Uncategorized @is

Sefitude eða Melatónín fyrir góðan nætursvefn?

janúar 31, 2023

Sefitude eða Melatónín fyrir góðan nætursvefn?

Talið er að einn af hverjum þremur Íslendingum þjáist af svefnleysi og einn af hverjum sjö af langvarandi svefnleysi. Algengast eru erfiðleikar með að sofna, vakna oft á nóttu eða vakna jafnvel eldsnemma og geta ekki sofnað aftur. Margar ástæður geta legið þar að baki eins og t.d. álag, áhyggjur, verkir, barnauppeldi, breytingaskeið, vaktavinna, sjúkdómar og lyf.

Svefntruflanir eru fljótar að hafa áhrif á líðan okkar og frammistöðu. Fólk finnur fyrir þreytu yfir daginn, lakari einbeitingu, eirðarleysi og er ekki eins vel í stakk búið að takast á við sín daglegu verkefni. Langvarandi svefnskortur hefur sérstaklega slæm áhrif á heilsuna og eykur líkur á depurð, þunglyndi og kvíða. Það kemur alltaf að skuldadögum fyrr eða síðar og því mikilvægt að huga vel að svefninum og grípa fljótt inn í ef hann fer úr skorðum.

Það eru margar leiðir til þess að stuðla að betri hvíld og margir sem styðjast við lyf og bætiefni til þess. En hvert þeirra eru best til þess að stuðla að góðum nætursvefni? Florealis býður upp á tvo af vinsælustu kostunum í heimi jurtalyfja og bætiefna sem geta raunverulega hjálpað til við að brjóta upp neikvæð svefnmynstur svo þú getir sofið betur.

Sefitude

Sefitude er jurtalyf framleitt úr rót garðabrúðunnar sem notað hefur verið til þess að styðja við svefn í aldaraðir. Virkni sem staðfest er í klínískum rannsóknum. Sefitude er eina lyfið á Íslandi við svefntruflunum og vægum kvíða sem fæst án lyfseðils í apótekum. Sefitude getur dregið úr kvíða og róað taugarnar sem styttir tímann sem það tekur að sofna. Sefitude hefur einnig áhrif á gæði svefnsins, dýpkar og lengir hvert svefnstig ásamt því að draga úr líkum þess að fólk sé að vakna oft á nóttunni og stuðlar að samfelldum svefni. Það er hvorki sljóvgandi né ávanabindandi og má nota allt frá 12 ára aldri.

Melatónín

Melatónín er hormón sem er framleitt í heilanum og hjálpar líkamanum að stilla dægurklukkuna. Melatónín eykst í líkamanum þegar tekur að rökkva, knýr fram svefnþörf og stuðlar að þreytu og ró. Magn melatóníns dvínar í líkamanum þegar sólin fer á loft, vekur okkur af værum blundi og gerir okkur þannig móttækileg til að fara á fætur. Til þess að fá endurnærandi svefn þarf líkaminn að seyta nægu melatóníni til þess að viðhalda svefnástandi alla nóttina. Rétt magn melatóníns í líkamanum heldur dægursveiflunni á réttu róli, en fari hún úr skorðum geta svefntruflanir farið að láta á sér kræla.

Hvort hentar mér – Sefitude eða Melatónín?

Að bera saman vörurnar tvær er eins og að bera saman epli og appelsínur. Melatónín er framleitt úr hormóni, Sefitude er jurtalyf og verkunarmátinn er mjög ólíkur. Til þess að vita hvort þeirra hentar, er mikilvægt að skoða hvers eðlis svefnvandinn er.

Ef þú átt erfitt með svefn vegna streitu, kvíða eða áleitinna hugsana og áhyggja þegar þú leggst á koddann, gæti Sefitude hjálpað við að slaka nægilega á til þess að festa svefn. Sefitude getur einnig dýpkað svefninn og lengt hvert svefnstig, þannig að hvíldin verði enn betri.

