Heilbrigðiskerfið

Hvað er sýklalyfjaónæmi?

nóvember 15, 2019

Sýklalyfjaónæmi er þegar bakteríur verða ónæmar fyrir sýklalyfjum. Þá duga lyfin ekki til að drepa bakteríurnar og þær geta valdið alvarlegum sýkingum óáreittar. Bakteríur búa yfir þeim eiginleika að geta aðlagað sig að umhverfinu. Ef sýklalyf eru að staðaldri í umhverfi þeirra geta þær þróað með sér varnir gegn lyfjunum. Það dugir að fáar bakteríur í hópnum læri að verjast sýklalyfjum því þær geta flutt upplýsingar um það á milli sín. Þannig getur ofnotkun á sýklalyfjum aukið líkurnar á því að bakteríurnar þrói með sér varnir og þá hætta lyfin að virka.

(meira…)

Heilbrigðiskerfið

Spjall um sögu og eiginleika jurtalyfja

október 24, 2018

Dr. Elsa S. Halldórsdóttir þróunarstjóri spjallaði við Sigmund Erni Rúnarsson í þættinum 21 á Hringbraut um sögu og eiginleika jurtalyfja. Fróðlegt og áhugavert viðtal:

Heilbrigðiskerfið

Skipta jurtalyf máli?

október 3, 2018

Í nokkurn tíma hefur Íslendingum verið tíðrætt um vanda heilbrigðiskerfisins og í hverri viku má finna fréttir af óánægðum notendum jafnt sem heilbrigðisstarfsmönnum. Rætt er um mönnunarvanda, skort á fjármagni, mikið álag á mörgum stofnunum og langan biðtíma. Umræðan hefur því miður verið á frekar neikvæðum nótum.

Í heilbrigðiskerfi sem er undir miklu álagi geta vægari sjúkdómar og einkenni fengið minni athygli en ella. Ef hægt er að hefja meðhöndlun fyrr er oft hægt að koma í veg fyrir að sjúkdómar vindi upp á sig og verði að alvarlegum sjúkdómum. Jurtalyf geta skipað mikilvægan sess þegar um vægari sjúkdóma er að ræða, sér í lagi þar sem algengi vægra sjúkdóma er að aukast og fólk leitar í enn meira mæli til sjálfsmeðhöndlunar.

(meira…)