikil áhrif á þeirra parasamband, 26% töluverð, 32% nokkuð og 15% ekki nein4. Þegar maki er tilbúinn að sýna skilning gagnvart breytingum á líkamsútliti konunnar og líðan hennar almennt eru líkur á því að konunni líði betur og það stuðli að kynheilbrigði1,4. Það sem skiptir meginmáli varðandi aðlögun beggja aðila í parasambandi að breyttum aðstæðum eftir meðferð við brjóstakrabbameini er að geta rætt saman um tilfinningar sínar og langanir. Einnig getur það verið hjálplegt að heilbrigðisstarfsfólk ræði þessi mál við konur og pör sem fara í gegnum krabbameinsmeðferð en rannsóknir sýna að efla má þann þátt heilbrigðisþjónustunnar.

Heimildir:

 1. Emilee, G. Ussher, J.M og Perz, J. (2010). Sexuality after breast cancer: A review. Maturitas, 66, 397-407. Sótt af https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pubmed/20439140

 2. Boquire, V.M., Esplen, M.J., Wong, J., Toner, B., Warner, E. og Malik, N. (2016). Sexual functioning in breast cancer survivors experiencing body image disturbance. Psycho-Oncology, 25, 66-76. DOI: 10.1002/pon.3819

 1. Fallbjörk, U., Rasmussen, B.H., Karlsson, S. og Salander, P. (2013). Aspects of body image after mastectomy due to breast cancer- A two-year follow-up study. European Journal of Oncology Nursing, 17, 340-345. http://dx.doi.org/10.1016/j.ejon.2012.09.002

 1. Ussher, J.M., Perz, J. og Gilbert, E. (2012). Changes to sexual well-being and intimacy after breast cancer. Cancer Nursing, 35(6), 456-465. DOI: 10.1097/NCC.0b013e3182395401

 

Tengdar greinar

Kynlíf á meðgöngu og eftir fæðingu

samfarir og óþægindi á kynfærum

Sæðisvökvi – Óþægindin eftir samfarir sem erfitt er að tala um

 

Tengdar vörur frá Florealis

Smaronia – Þurrkur í leggöngum

Liljonia – Óþægindi í leggöngum

Rosonia – Óþægindi á kynfærasvæði

 

Kvensjúkdómar

Ástin á meðgöngu og eftir fæðingu

september 19, 2019

Höfundur:

Hilda Friðfinnsdóttir, Yfirljósmóðir

Meðgöngu- og sængurlegudeild Landspítala.

 

Í gegnum starf mitt sem ljósmóðir hef ég átt fjölmörg samtöl við nýbakaðar mæður. Í flestum tilfellum hafa þær ekki fengið nægilega fræðslu um hvaða áhrif meðganga og fæðing barns getur haft á líkamlegt samband para og hjóna. Flestar konur eru líka óundirbúnar fyrir þær breytingar sem verða á líkamanum eftir fæðingu og að takast á við minnkaða kynlöngun.

 


Mynd: Andrea Bertozzini

Eru ekki ein

Tímabil meðgöngu, fæðingar og sængurlegu er eitt stærsta breytingatímabilið í lífi fólks. Þetta tímabil hefur einnig mikil áhrifi á líkamlega nánd para þar sem mjög dregur úr löngun kvenna meðan á því stendur. Margar konur finna fyrir mjög lítilli eða jafnvel engri kynlöngun á meðgöngu, minnkaðri tíðni samfara og hafa minni ánægju af þeim. Þessar breytingar geta enn verið til staðar sex mánuðum eftir fæðingu, foreldrar eru óviðbúnir þessum breytingum og telja sig gjarnan vera eina í þessari stöðu.

Á meðgöngu

Meðgangan er tími mikilla andlegra og líkamlegra breytinga hjá konum. Þreyta og andleg vanlíðan getur haft áhrif á löngun í makann á meðgöngu en ánægja í parsambandinu spilar líka stórt hlutverk. Konur sem eru ánægðar í sínum samböndum upplifa almennt meiri ánægju og löngun í ástaratlot. Þær eru jákvæðari gagnvart móðurhlutverkinu og hafa minni einkenni þreytu og þunglyndis á meðgöngunni. Þeir líkamlegu kvillar sem valda því að verulega dregur úr  löngun kvenna á meðgöngu eru ógleði, þreyta, bakverkir, brjóstaeymsli en einnig skortur á þekkingu og áhyggjur af því að skaða barn í móðurkviði.