Fyrir þau sem vinna kvöldvaktir, sitja fyrir framan tölvuskjá fram eftir kvöldi, upplifa flugþreytu, eða þau sem vakna fyrir allar aldir – getur Melatónín bætiefni hjálpað við að rétta af dægurklukkuna. Aldraðir og blindir upplifa einnig gjarnan breytingu á dægurklukkunni og minnkað magn melatóníns að kvöldi.

Fjölmargir upplifa svefnleysi þegar verkefnin hrannast upp á álagstímum, einmitt þegar við þurfum sem mest á því að halda að vera úthvíld til þess að takast á við erfiða og krefjandi tíma. Sefitude hefur kvíðastillandi verkun og getur því verið góður kostur til þess að minnka kvíða, en einnig styðja við heilbrigðan og góðan svefn.

Má taka Sefitude og Melatónín samtímis?

Vörurnar má taka samtímis og saman eru þær öflugur kostur til þess að tækla svefnvandann og hjálpa þér að hvílast og takast á við nýjan dag úthvíld. Sefitude nær hámarksvirkni við samfellda notkun í 2 – 4 vikur og á meðan getur Melatónín stutt við gott svefnmynstur.

Gagnlegar upplýsingar

Sefitude fæst án lyfseðils í öllum apótekum. Notkun við svefntruflunum: 1 tafla ½-1 klst fyrir svefn fyrir fullorðna og ungmenni eldri en 12 ára. Notkun við vægum kvíða: 1 tafla 1-3 sinnum á dag fyrir fullorðna og 1 tafla 1-2 á dag fyrir ungmenni 12-18 ára. Ekki ráðlagt börnum yngri en 12 ára, þunguðum konum eða konum með barn á brjósti. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og í fylgiseðli fyrir notkun. Leitið læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkun.

Melatónín er fæðubótarefni og inniheldur hver tafla 1 mg af melaóníni. Lágmarksskammtur er 1 mg skömmu fyrir svefn. Töflurnar eru framleiddar á Íslandi samkvæmt viðurkenndum gæðastöðlum í lyfjaframleiðslu, GMP.

Heimildir

Herxheimer, A. et al. „Melatonin for the prevention and treatment of jet lag.“ Cochrane Database Syst Rev. National Library of Medicine, National Center for Biotechnology Information, April 2002, https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/12076414/.

Spritzler, Franziska. „How Valerian Root Helps You Relax and Sleep Better.“ Healthline, April 2017, https://www.healthline.com/nutrition/valerian-root.

Jurtalyf

Staðreyndir um blöðrubólgu sem allar konur ættu að vita

janúar 25, 2023

 Um 70% kvenna finna fyrir einkennum þvagfærasýkingar
einhvern tímann á lífsleiðinni (1).

Stór hluti kvenna þarf að glíma við endurteknar þvagfærasýkingar í gegnum ævina. Þær konur sem hafa upplifað sáran sviða við þvaglát og stöðuga þörf til að pissa vita að það er eitthvað sem þær gætu alveg hugsað sér að vera án. Allir geta fengið blöðrubólgu, en ef þú ert kona og stundar kynlíf aukast líkurnar á því að fá þvagfærasýkingu margfalt. Allar konur ættu því að þekkja einkennin vel, til þess að geta gripið snemma inn og aukið líkurnar á því að hægt sé að meðhöndla sýkinguna án sýklalyfja.

(meira…)

Húðumhirða

Allt sem þú þarft að vita um bólur

nóvember 23, 2022
Bólur geta verið hvimleiðar

Bólur eru hvimleiður kvilli sem getur lagst á unga sem aldna, en unglingar á kynþroskaskeiði eru  líklegastir til þess að fá bólur. Bólur koma fram vegna breytinga í fitukirtlum húðarinnar og eru þær algengastar á þeim svæðum líkamans þar sem mikið er um fitukirtla s.s. í andliti, baki, bringu. Þegar kirtlarnir stíflast vegna umframmagns af fitu, dauðra húðfruma eða annarra óhreininda og geta bakteríur myndað sýkingu sem veldur bólum.

