Kvensjúkdómar

Algengar spurningar um Lyngonia

október 12, 2021

Afhverju er ekki mælt með Lyngonia fyrir karlmenn?

Konur eru líklegri en karlmenn til að fá þvagfærasýkingu þar sem þvagrás þeirra er styttri. Þvagfærasýkingar hjá karlmönnum á alltaf að rannsaka af lækni til að útiloka alvarlega kvilla eins og meðfæddan galla í þvagblöðru eða kynsjúkdóm. Með hækkandi aldri eykst tíðni þvagfærasýkinga hjá körlum og má rekja það til stækkunar á blöðruhálskirtli, sem veldur því að þvagblaðran nær ekki að tæmast við þvaglát og bakteríur þrífast vel í því þvagi sem situr eftir. Slíkt krefst einnig skoðunar af lækni. Lyngonia er því ekki ætlað til sjálfsmeðhöndlunar hjá karlmönnum með þvagfærasýkingu en lækni er heimilt að mæla með notkun lyfsins.

Það er sagt að ekki sé ráðlagt að taka Lyngonia nema viku í senn, en hvað þarf þá að líða langur tími þar til má taka aftur?

Þar sem Lyngonia er selt í apótekum án lyfseðils krefst notkun þess ekki eftirlit læknis og því er farið mjög varlega í allri upplýsingagjöf til að tryggja öryggi neytandans. Rannsóknir á sortulyngi, sem er virki jurtaútdrátturinn í Lyngonia, gefa vísbendingar um að jurtin geti haft neikvæð áhrif á starfsemi lifrarinnar sé hún notuð í stórum skömmtum og/eða til lengri tíma. Það er því ekki mælt með notkun Lyngonia lengur en eina viku í senn. Ekki er skilgreindur ákveðinn tími sem þarf að líða milli meðferða, en ráðlagt er að nota Lyngonia ekki oftar en 5 sinnum yfir árið. Ef þörf er á að nota Lyngonia oftar eða til lengri tíma, er ráðlagt að það sé gert í samráði við lækni.

Er Lyngonia öflugra en trönuberjahylki?

Lyngonia er skráð og viðurkennt jurtalyf til meðferðar á endurteknum þvagfærasýkingum hjá konum. Evrópskar Lyfjastofnanir hafa ekki samþykkt trönuber sem lyf til meðferðar á þvagfærasýkingum.

Er Lyngonia notað sem fyrirbyggjandi eða sem meðferð þegar sýking er komin upp?

Lyngonia er tekið inn þegar fyrstu einkenna verður vart og því fyrr því betra. Lyngonia er ekki hugsað sem fyrirbyggjandi meðferð og ekki er ráðlagt er að taka jurtalyfið lengur en eina viku í senn án samráðs við lækni.

Ef kona veit fyrir víst að við ákveðnar aðstæður er hún líkleg til að fá þvagfærasýkingu þá væri hægt að taka Lyngonia áður, en hafa ber í huga að Lyngonia má aðeins nota í 1 viku í senn.

Hvað er æskilegt að taka Lyngonia lengi?

Mælt er með því að taka Lyngonia þar til einkennin eru horfin, þó ekki lengur en 7 daga í senn. Almennt eru konur að taka lyfið í 4-7 daga.

Kvensjúkdómar

Algengar spurningar um Rosonia

september 30, 2021

Hver er munurinn á Rosonia Foam og Rosonia VagiCaps?

Rosonia Foam er froða sem borin er á ytra kynfærasvæðið þegar upp koma óþægindi, s.s. kláði, sviði erting, bólgur eða sár. Ástæðan getur verið af mörgum toga s.s. sveppasýking, ójafnvægi í pH gildi, vegna efna í umhverfinu, sæðis, blæðinga, núnings við fatnað eða íþróttaiðkunar, svo eitthvað sé nefnt. Froðan hefur viðurkennda virkni og vinnur gegn vægum sýkingum, verndar húðina gegn endurteknum sýkingum, veitir raka og byggir upp heilbrigða húð. Hentar vel fyrir og eftir fæðingu.