Eftir fæðingu

Rannsóknir sýna að um 90% para stunda samfarir á fimmta mánuði meðgöngu. Innan við 20% kvenna eru hinsvegar farnar að stunda samlífi með makanum 4 vikum eftir fæðingu en tólf vikum eftir fæðingu er meirihluti kvenna orðinn virkur að nýju. Í íslenskri rannsókn frá 2012 lýstu konur enn minni löngun og minni tíðni samfara sex mánuðum eftir fæðingu. Flestar konur kvíða því að fara af stað að nýju eftir fæðingu og hafa þær lýst því þannig að þær vilji drífa það af. Vandamál sem getur komið upp hjá nýjum foreldrum er meiri löngun hjá feðrum en mæðrum en misræmi í væntingum getur haft áhrif á sambandið.

Margir þættir spila inn í

Margir þættir hafa sýnt sig hafa áhrif á líkamlega nánd eftir fæðingu en það eru fyrst og fremst brjóstagjöfin, sársauki við samfarir og líkamlegar breytingar á spangarsvæði sem eru líklegustu orsakavaldar þess að konur fresta því að byrja að stunda ástarlíf með makanum á ný.  Helsta orsök sársauka við samfarir eftir fæðingu er áverkar á spöng og hringvöðva endaþarms vegna áhaldafæðinga. Konur sem upplifa sársauka og þær sem hafa börn sín á brjósti eru líklegri til að upplifa minni löngun, minni tíðni samfara og minni ánægju af samlífinu miðað við tímann fyrir meðgöngu. Þrátt fyrir þetta er lítill munur á kynhegðun kvenna sem fæða börn sín um fæðingarveg og þeirra sem fæða með keisaraskurði þó að þær síðarnefndu verði oft virkar aðeins fyrr. Hins vegar kljást konur sem fæða með keisaraskurði við færri vandamál  tengt ástarlífinu þrem mánuðum eftir fæðingu en konur sem fætt hafa um fæðingarveg en þessi munur er ekki lengur marktækur sex mánuðum eftir fæðingu.

Brjóstagjöf getur dregið úr löngun

Flestar rannsóknir benda til að brjóstagjöf hafi neikvæð áhrif á kynlöngun kvenna og í kanadískri rannsókn kom í ljós að konur sem brjóstfæddu börn sín voru marktækt seinni til að stunda ástaratlot á ný eftir fæðingu en konur sem höfðu ekki börn sín á brjósti. Íslenskar konur sem eru með börn sín á brjósti virðast upplifa brjóstin sem uppsprettu næringar fyrir börnin en ekki sem hluta af kynímynd þeirra. Varðandi sjálfsmyndina virðist líkamsímyndin sveiflast talsvert í barneignaferlinu og mikið samspil er á milli líkamlegrar og andlegrar líðanar sem iðulega hefur áhrif á konurnar.

Skortur á tíma og orku orsakar minni nánd í samböndum og minni löngun. Foreldrarnir eru að fóta sig í nýju hlutverki með nýjum einstaklingi og þurfa að finna jafnvægi milli foreldrahlutverksins og sambandsins við makann. Nýbakaðar mæður eru oft þreyttar og gera meiri kröfur til umhverfis og aðstæðna fyrir nánar stundir en áður. Þær þurfa meiri tíma og orku til að örvast og truflast auðveldlega þegar barnið er í sama herbergi. Feðurnir hafa meiri þörf fyrir faðmlög og kossa en mæðurnar og benda rannsóknir til þess að mæðurnar séu í svo mikilli líkamlegri nánd við börn sín í gegnum brjóstagjöfina að þær hafi ekki eins ríka þörf fyrir nándina með maka sínum. Sumar konur hafa tilhneigingu til að forðast kossa og faðmlög til að skapa ekki væntingar hjá makanum.

Mikilvægt að ræða saman

Barneignatímabilið er það æviskeið sem einkennist af miklum breytingum og væntingum. Allir verðandi og nýbakaðir foreldrar eiga sér þann draum að þessi tími sé dásamlegur í alla staði. Nauðsynlegt er að parið geti rætt saman um vonir sínar í tengslum við lífið í kringum barnsburðinn. Ástarlífið er mikilvægur hluti lífsins hjá flestum pörum og það er gott að vera undir það búinn að kynhvötin geti minnkað og að vita að það er ekki óeðlilegt. Það er gott fyrir parið að geta rætt saman af einlægni því þannig eru mestar líkur á að báðir foreldrar verði ánægðir.