Mismunandi tegundir af bólum

Til eru mismunandi tegundir bólum eða húðkvillum sem orsakast af húðóhreinindum.

(meira…)
Kvensjúkdómar

Kláði og útferð eru ekki alltaf sveppasýking!

júní 7, 2022

Óþægindi á ytri kynfærum og í leggöngum kvenna eru oft meðhöndluð sem sveppasýking. Sveppasýking er hins vegar alls ekki alltaf ástæðan fyrir óþægindum á kynfærum. Yfir helmingur tilfella eiga sér aðra skýringu.1 Algeng einkenni eins og kláði, sviði, roði, erting, bólga og aukin útferð geta því átt sér mismunandi ástæður. Sveppasýking kemur fyrst upp í hugann því lengi vel voru aðrar orsakir ekki þekktar eða ekki skoðaðar. Öll óþægindi á kynfærum kvenna voru því sett undir sama hatt og enn þann dag í dag er ábótavant að konur fái viðeigandi læknisskoðun til að greina raunverulegar orsakir óþæginda. Konum er því oft ráðlagt að kaupa sveppalyf þó svo að það sé ekki endilega meðferð við hæfi.

(meira…)

Uncategorized @is

Fullorðnir fá líka bólur!

maí 2, 2022

Mikið er rætt um unglingabólur en minni áhersla er á bólur fullorðinna. Unglingabólur eru í grunninn alveg eins og fullorðinsbólur. Aðal munurinn er að bólurnar eru líklegastar til að koma fram á “T svæðinu” hjá unglingum (nef, höku, enni) en fullorðinsbólur, sem koma vegna hormónaójafnvægis, eru líkegri til að koma fram í kringum höku, kjálka og munn.  Konur eru mun líklegri til að fá fullorðinsbólur en karlmenn og jafnvel sumar sem fengu aldrei unglingabólur fá bólur þegar þær eru orðnar fullorðnar.

Helstu orsakir fullorðinsbóla hjá konum eru hormónaójafnvægi/hormónabreytingar og koma m.a. fram:

  • Í kringum blæðingar
  • Á meðgöngu
  • Á breytingskeiðinu
  • Þegar byrjað eða hætt er á pillunni
  • Hjá konum með fjölblöðrueggjastokkaheilkenni (PCOS)

Vert er að taka fram að konur sem eru á hormónum vegna einkenna breytingaskeiðsins geta einnig fengið fullorðinsbólur. Orsökin er, eins og í öðrum tilfellum, vegna hormónaójafnvægis.

Hvað er til ráða?

Sama hver orsökin er þá er aldrei gaman að fá bólur og þær geta haft mikil áhrif á líðan þeirra sem fá þær. Sumar rannsóknir sýna fram á að stress og mataræði geti haft áhrif á fullorðinsbólur en allir eru sammála um að mikilvægt er að þvo húðina vel að morgni og kvölds og nota húðvörur sem eru ekki með olíu eða “non-comedogenic” því þær eiga það til að stífla fitukirtlana og valda þannig bólum. Hver og einn þarf að finna það sem virkar best fyrir sig en ráðlagt er að leita ráða hjá lækni ef um slæm tilfelli er að ræða.

Aleria – sönnuð virkni á 4 vikum

Aleria frá Florealis er bólukrem sem hefur reynst vel við meðhöndlun á bólum og óþægindum í húð bæði fyrir þá sem eru með unglingabólur og fullorðinsbólur. Það minnkar strax roða, bólgur og þrota í húðinni og dregur úr þeim óþægindum og þrýstingi sem getur myndast í kringum bólurnar. Aleria er margprófað og sýna niðurstöður klínískra og forklínískra rannsókna að kremið veitir skjóta virkni. Rannsóknir hafa sýnt 50% minnkun á bólum á 4 vikna tímabili.

