Húðumhirða

Allt sem þú þarft að vita um bólur

nóvember 23, 2022
Bólur geta verið hvimleiðar

Bólur eru hvimleiður kvilli sem getur lagst á unga sem aldna, en unglingar á kynþroskaskeiði eru  líklegastir til þess að fá bólur. Bólur koma fram vegna breytinga í fitukirtlum húðarinnar og eru þær algengastar á þeim svæðum líkamans þar sem mikið er um fitukirtla s.s. í andliti, baki, bringu. Þegar kirtlarnir stíflast vegna umframmagns af fitu, dauðra húðfruma eða annarra óhreininda og geta bakteríur myndað sýkingu sem veldur bólum.

Mismunandi tegundir af bólum

Til eru mismunandi tegundir bólum eða húðkvillum sem orsakast af húðóhreinindum.

(meira…)
Húðumhirða

Hvernig virkar Aleria bólukremið?

apríl 1, 2022

Hvað er Aleria og hvernig virkar það?

Aleria er áhrifaríkt krem gegn bólum og húðóhreinindum á borð við fílapensla. Kremið minnkar roða, bólgur og kláða ásamt því að veita góðan raka. Kremið myndar varnarhimnu sem kemur í veg fyrir sýkingar sem eru þekktur fylgikvilli bóla.

Fyrir hvern er Aleria?

Aleria hentar vel fyrir fólk á öllum aldri. Oft tengir fólk bólur helst við unglinga en það er einnig vel þekkt að aukin streita, mataræði, blæðingar hjá konum og fleiri þættir geta orsakað bólur. Algengt er að bólur myndist á efri hluta líkamans en skv. rannsóknum virkar Aleria bæði vel á andlit og efri hluta líkamans, t.a.m. bak og bringusvæði.

(meira…)
Húðumhirða

Af hverju koma bólur undir andlitsgrímur?

nóvember 13, 2020

Andlitsgrímur eru mikilvægur hluti sóttvarna og geta dregið úr smiti á Covid-19 og öðrum smitsjúkdómum. Margir lenda þó í að fá bólur, ertingu og kláða í andlitið eftir mikla grímunotkun 1. Þetta hefur lengi verið þekkt á meðal heilbrigðisstarfsfólks en núna, þegar almenn grímunotkun er orðin algeng og jafnvel skylda, þá upplifa mun fleiri húðvandamál tengd andlitsgrímum.

(meira…)

Húðumhirða

Góð ráð við frunsum

desember 11, 2018

Þegar kólnar úti þá er algengt að fólk fái frunsu. Það er bæði hvimleitt og óþægilegt en gengur oftast yfir á nokkrum dögum. En hvað er hægt að gera til að losna hratt við frunsur og hvað er frunsa?

(meira…)