 

Tengdar greinar

samfarir og óþægindi á kynfærum

Sæðisvökvi – óþægindi eftir samfarir sem erfitt er að tala um

kláði í leggöngum

Kláði í leggöngum og á klofsvæði – hvað er til ráða?

 

Tengdar vörur frá Florealis

Liljonia – Við óþægindum í leggöngum

Rosonia  – Við óþægindum á kynfærum

Smaronia – Við þurrki í leggöngum

 

 

Verkir og bólgur

Liðverkir, hlaup og hreyfing

ágúst 27, 2019

Liðverki þekkja flestir en orsakir verkjanna geta verið margar og mismunandi. Tímabundnir liðverkir geta komið fram vegna líkamlegs álags (t.d. hreyfing) eða vegna áverka (t.d. högg á liði). Langvinnir liðverkir eru oft vegna varanlegs slits í liðum, bólgu eða gigtar. Talað er um langvinna liðverki þegar þeir hafa varið lengur en þrjá mánuði. Sé það raunin er æskilegt að láta skoða vandamálið nánar til að fá viðeigandi ráðleggingar.

Það getur reynst erfitt að kljást við liðverki en þar skiptir miklu máli að stunda létta hreyfingu því hreyfingarleysi getur aukið á vandamálið. Séu verkir það miklir að þeir dragi úr hreyfigetu þá eru til verkjastillandi lausnir á meðan hreyfigeta er aukin. Má þar nefna jurtalyfið Harpatinum frá Florealis en lyfið er notað  til að draga úr verkjum í liðum og mjóbaki og til að minnka stirðleika og vöðvastífni.

Margir finna til í liðum við hreyfingu. Sumir á meðan á æfingu stendur en aðrir eru verkjaðir eftir æfingu, sérstaklega ef að áreynsla á liði hefur verið mikil eins og við langhlaup og hopp. Hér eru nokkur atriði sem gott er að hafa í huga til að reyna að draga úr liðverkjum í kjölfar hreyfingar.

 

Hlustaðu á líkamann

Liðverkir geta verið mismiklir á milli daga og því mikilvægt að hlusta á líkamann áður en farið er á æfingu. Séu verkir það miklir að þeir koma í veg fyrir rétta líkamsbeitingu þá er mikilvægt að aðlaga æfinguna. Mögulega þarf að minnka eða breyta álaginu þann daginn eða jafnvel skipta um æfingu. Það getur falið í sér að ganga í stað þess að hlaupa eða teygja létt í stað þess að lyfta þungum lóðum. Hafi verið æft af mikilli ákefð undanfarið getur verið að liðverkir og stífir vöðvar séu merki um að líkaminn þarfnist hvíldar. Meira er ekki alltaf betra og því mikilvægt að geta hlustað á líkamann og stillt æfingaálag eftir því.

Fjölbreytni

Einhæf hreyfing til lengri tíma eykur hættu á álagsmeiðslum og liðverkjum. Sértu oft með verki í liðum eftir æfingar gæti verið ráð að auka fjölbreytni. Sem dæmi þá getur verið gott að ganga og synda til skiptis eða hlaupa og hjóla til skiptis. Gott er að taka mið af því að ekki sé alltaf verið að setja álag á sama hluta líkamans og auka hreyfingu sem felur ekki í sér mikið álag á liðina eins og t.d. sund, létt ganga og hjól.

Hitaðu vel upp fyrir æfingu

Það getur verið freistandi að sleppa góðri upphitun fyrir æfingu en það eru mikil mistök. Þegar álag er aukið snögglega áður en líkaminn er orðinn heitur aukast líkur á meiðslum t.d. tognun og liðverkjum. Þetta á við hvort sem maður ætlar í heilsubótargöngu um sitt nánasta umhverfi eða taka vel á því í sundlauginni. Upphitun ætti að taka mið af því hvaða vöðvar og liðir verða undir mestu álagi á æfingunni. Með góðri upphitun eykst hjartslátturinn, blóðflæði til vöðva og liða eykst og gerir þá betur í stakk búna til að styðja við rétta líkamsbeitingu á æfingunni. Það dregur úr líkum á meiðslum og verkjum.

Ekki gleyma að teygja

Eftir góða æfingu er mikilvægt að teygja vel á vöðvum og liðamótum. Það kemur í veg fyrir að vöðvar verði stuttir og stífir og dragi þannig úr hreyfigetu liða. Séu vöðvar mjög stífir getur það valdið rangri líkamsbeitingu sem eykur líkur á álagsmeiðslum og verkjum. Gott er að hugsa um þá vöðva og líkamshluta sem voru undir álagi á æfingunni og teygja þá sérstaklega. Einnig er mikilvægt að teygja reglulega á vöðvum í fótum (kálfar, læri og rassvöðvar), mjöðmum og neðra baki. Sérstaklega ef stunduð er mikil kyrrsetuvinna í sitjandi stöðu.