Virku efnin TIAB, aloe vera og hýalúrónsýra

Virka efnið í Aleria heitir TIAB og er sérhannað efnasamband sem er bæði bakteríuhemjandi og græðandi en virkni þess er viðurkennd af evrópsku lyfjastofnuninni. Kremið myndar þunna varnarhimnu yfir húðina og vinnur gegn vægum sýkingum sem eru þekktur orsakavaldur að bólum. Varnarhimnan varðveitir einnig raka húðarinnar og ver hana fyrir ertandi efnum úr umhverfinu. Þannig myndast kjöraðstæður fyrir húðina til að gróa og endurnýja sig.

Aleria inniheldur einnig hýalúrónsýru og aloe vera sem eru frábærir náttúrulegir rakagjafar fyrir húðina. Aleria verkar mjög fljótt, fer fljótt inn í húðinaog auðvelt er að nota kremið undir farða.

Aleria fæst í apótekum um land allt og á www.heimkaup.is.

Nánari upplýsingar um Aleria og sölustaði má finna hér.

Hugur

Vítahringur kvíða og svefntruflana á breytingaskeiðinu

apríl 29, 2022

Svefntruflanir eru vel þekktar hjá konum á árunum og mánuðunum fyrir tíðahvörf, á sjálfu breytingaskeiðinu og eftir tíðahvörf. Rannsóknir á alþjóðavísu sýna að allt að 63% kvenna um og eftir tíðahvörf finna fyrir svefntruflunum. Í íslenskri rannsókn þar sem 690 fimmtugar konur tóku þátt voru svefntruflanir og þreyta algengustu einkennin. Oftar en einu sinni í viku áttu 23% kvennanna erfitt með að sofna á kvöldin, 48% vöknuðu upp á næturnar og 34% vöknuðu of snemma á morgnanna. Þreyta (53%) og syfja (50%) voru því algeng einkenni sem konur upplifðu að degi til. Konur í rannsókninni sem fengu hitakóf voru líklegri til að upplifa svefntruflanir.

Kvíði tengdur breytingaskeiðinu fengið litla athygli og flestar konur fá ekki viðeigandi meðferð

Af þeim konum sem tóku þátt í rannsókninni höfðu tæplega fjórðungur þeirra leitað læknis vegna kvíða og spennu. Kvíði tengdur breytingaskeiði hefur fengið litla athygli bæði í rannsóknum og fræðiritum þrátt fyrir áhrif þess á lífsgæði. Margt bendir til þess að kvíði á breytingaskeiðinu sé að einhverju leyti frábrugðinn hefðbundnum kvíða, þar sem kvíðinn er oftast vægur og er ekki stöðugur. Konur á breytingaskeiði eru því oft á tíðum síður greindar með kvíða og fá ekki viðeigandi meðferð. Önnur ástæða þess er sú að sum einkennanna líkjast hefðbundnum einkennum tíðahvarfa eins og svitamyndun og ör hjartsláttur.

Vítahringur kvíða og svefntruflana

Sterk tengsl eru á milli kvíða og svefntruflana. Svefnleysi getur mjög auðveldlega ýtt undir kvíða þar sem erfitt getur reynst að takast á við daglegar skyldur eftir takmarkaðan nætursvefn. Þegar við erum illa sofin erum við síður í tilfinningalegu jafnvægi, þráðurinn er stuttur og geta jafnvel léttvægir atburðir komið okkur úr jafnvægi. Kvíði getur síðan orðið til þess að erfitt getur verið að ná slökun og því erfitt að festa svefn á kvöldin, viðhalda samfelldum svefni og ná djúpsvefni. Langvarandi svefnskortur getur því hæglega haft áhrif á kvíða þannig að úr verður vítahringur þar sem kvíðinn veldur svefnleysi sem svo magnar upp kvíðann.

Þú getur sofið betur með Sefitude!

Sefitude frá Florealis er eina lyfið á Íslandi við svefntruflunum og vægum kvíða sem fæst án lyfseðils í apótekum. Sefitude inniheldur útdrátt úr garðabrúðurót (Valeriana) en róandi áhrif jurtarinnar hafa lengi verið viðurkennd og staðfest í klínískum samanburðarrannsóknum.

