
Bólur myndast þegar fitukirtlarnir stíflast vegna umfram magns af fitu, dauðra húðfruma eða annarra óhreininda og aðkomu baktería sem veldur fílapenslum og bólum.
Margir þættir hafa áhrif á það hvort einstaklingur fær bólur og að sama skapi geta lifnaðarhættir haft mikið um það að segja hvort kvillinn lagast eða versnar.
Fjölmargar leiðir eru til meðferðar á bólum og er góð húðumhirða er þar fremst í flokki. Allir ættu að temja sér að hreinsa húð sína kvölds og morgna, sérstaklega þeir sem fá bólur auðveldlega.
Húðrútínan ætti að samanstanda af þremur meginskrefum: hreinsun, meðferð og rakagjafa.