Streita og svefn

Mikilvægi svefns fyrir heilsu og hamingju

október 11, 2023

Svefn er ein af grunnþörfum mannsins, eins mikilvægur og næring og hreyfing. Engu að síður er maðurinn eina tegundin sem að sviptir sig svefni sjálfviljugur og dregur það að fara í bólið á kvöldin. Nægur og góður svefn á stóran þátt í að auka hamingju enda vitum við flest hve vansæl við verðum þegar við erum þreytt og illa hvíld. 

(meira…)
Streita og svefn

Svefninn er ekki síður mikilvægur á sumrin 

júní 7, 2023

Íslenskar sumarnætur eru einstakar og kærkomnar. Þegar sólin skín á ný eftir myrkan vetur vakna margir upp af dvala og fyllast orku, en sumir eiga erfitt með að sofa í allri þessari birtu.  

Svefntruflanir eru meðal algengustu heilsufarsvandamála fólks sem býr á norðurhveli jarðar og eru Íslendingar þar engin undantekning. Talið er að einn af hverjum þremur fullorðnum Íslendingum þjáist af svefnleysi einhvern tímann á ævinni og einn af hverjum sjö þrói með sér langvinnt svefnleysi [1]. Margar ástæður geta legið þar að baki eins og t.d. álag, áhyggjur, verkir, barnauppeldi, vaktavinna eða sjúkdómar [2].

(meira…)
Kynheilsa

Ég er með óþægindi á kynfærasvæðinu – hvað getur það verið?

apríl 18, 2023

Óþægindi á kynfærasvæði er almennt hugtak sem vísar til þess sem veldur kláða, ertingu, sviða eða sársauka í píkunni. Fjölmargar orsakir geta legið þar að baki en grunnorsök þessara einkenna eru bólgur sem myndast vegna baktería, sveppa, veira eða ertandi- og ofnæmisvaldandi efna. Breyting á sýrustigi legganga getur spilað þar stóran þátt.

Mikilvægt er að skoða hvar einkennin eru á kynfærunum og hvað getur verið að valda þeim til að hægt sé að meðhöndla þau á réttan hátt. Stundum nægir að gera breytingar á venjum og ástunda góða umhirðu. Lækningavörurnar Rosonia Foam, Rosonia VagiCaps og Smaronia geta dregið fljótt úr einkennum, þau veita húðinni kjöraðstæður til að gróa og endurnýja sig. Vörurnar eiga það sameiginlegt að vernda svæðið fyrir sýkingum, vinna gegn vægum sýkingum, veita raka og styrkja húðina. Í þeim tilfellum sem slíkt dugir ekki er ráðlagt að leita til læknis.

(meira…)
Kynheilsa

Hvernig hefur sýrustig í leggöngum áhrif á kynheilsu?

apríl 14, 2023

Mjög mikilvægt er fyrir heilbrigði legganga að viðhalda eðlilegu sýrustigi (pH gildi). Eðlilegt pH gildi legganga er töluvert súrt, á milli 3.8 og 4.5, sem heldur gerlaflórunni í jafnvægi og verndar gegn sýkingum. Sýrustigið getur þó verið breytilegt eftir aldri og hvar kona er stödd í tíðahring. Sem dæmi, þá ætti pH í leggöngum að vera lægra en 4.5 hjá konum á aldrinum 15-49 ára, en fyrir blæðingar og eftir tíðahvörf þá er eðlilegt og heilbrigt að sýrustigið fari upp í 5.0.

(meira…)
Kynheilsa

Hvaða einkenni fylgja sveppasýkingu?

apríl 13, 2023

Sveppurinn Candida albicans er hluti af eðlilegri bakteríuflóru líkamans og leggangana þar á meðal. Þegar sýrustig legganganna raskast nær sveppurinn að fjölga sér umfram góðu bakteríurnar (e. lactobacilli) í leggöngunum og sá ofvöxtur kallast sveppasýking (e. candidiasis).

(meira…)
Uncategorized @is

Hvað er bakteríusýking (e. bacterial vaginosis)?

apríl 12, 2023

Í leggöngunum finnast margar gerðir baktería, bæði góðar bakteríur (e. lactobacilli) sem standa vörð um heilbrigði legganganna, en einnig aðrar slæmar bakteríur (e. anaerobes). Góðu bakteríurnar viðhalda jafnvægi á sýrustigi í leggöngunum (pH-gildi) og með því heilbrigði legganganna. Þegar eðlileg bakteríuflóra legganga raskast, geta slæmu bakteríurnar fjölgað sér umfram aðrar og upp kemur ójafnvægi (e. bacterial vaginosis) sem veldur óþægindum.

(meira…)
Kvensjúkdómar

Algengar spurningar um píkuna

mars 23, 2023

Flestar konur hafa einhvern tíma fundið fyrir óþægindum á kynfærum, með tilheyrandi sviða, kláða og almennum óþægindum. Allt að helmingur kvenna á aldrinum 30-60 ára hafa upplifað óþægindi á kynfærasvæði, sem getur leitt til verkja við samfarir, sviða, eymsla og ertingar. Margar kannast við einkennin, en þau er hægt er að meðhöndla með einföldum hætti. Hér á eftir eru algengar spurningar varðandi óþægindi sem konur finna fyrir.

(meira…)
Kvensjúkdómar

Er eðlilegt að fá bólur á píkuna?

mars 23, 2023

Bólur (e. acne) á kynfærum eru nokkuð algengar, en í flestum tilfellum fullkomlega hættulausar. Bólur geta komið hvar sem er á húðina, en það eru fá svæði líkamans jafn viðkvæm og kynfærin okkar. Bólur myndast þegar fitukirtlar stíflast og því getur margt sem kemst í snertingu við húðina valdið bólum.

(meira…)
Húðumhirða

Besta húðrútínan til að losna við bólur

febrúar 15, 2023

Bólur myndast þegar fitukirtlarnir stíflast vegna umfram magns af fitu, dauðra húðfruma eða annarra óhreininda og aðkomu baktería sem veldur fílapenslum og bólum.

Margir þættir hafa áhrif á það hvort einstaklingur fær bólur og að sama skapi geta lifnaðarhættir haft mikið um það að segja hvort kvillinn lagast eða versnar.

Fjölmargar leiðir eru til meðferðar á bólum og er góð húðumhirða er þar fremst í flokki. Allir ættu að temja sér að hreinsa húð sína kvölds og morgna, sérstaklega þeir sem fá bólur auðveldlega.  

Húðrútínan ætti að samanstanda af þremur meginskrefum: hreinsun, meðferð og rakagjafa.

(meira…)
Streita og svefn

Sefitude eða Melatónín fyrir góðan nætursvefn?

janúar 31, 2023

Talið er að einn af hverjum þremur Íslendingum þjáist af svefnleysi og einn af hverjum sjö af langvarandi svefnleysi. Algengast eru erfiðleikar með að sofna, vakna oft á nóttu eða vakna jafnvel eldsnemma og geta ekki sofnað aftur. Margar ástæður geta legið þar að baki eins og t.d. álag, áhyggjur, verkir, barnauppeldi, breytingaskeið, vaktavinna, sjúkdómar og lyf.

(meira…)