Kældu og nuddaðu eftir æfingu

Ef þú ert að kljást við langvinna verki og færð alltaf verki eftir æfingu er gott að kæla verkjuðu liðina fljótlega eftir æfingu. Það er gott að eiga til kaldan bakstur í frystinum þegar maður kemur heim úr göngunni eða hlaupatúrnum. Mörgum finnst einnig gott að skella sér stutt í kalt kar eins og er til staðar á mörgum sundstöðum og á líkamsræktarstöðvum. Þá er líka gott að nudda liðina og vöðvana í kring annaðhvort með höndunum eða þar til gerðum nuddrúllum og nuddboltum sem eru fáanlegir víða.

Notaðu réttan búnað

Reyndu að draga úr álagi á verkjuðu liðina með því að nota réttan búnað. Til eru margskonar spelkur, teygjusokkar og hólkar til að setja utan um verkjaða liði og veita aukinna stuðning eða dreifa álaginu. Það er mikilvægt að vera í góðum skóm þegar farið er út að hlaupa eða ganga og getur borgað sig að fara í göngugreiningu til að fá úr því skorið hvaða skór og hvernig stuðningur hentar best. Að sama skapi ætti líka að forðast að nota of þung lóð eða illa stillt hjól sem geta valdið röngu álagi á líkamann.

 

Höfundur: Sandra Mjöll Jónsdótir-Buch, PhD. Líf og læknavísindi

 

Tengdar greinar

Fimm leiðir til að draga úr liðverkjum

 

Tengdar vörur frá Florealis

Harpatinum

Harpatinum – Við lið- og gigtarverkjum

Sefitude

Sefitude – Við vægum kvíða og svefntruflunum

 

 

Uncategorized @is

Mígreni 101

apríl 5, 2019

Mígreni er eitt algengasta heilsufarsvandamál í heimi. Það er ein helsta ástæða vinnutaps hjá fólki en sumir missa allt að 3-5 daga úr vinnu á mánuði vegna mígrenis. Á sama tíma þá er ekki alltaf skilningur fyrir þessu ástandi sem getur bæði haft áhrif á lífsgæði fólks og árangur í starfi. Hér kemur fyrsti pistillinn í pistlaröðinni okkar um mígreni sem er unnin í tengslum við Glitinum, viðurkennt jurtalyf sem fyrirbyggir mígreni.

mígreni glitinum

Hvað er mígreni?

Mígreni er flókinn taugasjúkdómur með sterkan erfðaþátt og er sérstaklega algengur á meðal kvenna. Það er ekki að fullu vitað hver orsökin og meingerðin eru þó svo að nokkrar tilgátur hafi komið fram. Mígreni einkennist af endurteknum höfuðverkjaköstum með miklum sársauka öðru megin í höfði. Höfuðverkurinn versnar oftast við álag eða hreyfingu og er gjarnan sláandi líkt og púls. Mjög algengt er að finna fyrir ógleði og jafnvel kasta upp á meðan á mígrenikastinu stendur. Margir verða einnig næmir fyrir ljósi og hljóði. Mígreniköst vara oftast í 6 – 72 klst og fólk er oft rúmliggjandi  og mjög kvalið á meðan á þeim stendur. Sumir fá mígreni með áru en ára er einskonar röskun á skynjun eða sjón t.d. að sjá skyndilega eldglæringar eða stjörnur. Ekki allir mígrenisjúklingar fá áru og því er mígreni oftast flokkað sem mígreni með eða án áru. Greining á mígreni er fyrst og fremst byggð á heilsufarssögu viðkomandi.

Er hægt að lækna mígreni?

Engin lækning er til við mígreni en sjúkdómurinn er aðalega meðhöndlaður með lyfjum sem eiga að stytta mígreniköst og draga úr sársauka eða með lyfjum sem eru ætluð til að fyrirbyggja mígreniköst og lengja tímann á milli þeirra. Fyrirbyggjandi meðferð er gefin jafnvel þó svo að höfuðverkir séu ekki til staðar. Þetta er gert til að draga úr tíðni og alvarleika mígrenikasta. Þá geta fyrirbyggjandi meðferðir einnig aukið svörun við öðrum mígrenilyfjum sem eru notuð þegar kast kemur.