Rosonia VagiCaps eru lítil hylki sem sett eru í leggöng. Hylkin hafa viðurkennda virkni og veita fljótvirka og staðbundna meðferð við óþægindum, s.s. sviða, kláða, særindum og óeðlilegri útferð, ásamt því að stuðla að náttúrulegri flóru legganga. Hylki er sett upp í leggöng fyrir svefn í eina viku, eða eftir þörfum.

Hvaða merkingu hefur að vara hafi viðurkennda virkni?

Þegar vara hefur farið í gegnum margar prófanir og niðurstöður klínískra rannsókna sýna að um áhrifaríka meðferð er að ræða, þá er talað um viðurkennda virkni. Klínískar rannsóknir hafa sýnt fram á að Rosonia Foam og Rosonia VagiCaps veita áhrifaríka meðferð við óþægindum, sviða og særindum á ytra kynfærasvæði og í leggöngum.

Má nota Rosonia vörurnar á meðgöngu og eftir fæðingu?

Óhætt er að nota Rosonia froðuna á meðgöngu og eftir fæðingu. Froðan er einstaklega vel til þess fallin að undirbúa viðkvæmt svæðið undir fæðinguna, þar sem skógarstokkrósin eykur teygjanleika húðarinnar t.d. á spangarsvæðinu. Froðan er einnig mjög græðandi og hjálpar þannig húðinni að jafna sig eftir fæðinguna. Mælt er með því að konur ráðfæri sig við lækni eða ljósmóður fyrir notkun á Rosonia VagiCaps á meðgöngu, þar sem sú meðferð felur í sér innsetningu í leggöng.

Má nota Rosonia vörurnar á börn?

Notkun Rosonia á börnum hefur ekki verið rannsökuð og því er aðeins hægt að fullyrða um notkun hennar á fullorðnum einstaklingum, eldri en 18 ára.

Það er hinsvegar ekkert sem bendir til þess að Rosonia sé skaðleg börnum og því er mælt með því að einstaklingar ráðfæri sig við lækni eða annað heilbrigðismenntað starfsfólk áður en ákvörðun er tekin, um að nota vöruna á annan máta en ráðlagt er í fylgiseðli.

Innihalda Rosonia Foam og Rosonia VagiCaps hormón?

Hvorki Rosonia Foam, né Rosonia VagiCaps innihalda hormón. Báðar vörurnar stuðla að heilbrigðri slímhúð, veita raka og lina óþægindi á kynfærasvæðinu. Rosonia Foam hentar ytri kynfærum, en Rosonia VagiCaps eru hylki sem sett eru inn í leggöng.

Má nota Rosonia VagiCaps hylkin á meðan blæðingum stendur?

Rosonia VagiCaps hentar mjög vel þeim konum sem upplifa óþægindi í kringum blæðingar. Vegna breytinga á sýrustigi (pH-gildi) legganganna fyrir blæðingar er eðlilegt að upplifa óþægindi einhverjum dögum fyrir og því er kjörið að nota Rosonia VagiCaps í 2-3 daga fyrir blæðingar. Einnig getur tíðablóð raskað jafnvægi sýrustigsins sem orsakar óþægindi einhverja daga eftir blæðingar og er þá Rosonia  VagiCaps notað daglega þar til einkenni eru horfin. Samtímis má nota Rosonia Foam ef óþægindi eins og kláði, sviði og erting koma fram á ytri kynfærum.

Hvað má nota RosoniaVagiCaps lengi í einu?

