Hér finnur þú algengar spurningar um Smaronia.

Hvað gerir Smaronia?

Smaronia er náttúrulegt gel í leggöng sem hlotið hefur viðurkennda virkni sem lækningavara. Gelið inniheldur hýalúrónsýru sem veitir góðan raka og rauðsmára (e. red clover) sem stuðlar að þykkari legslímhúð og eykur teygjanleika hennar. Auk þessa eru í gelinu efnasambönd sem mynda varnarhjúp sem viðheldur náttúrulegum raka í slímúð legganga ásamt því að veita vörn gegn ertandi efnum og örverum. Þannig myndar Smaronia kjöraðstæður fyrir slímhúðina að endurnýja sig og viðhalda heilbrigði legganga.

Hvaða merkingu hefur að vara hafi viðurkennda virkni?

Þegar vara hefur farið í gegnum margar prófanir og niðurstöður klínískra rannsókna sýna að um áhrifaríka meðferð er að ræða, þá er talað um viðurkennda virkni. Klínískar rannsóknir hafa sýnt fram á að Smaronia er áhrifarík meðferð við þurrki, sviða og særindum í leggöngum, sem stafa af þynnri og/eða þurri legslímhúð, en slíkt getur gert hana viðkvæmari fyrir ertandi efnum og sýklum úr umhverfinu og aukið tíðni sýkinga í leggöngum.

Hvenær upplifa konur þurrk í leggöngum eða slímhúðarrýrnun?

Leggangaþurrkur er oftast nær ekki áþreifanlegt vandamál, en getur verið undirliggjandi orsök tíðari sýkinga og óþæginda í leggöngum. Rýrnun á slímhúð og þurrkur eru bæði hliðarverkun tíðahvarfa og brjóstagjafar, en einnig aukaverkun fjölmargra lyfja, sem fæstar konur eru meðvitaðar um.

Kona sem fær tíðar sveppasýkingar eða önnur óþægindi í leggöng s.s. kláða, sviða eða sársauka við samfarir, getur verið að kljást við leggangaþurrk, án þess að vita af því. Mikilvægt er því að vinna með rót vandans þ.e. að styrkja slímhúðina í leggöngunum og koma þannig í veg fyrir endurteknar sýkingar. Smaronia stuðlar að kjöraðstæðum fyrir slímhúðina til að endurnýja sig og viðhalda heilbrigði legganga.

Hefur Smaronia svipaða verkun og Vagifem?

Smaronia er skráð sem lækningavara. Líkt og Vagifem þá er Smaronia ætlað við slímhúðarrýrnun í leggöngum sem á sér stað við tíðarhvörf, en að auki er Smaronia sérstaklega hannað við leggangaþurrki og óþægindum því tengdu fyrir konur á öllum aldri.

Er í lagi að nota Smaronia á meðgöngu?

Smaronia er talið öruggt til notkunar á meðgöngu og við brjóstagjöf. Þó er ávallt mælt með að allar meðferðir sem fela í sér innsetningu í leggöng á meðgöngu séu gerðar í samráði við lækni eða ljósmóður.