Flestar konur hafa einhvern tíma fundið fyrir óþægindum á kynfærum, með tilheyrandi sviða, kláða og almennum óþægindum. Allt að helmingur kvenna á aldrinum 30-60 ára hafa upplifað óþægindi á kynfærasvæði, sem getur leitt til verkja við samfarir, sviða, eymsla og ertingar. Margar kannast við einkennin, en þau er hægt er að meðhöndla með einföldum hætti. Hér á eftir eru algengar spurningar varðandi óþægindi sem konur finna fyrir.
Category: Kvensjúkdómar
Staðreyndir um blöðrubólgu sem allar konur ættu að vita
Um 70% kvenna finna fyrir einkennum þvagfærasýkingar
einhvern tímann á lífsleiðinni (1).
Stór hluti kvenna þarf að glíma við endurteknar þvagfærasýkingar í gegnum ævina. Þær konur sem hafa upplifað sáran sviða við þvaglát og stöðuga þörf til að pissa vita að það er eitthvað sem þær gætu alveg hugsað sér að vera án. Allir geta fengið blöðrubólgu, en ef þú ert kona og stundar kynlíf aukast líkurnar á því að fá þvagfærasýkingu margfalt. Allar konur ættu því að þekkja einkennin vel, til þess að geta gripið snemma inn og aukið líkurnar á því að hægt sé að meðhöndla sýkinguna án sýklalyfja.
Kláði og útferð eru ekki alltaf sveppasýking!
Óþægindi á ytri kynfærum og í leggöngum kvenna eru oft meðhöndluð sem sveppasýking. Sveppasýking er hins vegar alls ekki alltaf ástæðan fyrir óþægindum á kynfærum. Yfir helmingur tilfella eiga sér aðra skýringu.1 Algeng einkenni eins og kláði, sviði, roði, erting, bólga og aukin útferð geta því átt sér mismunandi ástæður. Sveppasýking kemur fyrst upp í hugann því lengi vel voru aðrar orsakir ekki þekktar eða ekki skoðaðar. Öll óþægindi á kynfærum kvenna voru því sett undir sama hatt og enn þann dag í dag er ábótavant að konur fái viðeigandi læknisskoðun til að greina raunverulegar orsakir óþæginda. Konum er því oft ráðlagt að kaupa sveppalyf þó svo að það sé ekki endilega meðferð við hæfi.
Lichen sclerosus, þögull og vangreindur sjúkdómur
Lichen sclerosus er þögull sjúkdómur sem fáir hafa heyrt nefndan. Lítið er um hann skrifað, lítið rætt, þekkingin á sjúkdómnum er stutt á veg komin og kannski lýsandi að enn í dag hefur sjúkdómurinn ekki fengið íslenskt heiti.
Meðal algengustu húðsjúkdóma á kynfærum kvenna
Lichen sclerosus er húðsjúkdómur sem lýsir sér sem hvítar skellur á húð og húðin virðist þunn. Þetta kemur oftast fram á kynfærum og er mun algengari hjá konum en körlum. Lichen sclerosus er meðal algengustu húðsjúkdóma á kynfærum kvenna og kemur fram á ytra kynfærasvæðinu, nálægt snípnum, á skapabörmum og alveg aftur að endaþarmi, en hjá 15-20% sjúklinga geta komið blettir og blöðrur á öðrum húðsvæðum eins og lærum, brjóstum, höndum, hálsi og jafnvel í munni.
(meira…)61% kvenna með þvagfærasýkingu náðu fullum bata með Lyngonia*
Klínísk rannsókn sem birt var fyrr á þessu ári sýndi að 61% kvenna náðu fullum bata af þvagfærasýkingum með Lyngonia* í stað meðferðar með sýklalyfjum. Rannsóknin markar tímamót þar sem sýklalyfjaónæmi ógnar verulega heilbrigði okkar og er mikið kapp lagt á að finna önnur meðferðarúrræði. Lyngonia er eina lausasölulyfið fáanlegt við endurteknum þvagfærasýkingum hjá konum.

60% kvenna fær blöðrubólgu
Margar konur glíma við endurteknar þvagfærasýkingar, en um 60% kvenna fá sýkingu einhvern tímann á lífsleiðinni og allt að þriðjungur þeirra fær endurtekna sýkingu innan 6 mánaða. Allir geta fengið blöðrubólgu, en líffræði kvenna, meðganga, breytingaskeið og sjúkdómar s.s. sykursýki auka líkur á sýkingu.
(meira…)Algengar spurningar um Lyngonia

Hér finnur þú algengar spurningar um jurtalyfið Lyngonia.
Algengar spurningar um Rosonia

Hér finnur þú algengar spurningar um Rosonia vörurnar.
Algengar spurningar um Smaronia

Hér finnur þú algengar spurningar um Smaronia.