Hvað veldur mígreni?

Ekki er að fullu vitað hvað veldur mígreni. Upprunalega var talið að mígreni orsakaðist af æðasamdrætti í heila. Nú er mígreni hinsvegar talið vera fyrst og fremst taugasjúkdómur og breytingar á blóðflæði um heilann eitt af einkennum. Rannsóknir hafa leitt í ljós að einstaklingar með mígreni hafa frekar háa taugaspennu í miðtaugakerfi sem gerir þá næmari fyrir áreiti sem getur sett mígrenikast af stað. Mígrenikastið er oftast bundið við annan helming höfuðsins. Talið er að köstin byrji með staðbundinni afskautun taugafruma sem að síðan breiðist út yfir stærra svæði. Þetta ferli virkjar sársaukanema sem koma höfuðverknum af stað. Virkjun á sársaukanemum örvar síðan losun boðefna og sameinda sem valda enn frekari sársauka og losun bólguefna. Þá eru viðtakar serotóníns einnig taldir spila lykilhlutverk en mörg mígrenilyf sem gefa góðan árangur virka á þessa viðtaka í heila.

Hverjir fá mígreni?

Um 70% allra með mígreni eiga nákominn ættingja með mígreni. Mígreni byrjar oft að koma fram snemma hjá drengjum en seinna hjá stúlkum eða á unglingsaldri. Þá eru stúlkur mun líklegri en drengir til að fá mígreni en um 18% kvenna eru með mígreni samanborið við 6% karlmanna. Mígreni er ólæknandi sjúkdómur en það er þó bót í mála að ástandið virðist eldast af fólki þar sem að köstum fækkar eftir 40 ára. Ýmislegt er hægt að gera til að draga úr líkum á kasti t.d. að forðast þekkta mígrenivalda sem geta komið kasti af stað. Mígrenivaldar eru til dæmis hormónabreytingar, stress, óreglulegur svefn, lyfjanotkun, skortur á hreyfingu, rauðvín og kaffi.

 

Tengdar greinar

svefn og kvíði

5 staðreyndir um svefn, heilsu og hamingju

svefn og kvíði

Hvernig hefur svefn áhrif á líkamlega og geðræna heilsu?

 

Tengdar vörur frá Florealis

glitinum

Glitinum – Fyrirbyggir mígreni

Sefitude

Sefitude – við vægum kvíða og svefnvanda

Streita og svefn

5 staðreyndir um svefn, heilsu og hamingju

mars 20, 2019

Svefn er ein af grunnþörfum mannsins, jafn mikilvægur eins og næring og hreyfing. Engu að síður er maðurinn eina tegundin sem að sviptir sig svefni sjálfviljugur og dregur það að fara í bólið á kvöldin. Nægur og góður svefn á stóran þátt í að auka hamingju enda vitum við flest hve vansæl við verðum þegar við erum þreytt og illa hvíld. Hér höfum við tekið saman nokkrar staðreyndir um svefn og hvernig svefn tengist hamingju okkar og heilsu.

1. Reglulegur svefn getur dregið úr kvíða

Skortur á svefni ýtir undir kvíða og depurð. Við langvarandi svefnskort verða þessi áhrif varanlegri og því eru sterk tengsl á milli skertrar geðheilsu og svefnvandamála. Truflanir á svefni eru til dæmis meðal fyrstu einkenna ýmissa geðraskana, þar á meðal þunglyndis, kvíða, geðhvarfasýki og geðklofa. Þeir sem að ná að sofa sína 7-9 tíma reglulega eru afslappaðari, hressari og hamingjusamari en þeir sem sofa stöðugt of lítið. Fólk sem er illa sofið er gjarnan illa fyrir kallað og léttvægir atburðir geta komið fólki úr jafnvægi og valdið bæði kvíða og pirringi. Svefnskortur getur þannig ýtt undir kvíða og skapað vítahring þar sem að kvíðinn veldur svefnleysi sem eykur síðan á kvíðann. Þess vegna er mikilvægt að vinna alltaf með kvíða þegar svefnleysi er meðhöndlað og að sama skapi þarf ávallt að hafa svefninn í huga þegar unnið er með kvíða.