Sefitude er hvorki sljóvgandi né ávanabindandi

Sefitude getur dregið úr því að fólk vakni oft upp á nóttunni og stuðlar þannig að samfelldum svefni. Verkun jurtarinnar kemur fram smám saman og til að ná ákjósanlegum áhrifum er mælt með samfelldri notkun í 2-4 vikur. Mikilvægt er að Sefitude er hvorki sljóvgandi né ávanabindandi og má nota allt frá 12 ára aldri. Jurtalyfið er góður kostur fyrir þá sem ekki vilja nota lyfseðilsskyld svefnlyf.

Hér má lesa meira um Sefitude og sölustaði.

Gagnlegar upplýsingar

Notkun við vægum kvíða: 1 tafla 1-3 sinnum á dag fyrir fullorðna og 1 tafla 1-2 sinnum á dag fyrir ungmenni 12-18 ára. Ef nota á við bæði kvíða og svefntruflunum er síðasta taflan tekin ½-1 klst. fyrir svefn.

Notkun við svefntruflunum: 1 tafla ½-1 klst. fyrir svefn fyrir fullorðna og ungmenni eldri en 12 ára. Ekki ráðlagt börnum yngri en 12 ára, þunguðum konum eða konum með barn á brjósti.

Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og í fylgiseðli fyrir notkun. Leitið læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkun. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is

Heimildir:

Húðumhirða

Hvernig virkar Aleria bólukremið?

apríl 1, 2022

Hvað er Aleria og hvernig virkar það?

Aleria er áhrifaríkt krem gegn bólum og húðóhreinindum á borð við fílapensla. Kremið minnkar roða, bólgur og kláða ásamt því að veita góðan raka. Kremið myndar varnarhimnu sem kemur í veg fyrir sýkingar sem eru þekktur fylgikvilli bóla.

Fyrir hvern er Aleria?

Aleria hentar vel fyrir fólk á öllum aldri. Oft tengir fólk bólur helst við unglinga en það er einnig vel þekkt að aukin streita, mataræði, blæðingar hjá konum og fleiri þættir geta orsakað bólur. Algengt er að bólur myndist á efri hluta líkamans en skv. rannsóknum virkar Aleria bæði vel á andlit og efri hluta líkamans, t.a.m. bak og bringusvæði.

(meira…)
Kvensjúkdómar

Lichen sclerosus, þögull og vangreindur sjúkdómur

febrúar 15, 2022

Lichen sclerosus er þögull sjúkdómur sem fáir hafa heyrt nefndan. Lítið er um hann skrifað, lítið rætt, þekkingin á sjúkdómnum er stutt á veg komin og kannski lýsandi að enn í dag hefur sjúkdómurinn ekki fengið íslenskt heiti.

Meðal algengustu húðsjúkdóma á kynfærum kvenna

Lichen sclerosus er húðsjúkdómur sem lýsir sér sem hvítar skellur á húð og húðin virðist þunn. Þetta kemur oftast fram á kynfærum og er mun algengari hjá konum en körlum. Lichen sclerosus er meðal algengustu húðsjúkdóma á kynfærum kvenna og kemur fram á ytra kynfærasvæðinu, nálægt snípnum, á skapabörmum og alveg aftur að endaþarmi, en hjá 15-20% sjúklinga geta komið blettir og blöðrur á öðrum húðsvæðum eins og lærum, brjóstum, höndum, hálsi og jafnvel í munni.

Sjúkdómurinn er ólæknandi. Alvarleiki sjúkdómsins er mjög breytilegur og getur fólk með væg tilfelli haft lítil eða jafnvel engin einkenni. Hann kemur í köstum og í alvarlegri tilfellum fylgir honum gífurlegur kláði, roði og sviði, einnig myndast bólgur, þurrkur og sprungur í húð og finnur viðkomandi því töluverðan sársauka við samfarir. Með tímanum þykknar húðin, hún hvítnar og ör myndast. Hjá konum geta skapabarmar runnið saman, leggangaopið þrengst og snípurinn hreinlega horfið. Nauðsynlegt er að greina sjúkdóminn snemma til að hægja á þróun hans og takmarka eða hægja á langtímaáhrifum sjúkdómsins.

