Húðumhirða

Besta húðrútínan til að losna við bólur

febrúar 15, 2023

Bólur myndast þegar fitukirtlarnir stíflast vegna umfram magns af fitu, dauðra húðfruma eða annarra óhreininda og aðkomu baktería sem veldur fílapenslum og bólum.

Margir þættir hafa áhrif á það hvort einstaklingur fær bólur og að sama skapi geta lifnaðarhættir haft mikið um það að segja hvort kvillinn lagast eða versnar.

Fjölmargar leiðir eru til meðferðar á bólum og er góð húðumhirða er þar fremst í flokki. Allir ættu að temja sér að hreinsa húð sína kvölds og morgna, sérstaklega þeir sem fá bólur auðveldlega.  

Húðrútínan ætti að samanstanda af þremur meginskrefum: hreinsun, meðferð og rakagjafa.

(meira…)
Húðumhirða

Allt sem þú þarft að vita um bólur

nóvember 23, 2022
Bólur geta verið hvimleiðar

Bólur eru hvimleiður kvilli sem getur lagst á unga sem aldna, en unglingar á kynþroskaskeiði eru  líklegastir til þess að fá bólur. Bólur koma fram vegna breytinga í fitukirtlum húðarinnar og eru þær algengastar á þeim svæðum líkamans þar sem mikið er um fitukirtla s.s. í andliti, baki, bringu. Þegar kirtlarnir stíflast vegna umframmagns af fitu, dauðra húðfruma eða annarra óhreininda og geta bakteríur myndað sýkingu sem veldur bólum.

Mismunandi tegundir af bólum

Til eru mismunandi tegundir bólum eða húðkvillum sem orsakast af húðóhreinindum.

(meira…)
Húðumhirða

Hvernig virkar Aleria?

október 6, 2022

Aleria er áhrifaríkt krem gegn bólum og húðóhreinindum á borð við fílapensla. Kremið minnkar roða, bólgur og kláða ásamt því að veita góðan raka. Kremið myndar varnarhimnu sem kemur í veg fyrir sýkingar sem eru þekktur fylgikvilli bóla.

(meira…)
Húðumhirða

Fullorðnir fá líka bólur!

maí 2, 2022

Mikið er rætt um unglingabólur en minni áhersla er á bólur fullorðinna. Unglingabólur eru í grunninn alveg eins og fullorðinsbólur. Aðal munurinn er að bólurnar eru líklegastar til að koma fram á “T svæðinu” hjá unglingum (nef, höku, enni) en fullorðinsbólur, sem koma vegna hormónaójafnvægis, eru líkegri til að koma fram í kringum höku, kjálka og munn.  Konur eru mun líklegri til að fá fullorðinsbólur en karlmenn og jafnvel sumar sem fengu aldrei unglingabólur fá bólur þegar þær eru orðnar fullorðnar.

(meira…)
Húðumhirða

Af hverju koma bólur undir andlitsgrímur?

nóvember 13, 2020

Andlitsgrímur eru mikilvægur hluti sóttvarna og geta dregið úr smiti á Covid-19 og öðrum smitsjúkdómum. Margir lenda þó í að fá bólur, ertingu og kláða í andlitið eftir mikla grímunotkun 1. Þetta hefur lengi verið þekkt á meðal heilbrigðisstarfsfólks en núna, þegar almenn grímunotkun er orðin algeng og jafnvel skylda, þá upplifa mun fleiri húðvandamál tengd andlitsgrímum.

(meira…)

Húðumhirða

Góð ráð við frunsum

desember 11, 2018

Þegar kólnar úti þá er algengt að fólk fái frunsu. Það er bæði hvimleitt og óþægilegt en gengur oftast yfir á nokkrum dögum. En hvað er hægt að gera til að losna hratt við frunsur og hvað er frunsa?

(meira…)