 

svefn og kvíði

 

2. Góður svefn dregur úr líkum á langvinnum sjúkdómum

Streita er ein helsta ástæða þess að fólk sefur of lítið. Mikil streita og skertur nætursvefn auka magn bólguefna í líkamanum. Aukið magn sést eftir jafnvel bara eina svefnlausa nótt. Ef þessi bólguefni eru stöðugt til staðar þá getur myndast viðvarandi bólga í líkamanum sem veldur skaða með tímanum og eykur hættu á langvinnum sjúkdómum. Þeir sem að ná að sofa nóg eru í minni áhættu en þeir sem sofa of lítið að þróa með sér langvinna lífstílstengda sjúkdóma. Þar fyrir utan getur skertur svefn einnig haft  áhrif á sykurbúskap líkamans og valdið sykursýki og háþrýstingi, ásamt því að auka líkur á hjarta- og æðasjúkdómum. Sársaukaþröskuldur okkar lækkar þegar við erum illa sofin og við verðum því næmari fyrir sársauka. Verkjavandamál geta því versnað við svefnleysi.

 

3. Svefn bætir einbeitingu og afköst

Fólk sem er í svefnskuld á erfiðara með að einbeita sér og hugsa rökrétt. Ef fólk sefur of lítið að staðaldri getur verið erfitt að gera sér grein fyrir áhrifum svefnskorts á daglegt líf. Ástæðan er sú að einkennin eru ekki alltaf augljós og flest allir sem sofa of lítið mæta til vinnu og sinna daglegum skyldum á viðunandi hátt. Þá er orkuleysi, pirringur og lakari einbeiting jafnvel orðið að „eðlilegu“ ástandi sem fólk tengir ekki endilega við of lítinn svefn. Fólk verður líklegra til að gera mistök en ólíklegra til að átta sig á þeim. Úthvílt fólk eru betur í stakk búið að takast á við krefjandi störf og nám sem krefjast einbeitingar og ná oft að afkasta meira á skömmum tíma en þeir sem eru sífellt þreyttir. Þannig stuðlar góður svefn að hamingju í starfi og leik.

 

4. Svefn bætir kynlífið

Skortur á svefni og þreyta draga verulega úr kynlöngun fólks. Þetta er meðal annars vegna þess að lítill svefn dregur úr framleiðslu kynhormóna á borð við testósterón og getur einnig haft áhrif á frjósemi, sérstaklega magn sæðifruma hjá körlum. Þreyttir karlmenn geta einnig átt í erfiðleikum með að fá stinningu. Þá getur þreytulegt útlit og vanlíðan eftir svefnlaust tímabil dregið úr sjálfstrausti og haft neikvæð áhrif á líkamsímynd okkar. Við upplifum okkur minna kynþokkafull og erum ólíklegri til að stunda kynlíf. Fólk sem að fær sinn svefn stundar oftar kynlíf en þeir sem að sofa illa.

 

 5. Nægur svefn getur dregið úr þyngdaraukningu

Þegar við erum þreytt og illa sofin þá sækjum við í auknum mæli í óhollan og orkuríkan mat. Þetta er meðal annars vegna þess að svefnskortur ýtir undir brenglun í framleiðslu hungurhormónanna leptíns og ghrelins. Leptín gefur heilanum skilaboð um að við séum södd en ghrelin segir heilanum að við séum svöng og eykur matarlist. Við svefnskort minnkar magn leptíns á meðan magn grhelin eykst, sem þýðir að matarlystin eykst hjá okkur á sama tíma. Þannig borðum við meira og oft óhollari fæðu þegar við erum illa sofin. Þá erum við einnig ólíklegri til að stunda hreyfingu þegar við erum þreytt. Þessir þættir skýra hið sterka samband sem fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á milli langvarandi svefnskorts og ofþyngdar. Fólk sem að sefur vel á því auðveldara með að halda sig við hollt matarræði og stunda reglulega hreyfingu sem stuðlar að hamingju og vellíðan.

 

Tengdar greinar

svefn og kvíði

Hversu mikið þurfum við að sofa og hvers vegna?

svefn og kvíði

Hvernig hefur svefn áhrif á líkamlega og geðræna heilsu?

 

Tengdar vörur frá Florealis

Sefitude

Sefitude við vægum kvíða og svefnvanda

Uncategorized @is

Af hverju eru rauðar rósir rómantískar?

febrúar 13, 2019

,, Með þér er veturinn kertaljós, koss og stök rós.” segir í ástarljóðinu Með þér eftir Bubba Morthens. Það er fátt eins rómantískt og að fá rauðar rósir að gjöf. Þær eru hluti af náttúrunni, tákna ástina sjálfa og geta læknað hjartasár. Rósir eru eitt elsta tákn ástarinnar og hefur fegurð þeirra verið dásömuð í gegnum tíðina, enda eru þær taldar öðrum blómum fremri.  En hvers vegna?