Mikilvægt að meðhöndla sem fyrst til að hægja á framgangi sjúkdómsins

Sjúkdómurinn getur dregið verulega úr lífsgæðum fólks, bæði líkamlega, andlega og félagslega. Ef sjúkdómurinn kemst á það stig að húðin verður viðkvæm fyrir minnsta nuddi þannig að hún rofnar og það fer að blæða, þá fer að verða erfitt að klæðast fatnaði sem liggur þétt að svæðinu, það verður sárt að pissa, ekki hægt að skeina sér með klósettpappír og samfarir verða afar sársaukafullar. Þá er ekki óalgengt að viðkomandi fari að einangra sig, fer að missa úr vinnu vegna sjúkdómsins sem gengur jafnvel svo langt að viðkomandi þarf að hætta starfi. Það er því gríðarlega mikilvægt að viðkomandi fái viðeigandi meðhöndlun sem fyrst til að bæta líðan og hægja á framgangi sjúkdómsins.

Tíðni eykst í kringum breytingaskeiðið

Lichen sclerosus getur lagst á fólk á öllum aldri en konur eru mun líklegri til að fá sjúkdóminn heldur en karlar og er hlutfallið um 6-10:1. Tíðni sjúkdómsins hjá konum eykst verulega í kringum breytingaskeiðið. Klínískar og faraldsfræðilegar rannsóknir benda til þess að sjúkdómurinn sé vangreindur og að algengi geti verið meira en einn af hverjum 1000. 

Orsök sjúkdómsins eru ekki þekkt en það bendir margt til þess að um sjálfsofnæmissjúkdóm sé að ræða. Rannsóknir hafa sýnt að einstaklingar með lichen sclerosus eru líklegri að upplifa sjálfsofnæmissjúkdóma eins og hárlos, skjallbletti (e. vitiligo) og skjaldkirtilssjúkdóm. Sjúkdómurinn smitast ekki milli einstaklinga.

Margar konur ekki eða ranglega greindar

Framgangur sjúkdómsins er mjög háður því hve snemma hann er greindur. Ef grunur er um lichen sclerosus er mikilvægt að fá skoðun og greiningu hjá kvensjúkdómalækni svo hægt sé að veita viðeigandi meðferð. Einnig eiga húðlæknar að geta greint sjúkdóminn. 

Því miður er það allt of algengt að konur með lichen sclerosus fá ekki rétta greiningu fyrr en árum eftir að sjúkdómurinn gerir vart við sig og fá því ekki strax viðeigandi meðferð til halda einkennunum niðri og hægja framgangi hans. Konur eru jafnvel ítrekað greindar ranglega með sveppasýkingu þar til sjúkdómurinn er svo langt genginn að enginn vafi leikur á að um lichen sclerosus sé að ræða.

Vegna þess hve viðkvæm húð píkunnar er þá eru konur í aukinni hættu á að fá fylgikvilla eins og sýkingar og flöguþekjukrabbamein í húð, en um 4% kvenna með lichen sclerosus greinast með slíkt húðkrabbamein. Að greina lichen sclerosus á kynfærum snemma og meðhöndla það á áhrifaríkan hátt getur því hjálpað til  að draga úr hættu á að fá eða missa af greiningu á húðkrabbameini. Mælt er með skoðun á kynfærum hjá lækni að minnsta kosti einu sinni á ári og konur ættu að skoða sig reglulega með tilliti til hnúða eða sára sem ekki gróa. Læknir tekur vefjasýni ef það eru svæði sem lagast ekki við meðhöndlun.

Það er hægt að lina einkenni og auka lífsgæði

Við meðhöndlun á lichen sclerosus þá er markmiðið fyrst og fremst að lina einkenni eins og kláða og sviða, en einnig hægja á þróun sjúkdómsins og draga úr líkum á fylgikvillum.

