
Píkuvörurnar frá Florealis
Píkuvörurnar frá Florealis hafa einstaka virkni sem meðhöndla og fyrirbyggja óþægindi á kynfærum kvenna. Þær draga fljótt úr kláða og ertingu og vinna gegn sýkingum, bæði á ytri kynfærum og í leggöngum.
Virknin er fjórþætt en vörurnar meðhöndla óþægindin, byggja upp heilbrigða húð, stuðla að náttúrulegri flóru og fyrirbyggja endurteknar sýkingar og óþægindi ásamt því að fyrirbyggja og vinna á leggangaþurrki.