Rósir hafa vaxið villtar í náttúrunni í um 35 milljónir ára og til eru fjölmargar tegundir og afbrigði af þeim. Þessi fallegu blóm hafa fylgt mannkyninu frá upphafi en ekki er vitað með vissu hvenær menn fóru að tengja saman ást og rósir. Elstu heimildirnar eru frá því um 1600 fyrir Krist.

Rósir áttu alveg sérstakan sess hjá Rómverjum en sagan segir að ríkir Rómverjar hafi notað rósablöð til að skreyta rúm sín áður en þeir nutu ásta. Það gerðu þeir til að útbúa mjúkan og ilmandi flöt til að elskast á. Að veltast um í rósablöðum voru mikil hlunnindi því rósir í Rómarveldi blómguðust eingöngu í skamman tíma snemma sumars og tækifærin til ilmandi athafna fá.  Þegar hin sýrlenska Damaskus rós var uppgötvuð og flutt til Rómar varð mikil bylting. Damaskus rósin blómstraði bæði vor og haust sem gerði Rómverjum kleift að njóta ásta á rósabeði tvisvar á ári. Rósirnar þóttu mjög dýrmætar og eingöngu á færi hástéttarinnar að leyfa sér slíkan munað.

Það kemur ekki á óvart að rósir hafi verið tileinkaðar gyðjum ástar og frjósemi, þeim Afródítu í grískum fræðum og Venus í þeim rómversku. Rósir táknuðu reyndar bæði ástir og leyndarmál. Veggir og loft húsa voru gjarnan skreytt með rósum til að minna á að það sem færi fram innan þessara veggja ætti ekki að fara lengra. Þaðan er máltækið ,,að tala undir rós” líklega komið og þýðir að gefa eitthvað í skyn.

Tenging ástarinnar við rauðar rósir hefur lifað í gegnum aldirnar og er að finna skírskotun í þær í flestum menningum. Rauðar rósir birtast í mörgum myndum í listasögu mannkynsins hvort sem það er á veggmyndum frá 1600 fyrir Krist eða í leikritum Shakespears. Í frönskum ljóðum á miðöldum fóru rósir að tákna kynhvöt kvenna og lifði sú táknmynd inn í bókmenntir endurreisnarinnar.

Merking rósa eins og hún birtist í dag á hins vegar rætur sínar að rekja til viktoríutímabilsins. Á þeim tíma þótti ekki við hæfi að hafa orð á tilfinningum sínum og því voru blóm ein leið til að tjá sig án þess þó að segja neitt. Því varð fólk mjög upptekið af merkingu blóma þar sem að hver litur fékk sína merkingu. Rauður fyrir ástina og gulur fyrir vináttu eru þekkt dæmi. Þessi hefði hefur haldist til dagsins í dag þar sem að fátt þykir rómantískara en að gefa þeim sem maður elskar rauðar rósir. Rósin er tákn þess að elska og að vera elskaður.

Jurtalyf

Jurtir og jólahefðir

desember 21, 2018

Jólin eru tími hefða. Tíminn þar sem margir rifja upp gamlar minningar og njóta þess að vera saman. Sumir skapa sínar eigin hefðir á meðan aðrir halda fast í gamla siði sem sumir hverjir eru aldagamlir. Sígrænar jurtir og aðrar plöntur hafa lengi verið órjúfanlegur hluti af jólahátíðinni. Margar þeirra eiga sér langa sögu sem rekja má aftur til vetrarsólstöðuhátíðar heiðinna manna. Þetta eru sígrænar plöntur á borð við greni og mistiltein. Aðrar vinsælar jólajurtir eiga sér styttri sögu sem hátíðarblóm en njóta samt mikilla vinsælda og má þar nefna jólastjörnu sem dæmi.

Hér er að finna skemmtilega fróðleiksmola um nokkrar jurtir og jólahefðirnar í kringum þær.

Mynd: Jez Timms á Unsplash

 

Greni og jólatré
Það er fátt jólalegra en ilmur af greni enda er það notað í margskonar jólaskreytingar. Þessi sígræna planta hefur lengi verið höfð í miklum metum, sérstaklega á norðurslóðum enda eru barrnálarnar enn fagurgrænar á þessum árstíma.

Sígrænar plöntur eins og greni voru til að mynda lengi notaðar til að fagna vetrarsólstöðum og hækkandi sól. Þær voru tákn frjósemi í hugum manna sem trúðu því að þær gætu stuðlað að góðri uppskeru á komandi sumri. Þá var einnig sú trú bundin við greni að oddhvassar barrnálarnar gætu haldið illum vættum í skefjum. Grenigreinar voru því lagðar við innganga að húsakynnum, notaðar við útfarir og lagðar á leiði.