Almennt er ráðlagt að nota Rosonia VagiCaps hylkin samfellt í 7-10 daga til þess að vinna á sýkingu eða öðrum óþægindum. Einnig má nota Rosonia hylkin eftir þörfum, t.d. ef ójafnvægi skapast í pH-gildi leggangana. Slíkt ójafnvægi má lesa um í fjölmörgum pistlum á Florealis.is, en ójafnvægi í pH-gildi getur orsakast innan tíðahringsins, við blæðingar, eftir sund, við samfarir, í tengslum við inntöku sýklalyfja, notkun á tíðavörum s.s. túrtappa eða dömubinda, notkun á smokkum eða sleipiefni í kynlífi, ertingu vegna sæðis.

Er algengt að upplifa sviða eða bruna þegar Rosonia foam er notuð?

Sumar konur upplifa sviða eða kælitilfinningu þegar Rosonia froðan er borin á kynfærasvæðið. Tilfinningin líður fljótt hjá og er eðlileg þar sem svæðið er viðkvæmt. Allar upplýsingar er að finna í fylgiseðli sem og á heimasíðu Florealis.

Má ég nota Rosonia VagiCaps ef ég er á NuvaRing?

Rosonia VagiCaps hefur engar þekktar milliverkanir við lyf og því er óhætt að nota Rosonia hylkin samhliða NuvaRing. Það er þó mikilvægt að hafa í huga að þar sem hylkin eru sett upp í leggöng er sú hætta fyrir hendi að hringurinn geti brotnað þegar hylkinu er komið fyrir. Það eru þó afar litlar líkur á að slíkt gerist þar sem Rosonia hylkin eru lítil og mjúk, ólíkt t.d. sveppalyfjum til notkunar í leggöng. Til að minnka líkurnar þá mælum við með að setja hylkin varlega upp í leggöng. Ef það gerist að hringurinn brotnar eða rennur út þá eru nákvæmar leiðbeiningar í fylgiseðli NuvaRing hvernig á að bregðast við.

Þarf að þvo Rosonia froðuna af?

Rosonia froðan skal borin á ytri kynfærin og hana þarf ekki að þvo af.

Kvensjúkdómar

Algengar spurningar um Smaronia

september 30, 2021

Hvað gerir Smaronia?

Smaronia er náttúrulegt gel í leggöng sem hlotið hefur viðurkennda virkni sem lækningavara. Gelið inniheldur hýalúrónsýru sem veitir góðan raka og rauðsmára (e. red clover) sem stuðlar að þykkari legslímhúð og eykur teygjanleika hennar. Auk þessa eru í gelinu efnasambönd sem mynda varnarhjúp sem viðheldur náttúrulegum raka í slímúð legganga ásamt því að veita vörn gegn ertandi efnum og örverum. Þannig myndar Smaronia kjöraðstæður fyrir slímhúðina að endurnýja sig og viðhalda heilbrigði legganga.

Hvaða merkingu hefur að vara hafi viðurkennda virkni?

Þegar vara hefur farið í gegnum margar prófanir og niðurstöður klínískra rannsókna sýna að um áhrifaríka meðferð er að ræða, þá er talað um viðurkennda virkni. Klínískar rannsóknir hafa sýnt fram á að Smaronia er áhrifarík meðferð við þurrki, sviða og særindum í leggöngum, sem stafa af þynnri og/eða þurri legslímhúð, en slíkt getur gert hana viðkvæmari fyrir ertandi efnum og sýklum úr umhverfinu og aukið tíðni sýkinga í leggöngum.

Hvenær upplifa konur þurrk í leggöngum eða slímhúðarrýrnun?

Leggangaþurrkur er oftast nær ekki áþreifanlegt vandamál, en getur verið undirliggjandi orsök tíðari sýkinga og óþæginda í leggöngum. Rýrnun á slímhúð og þurrkur eru bæði hliðarverkun tíðahvarfa og brjóstagjafar, en einnig aukaverkun fjölmargra lyfja, sem fæstar konur eru meðvitaðar um.

