Bólur myndast þegar fitukirtlarnir stíflast vegna umfram magns af fitu, dauðra húðfruma eða annarra óhreininda og aðkomu baktería sem veldur fílapenslum og bólum.

Margir þættir hafa áhrif á það hvort einstaklingur fær bólur og að sama skapi geta lifnaðarhættir haft mikið um það að segja hvort kvillinn lagast eða versnar.

Fjölmargar leiðir eru til meðferðar á bólum og er góð húðumhirða er þar fremst í flokki. Allir ættu að temja sér að hreinsa húð sína kvölds og morgna, sérstaklega þeir sem fá bólur auðveldlega.  

Húðrútínan ætti að samanstanda af þremur meginskrefum: hreinsun, meðferð og rakagjafa.

Morgunn

#1 Mikilvægt er að þvo andlit eftir svefninn, hreinsa hana með góðum hreinsivökva, sápu eða hreinsigeli.

#2 Gott er að bera á húðina sérstakt bólukrem sem vinnur á vandanum. Kremið er borið annað hvort sem svæðisbundin meðferð beint á bólur eða húðsvæði, eða á allt andlitið.

#3 Næst skal bera á andlitið nærandi og rakagefandi andlitskrem.

#4  Aðeins skal farða andlit með olíulausum andlitsfarða. Olíublandaðar húðvörur geta aukið húðvanda.

Kvöld

#1 Ef notaður er andlitsfarði skal ávallt byrja á því að hreinsa andlitið með þar til gerðum farðahreinsum.

#2 Þegar andlitið er orðið hreint skal það hreinsað með andlitshreinsi, sápu eða hreinsigeli.

#3 Bólukrem – svæðisbundin meðferð þar sem krem er borið beint á bólur eða húðsvæði, eða meðferð á allt andlit.

#4 Nærandi andlitskrem eða næturkrem

Önnur góð ráð:

  • Hreinsaðu andlit eða farðu í sturtu eftir æfingar
  • Haltu hárinu frá andlitinu
  • Skiptu um koddaver reglulega, að jafnaði 1x í viku
  • Forðastu þröngan höfuðfatnað sem liggur við bólusvæðið
  • Drekktu vatn
  • Minnkaðu streitu

Aleria er rakagefandi bólukrem sem nota má bæði sem svæðisbundin meðferð eða sem fyrirbyggjandi fyrir því að bakteríur geti myndað bólur. Kremið hefur viðurkennda virkni og má nota bæði á andlit og líkama. Aleria minnkar roða, bólgur og kláða ásamt því að veita góðan raka. Í alvarlegri tilfellum er Aleria góð viðbótarmeðferð með lyfjum. Kremið myndar varnarhimnu sem kemur í veg fyrir sýkingar sem eru þekktur fylgikvilli bóla. Hjúpurinn varðveitir einnig raka húðarinnar og ver viðkvæma húð fyrir ertandi efnum úr umhverfinu. Kremið róar húðina, mýkir og myndar kjöraðstæður fyrir húðina til að gróa og endurnýja sig.