Notkun á greni til skreytinga á þessum árstíma er því upprunalega heiðinn siður sem seinna var tekinn upp sem kristinn siður í kringum árið 750. Þessi siður færðist síðan um Evrópu og varð algengara að nota grenitré á jólum. Til að byrja með voru þetta rengluleg tré sem ekki voru skreytt. Það var ekki fyrr en uppúr 1600 sem fólk fór að skreyta jólatré. Sá siður byrjaði hjá aðlinum í Þýskalandi og Austurríki þar sem jólatréin voru skreytt með glerkúlum, kertum og borðum.

Siðurinn að skreyta jólatré færðist síðan um Evrópu en ætla má að hann hafi fyrst komið til Íslands í kringum 1850. Þá var jólatré aðallega að finna hjá dönskum fjölskyldum en íslenskar fjölskyldur létu sér nægja að smíða sín eigin og skreyta síðan með lyngi og eini. Það var ekki fyrr en uppúr miðri síðustu öld sem lifandi jólatré fóru að vera vinsæl á Íslandi og nú er vandfundið það heimili sem ekki setur upp að minnsta kosti eitt lítið jólatré um jólin.

 

Mistilteinn
Mistilteinn er sígræn jurt sem er hluti af jólahefðum margra landa. Það er ekki mikil hefð fyrir mistilteini á Íslandi enda vex plantan ekki svona norðarlega. Við könnumst þó flest við jurtina sem kemur við sögu í jólalögum, bókum og kvikmyndum.

Mistilteinn hefur græn lauf en hvít ber og vex villt í Norður-Ameríku, Bretlandi og ýmsum Evrópulöndum. Þar hefur jurtin lengi verið hluti af jólahefðum. Mistilteinn er engu að síður mikill örlagavaldur í norrænni goðafræði því það var ör úr mistilteini sem varð Baldri að bana.

Þegar Baldur fór að dreyma fyrir dauðanum ákvað móðir hans, Frigg, að biðja alla hluti heims, plöntur, menn og dýr að sverja þess eið að meiða ekki Baldur. Allir sóru eiðinn, nema mistilteinninn, þar sem Frigg bað hann ekki um það. Þegar Loki komst að þessu sá hann sér leik á borði og útbjó ör úr mistilteininum.

Það fór svo að þessi ör varð banamein Baldurs enda var mistilteinn það eina sem gat meitt hann. Frigg harmaði son sinn svo mjög að hún grét viðstöðulaust. Tár hennar féllu á mistilteininn og urðu að þeim hvítu berjum sem nú prýða jurtina.

Tár hennar og ást urðu síðan einnig til þess að Baldur lifnaði við og þannig sigraði ástin dauðann. Sökum þakklætis lýsti Frigg því yfir að mistilteinn yrði jurt friðar og væntumþykju. Það þykir því við hæfi að minnast ástarinnar undir mistilteini í kringum jólahátíðirnar.

Siðurinn er þannig að eftir að mistilteinnin hefur verið hengdur upp þá má kyssa þann sem gengur undir hann. Fyrir hvern koss skal taka eitt hvítt ber af mistilteininum. Þegar berin eru búin þá eru kossarnir það einnig.

 

Mynd: Annie Spratt á Unsplash

 

Jólastjarnan

Jólastjarna er vinsælasta jólablómið á Íslandi enda með falleg rauð og græn blöð. Jurtin á uppruna sinn að rekja til Mexíkó og vex þar sem runni sem getur náð allt að 4 metra hæð. Astekar notuðu jólastjörnu við helgiathafnir hjá sér og rauðu laufin voru notuð til litunnar.

Jólastjarnan barst til Norður-Ameríku í kringum 1830 yfir landamærin við Mexíkó. Skömmu síðar barst hún til Evrópu. Árið 1920 tókst bandarískum jólastjörnuunnanda að útbúa dvergafbrigði af jólastjörnu sem hægt var að rækta í potti. Hann markaðssetti síðan plöntuna og tengdi rauða litinn við jólin, enda er þessi árstími blómgunartími hennar.

Jólastjarnan naut strax mikilla vinsælda og fljótlega fór að verða til siðs að nota jurtina sem jólaskreytingu. Jólastjarnan hefur verið ræktuð á Íslandi síðan um 1960 og er núna eitt allra vinsælasta jólablómið á Íslandi.