Kona sem fær tíðar sveppasýkingar eða önnur óþægindi í leggöng s.s. kláða, sviða eða sársauka við samfarir, getur verið að kljást við leggangaþurrk, án þess að vita af því. Mikilvægt er því að vinna með rót vandans þ.e. að styrkja slímhúðina í leggöngunum og koma þannig í veg fyrir endurteknar sýkingar. Smaronia stuðlar að kjöraðstæðum fyrir slímhúðina til að endurnýja sig og viðhalda heilbrigði legganga.

Hefur Smaronia svipaða verkun og Vagifem?

Smaronia er skráð sem lækningavara. Líkt og Vagifem þá er Smaronia ætlað við slímhúðarrýrnun í leggöngum sem á sér stað við tíðarhvörf, en að auki er Smaronia sérstaklega hannað við leggangaþurrki og óþægindum því tengdu fyrir konur á öllum aldri.

Er í lagi að nota Smaronia á meðgöngu?

Smaronia er talið öruggt til notkunar á meðgöngu og við brjóstagjöf. Þó er ávallt mælt með að allar meðferðir sem fela í sér innsetningu í leggöng á meðgöngu séu gerðar í samráði við lækni eða ljósmóður.

Jurtalyf

Staðreyndir um blöðrubólgu sem allar konur ættu að vita

júní 29, 2021

 Um 70% kvenna finna fyrir einkennum þvagfærasýkingar
einhvern tímann á lífsleiðinni (1).

Stór hluti kvenna þarf að glíma við endurteknar þvagfærasýkingar í gegnum ævina. Þær konur sem hafa upplifað sáran sviða við þvaglát og stöðuga þörf til að pissa vita að það er eitthvað sem þær gætu alveg hugsað sér að vera án. Allir geta fengið blöðrubólgu, en ef þú ert kona og stundar kynlíf aukast líkurnar á því að fá þvagfærasýkingu margfalt. Allar konur ættu því að þekkja einkennin vel, til þess að geta gripið snemma inn og aukið líkurnar á því að hægt sé að meðhöndla sýkinguna án sýklalyfja.

(meira…)

Kvensjúkdómar

Hvernig get ég dregið úr sársauka við kynlíf?

júní 1, 2021

Góðan daginn, ég upplifi stundum töluverðan sársauka þegar ég stunda kynlíf með manninum mínum. Þetta hefur ekki alltaf verið vandamál en er farið að gerast oftar undanfarið og er farið að hafa áhrif á sambandið. Er eitthvað sem ég get gert til að draga úr þessu?

(meira…)

Kvensjúkdómar

Er hægt að fá þurrk á píkuna?

júní 1, 2021

Ég er oft með þurra húð og mér finnst stundum eins og ég sé líka með þurra húð á píkunni. Mig klæjar stundum og svíður. Er hægt að fá þurra húð á píkuna og hvað er hægt að gera?

(meira…)

Kvensjúkdómar

Er útferð eðlileg?

júní 1, 2021

Ég fæ stundum svolitla útferð og mér finnst það óþægilegt, hvernig minnka ég þetta?

(meira…)

Kvensjúkdómar

Hvernig minnka ég vonda lykt af píkunni?

júní 1, 2021

Mér finnst stundum mjög vond lykt af píkunni minni, hvað er best að gera?

(meira…)

Kvensjúkdómar

Er eðlilegt að fá oft sveppasýkingu eftir blæðingar?

júní 1, 2021

Ég fæ mjög oft sveppasýkingu þegar ég fer á blæðingar og finnst það mjög þreytandi. Er það eðlilegt eða hvað get ég gert til að þetta minnki?

(meira…)

Kvensjúkdómar

Er eðlilegt að fá útbrot og litlar bólur á píkuna eftir rakstur?

júní 1, 2021

Ég fæ oft rauð útbrot og litlar bólur eftir að ég raka bikínísvæðið, er það eðlilegt?

(meira…)