Nú þegar kalt er í veðri og sólar nýtur lítið við, finna margir fyrir auknum liðverkjum. Sýnt hefur verið fram á að kalt veðurfar hefur marktæk áhrif á líf fólks með liðverki og því margir sem leita lausna með inntöku hefðbundinna verkjalyfja (1,2,3). Hvað er það sem gerir veturinn svona erfiðan tíma fyrir þá sem þjást af liðverkjum og hvernig er hægt að bæta úr því? Hér á eftir er að finna góð ráð til þess að bæta liðverki þegar kalt er í veðri. 

D-vítamín til að bæta liðverki

Vetri fylgir minni dagsbirta og sól, sem veldur minni framleiðslu D-vítamíns í líkamanum. Rannsóknir er þetta orð?hafa sýnt fram á að skortur á D-vítamíni eykur bólgulífmarka (e. inflammation biomarker) í líkamanum, sem eykur hættu á að fólk sem þjáist af liðverkjum fá aukna verki (4,5,6,7). Mælt er með því að taka ráðlagðan skammt af D-vítamíni.

Kuldi hefur áhrif á liðina

Fólk finnur almennt fyrir meiri verkjum og stirðleika í liðum í köldu umhverfi, þar sem minna blóðflæði rennur um liðina (2,3) og sýna rannsóknir fram á að aðeins 5°C lækkun á umhverfishita getur aukið bólgur um 24% (1). Því er nauðsynlegt að klæða sig vel og hafa hlýtt inni hjá sér. Heit sturta eða bað, getur líka dregið úr einkennum liðverkja.

Hreyfing bætir líðan og minnkar verki

Þegar kalt er úti eru eðlileg viðbrögð að halda kyrru fyrir og hreyfa sig sem minnst. Hins vegar leiðir skortur á hreyfingu til þess að liðir stífna og verkir aukast. Létt hreyfing, eins og ganga eða sund, getur komið í veg fyrir stífleika og því er mælt með reglulegri hreyfingu fyrir þá sem þjást af liðverkjum. Hinsvegar er ekki mælt með erfiðum æfingum í kulda og því gott að láta aðra sjá um snjómoksturinn! (8).

Þegar liðverkir eru farnir að hamla daglegu lífi getur þurft að grípa til lyfja. Með því að minnka bólgur í liðum, er dregið úr vöðvastífni og stirðleika sem einfaldar einstaklingum að hreyfa sig án verkja.

 

Hefðbundin verkjalyf við liðverkjum

Verkir vegna bólgusjúkdóma leggjast aðallega á liði í hnjám, olnbogum, úlnliðum og í baki. Við slíkum verkjum er gjarnan gripið til hefðbundinna verkjalyfja og er algengast að fólk taki svokölluð bólgueyðandi verkjalyf (NSAID). Þessum verkjalyfjum geta fylgt talsverðar aukaverkanir sem margir þola illa, t.d. í maga, hjarta og einnig geta þau haft áhrif á blóðstorku, svo dæmi séu tekin.

 

Jurtalyf við liðverkjum

Djöflakló er ein mest notaða lækningajurtin í Evrópu og hafa klínískar rannsóknir sýnt fram á að djöflakló hefur getu til að minnka bólgur og draga úr verkjum. Áralöng notkun jurtarinnar hefur einnig sýnt fram á örugga notkun við vægum gigtarverkjum (9,10).

Harpatinum

Harpatinum, sem framleitt er úr Djöflaklóarrót, er skráð jurtalyf og fæst án lyfseðils í öllum apótekum og er ætlað til langtíma notkunar. Milliverkanir við önnur lyf eru ekki þekktar og því er hægt að taka Harpatinum inn samhliða öðrum lyfjum. Lyfið er basískt og því kjörið fyrir fólk með meltingartruflanir sem oft eru fylgifiskur hefðbundinna verkjalyfja (11).  Góð reynsla hefur skapast hjá fólki sem þjáist af liðverkjum og sýna rannsóknir að bólgur og verkir minnka töluvert eftir samfellda notkun (9,10). Hafa skal í huga að virkni jurtalyfja eykst jafnt og þétt og næst hámarksvirkni eftir 2-4 vikur. Með minnkandi verkjum er hægt að draga úr notkun hefðbundinna verkjalyfja og samtímis auka hreyfingu, sem getur minnkað liðverki en frekar.

 

Mikilvægt er að þekkja muninn á viðurkenndum jurtalyfjum og bætiefnum, en jurtalyf hafa þekkta verkun sem sýnt hefur verið fram á með vísindalegum rannsóknum og er gæðaeftirlit við framleiðslu mun strangara en við framleiðslu á bætiefnum.

 

Höfundur: Daði Freyr Ingólfsson, lyfjafræðingur.

 

Heimildir:

  1. Halonen, J. I., Zanobetti, A., Sparrow, D., Vokonas, P. S., & Schwartz, J. (2010). Associations between outdoor temperature and markers of inflammation: a cohort study. Environmental health : a global access science source9, 42. doi:10.1186/1476-069X-9-42
  2. Zeng, P., Bengtsson, C., Klareskog, L., & Alfredsson, L. (2017). Working in cold environment and risk of developing rheumatoid arthritis: results from the Swedish EIRA case-control study. RMD open3(2), e000488. doi:10.1136/rmdopen-2017-000488
  3. Fernandes, E. S., Russell, F. A., Alawi, K. M., Sand, C., Liang, L., Salamon, R., … Brain, S. D. (2016). Environmental cold exposure increases blood flow and affects pain sensitivity in the knee joints of CFA-induced arthritic mice in a TRPA1-dependent manner. Arthritis research & therapy18, 7. doi:10.1186/s13075-015-0905-x
  4. Meena, N., Singh Chawla, S. P., Garg, R., Batta, A., & Kaur, S. (2018). Assessment of Vitamin D in Rheumatoid Arthritis and Its Correlation with Disease Activity. Journal of natural science, biology, and medicine9(1), 54–58. doi:10.4103/jnsbm.JNSBM_128_17
  5. Laslett LL, Quinn S, Burgess JR, et al Moderate vitamin D deficiency is associated with changes in knee and hip pain in older adults: a 5-year longitudinal studyAnnals of the Rheumatic Diseases 2014;73:697-703.
  6. Oliveira, C., Biddulph, J. P., Hirani, V., & Schneider, I. (2017). Vitamin D and inflammatory markers: cross-sectional analyses using data from the English Longitudinal Study of Ageing (ELSA). Journal of nutritional science6, e1. doi:10.1017/jns.2016.37
  7. Chandrashekara, S. and Patted, A. (2017), Role of vitamin D supplementation in improving disease activity in rheumatoid arthritis: An exploratory study. Int J Rheum Dis, 20: 825-831. doi:1111/1756-185X.12770
  8. Susko, A. M., & Fitzgerald, G. K. (2013). The pain-relieving qualities of exercise in knee osteoarthritis. Open access rheumatology : research and reviews5, 81–91. doi:10.2147/OARRR.S53974
  9. Ribbat JM, Schakau D. (2001). Behandlung chronisch aktivierter Schmerzen am Bewegungsapparat. Natura Med, 16:23-30
  10. Schendel U.M. (2001). Arthrose-Therapie: Verträglich geht es auch. Studie mit Teufelskrallenextrakt . Der Kassenarzt, 29/30:36-39
  11. Community herbal monograph on Harpagophytum procumbens DC. and/or Harpagophytum zeyheri Decne, Haseeb et al. (2017). J Orthop Res. 35(2): 311–320. doi:10.1002/jor.23262.