Mikilvægt er að fá staðbundið sterakrem ávísað af lækni sem minnka fljótt bólgur. Samhliða sterakremi er almennt mælt með að nota eitthvað sem veitir húðinni góðan raka. Því miður eru úrræðin takmörkuð og langvarandi notkun á sterakremi á svæði þar sem húðin er þunn og viðkvæm veldur áhyggjum. Óttast að það geti valdið þynnun á húð, fráhvarfseinkennum, sveppasýkingum, sem og endurvirkjun á HPV-veiru (Human Papilloma Virus) og herpes veirusýkingu.

Rosonia froðan hefur verið klínískt rannsökuð á konum með Lichen sclerosus. Froðan var notuð samhliða sterakremi daglega í þrjár vikur og að þeim tíma loknum var notkun sterakremsins hætt en Rosonia var áfram borið á svæðið tvisvar í viku í 5 viku, eða eftir þörfum. Með notkun Rosonia froðunnar var hægt að stytta notkunina á sterakreminu úr 8 vikum í 3 vikur og gaf sú meðferð jafn góðar niðurstöðu eins og að nota sterakremið daglega í 4 vikur og svo áfram tvisvar í viku næstu 4 vikurnar samhliða hefðbundnu rakakremi.

Rosonia froðan er einstaklega mjúk og er því sérstaklega ætluð viðkvæmu kynfærasvæði. Hún hentar mjög vel sem viðbótarmeðferð með sterum þar sem hún dregur fljótt úr kláða, sviða og ertingu. Froðan veitir húðinni góðan raka, græðir sár og styður við uppbyggingu húðar, sem er mikilvægt þáttur í að undirbúa hana fyrir næsta kast og einnig minnka líkur á fylgikvillum eins og sveppasýkingu. Gott er að láta tíma líða á milli meðferða til dæmis með því að nota sterakrem fyrir svefn og Rosonia á morgnana. Froða hefur þann eiginleika að hún þornar eftir smá tíma og klístrast því síður. Einnig er mikilvægt að vanda valið þegar kemur að hreinsiefnum, klósettpappír, nærfötum og hverju því sem kemur nálægt þessu svæði og sneiða framhjá vörum sem innihalda ertandi eða ofnæmisvaldandi efni.

Ekki þjást í hljóði

Við getum líklega öll verið sammála um að einstaklingur með þennan sjúkdóm á ekki að þurfa að þjást í hljóði. Þú ert svo sannarlega ekki ein/einn. Það er mikilvægt að opna umræðuna um Lichen sclerosus, efla rannsóknir og fræðslu þess. Hægt er að leita stuðnings hjá umræðuhópum eins og á Facebook, en þar er öflugur hópur kvenna í Bretlandi sem ræða opinskátt sín á milli. Hópurinn heitir Lichen Sclerosus – sclerosis- UK support for Women.

Jurtalyf

61% kvenna með þvagfærasýkingu náðu fullum bata með Lyngonia*

desember 27, 2021

Klínísk rannsókn sem birt var fyrr á þessu ári sýndi að 61% kvenna náðu fullum bata af þvagfærasýkingum með Lyngonia* í stað meðferðar með sýklalyfjum. Rannsóknin markar tímamót þar sem sýklalyfjaónæmi ógnar verulega heilbrigði okkar og er mikið kapp lagt á að finna önnur meðferðarúrræði. Lyngonia er eina lausasölulyfið fáanlegt við endurteknum þvagfærasýkingum hjá konum. 

(meira…)
Kvensjúkdómar

60% kvenna fær blöðrubólgu

nóvember 16, 2021

Margar konur glíma við endurteknar þvagfærasýkingar, en um 60% kvenna fá sýkingu einhvern tímann á lífsleiðinni og allt að þriðjungur þeirra fær endurtekna sýkingu innan 6 mánaða. Allir geta fengið blöðrubólgu, en líffræði kvenna, meðganga, breytingaskeið og sjúkdómar s.s. sykursýki auka líkur á sýkingu.

(meira…)