Jurtalyf

Það er hægt að fyrirbyggja mígreni!

september 28, 2021

Samtök amerískra taugækna og Amerísku höfuðverkjasamtökin mæla með notkun á jurtinni glitbrá til að fyrirbyggja mígreni. Niðurstöður klínískra rannsókna á glitbrá benda til þess að reglubundin notkun geti fækkað mígrenisköstum, ásamt því geta köstin orðið vægari og styttri.

(meira…)
Verkir og bólgur

Fimm leiðir til að draga úr liðverkjum

mars 18, 2020

Verkir í liðum eru á meðal algengustu vandamála stoðkerfisins. Verkir geta komið fram í öllum liðum svo sem í hnjám, ökklum, mjöðmum og fingrum. Í sumum tilfellum vara verkirnir í skamman tíma en þegar liðirnir eru orðnir varanlega hnjaskaðir þá geta þeir varað í lengri tíma og erfitt getur reynst að meðhöndla þá. Hafi verkir varað lengur en þrjá mánuði er talað um langvinna verki.

Liðverkir eru mjög hvimleiðir og hamlandi, en mikilvægt er að reyna að hreyfa sig eins og mögulegt er og skiptir þar mestu að stunda létta hreyfingu og draga úr álagi á liðina, til dæmis með því að styrkja vöðvana í kring. Hér eru fimm almenn atriði sem allir geta tileinkað sér til að draga mögulega úr verkjum og stuðla þannig að bættum lífsgæðum.

(meira…)

Verkir og bólgur

Getur verið að þú sért með mígreni?

mars 6, 2020

Mígreni er ein helsta ástæða þess að fólk missir úr vinnu, skóla og félagslegum viðburðum og getur því haft mikil áhrif á lífsgæði einstaklinga sem og fjölskyldur þeirra. Mígreni er mjög algengt, en talið er að um einn af hverjum tíu einstaklingum þjáist af mígreni.

(meira…)

Verkir og bólgur

Góð ráð til að bæta liðverki í kulda

febrúar 3, 2020

Nú þegar kalt er í veðri og sólar nýtur lítið við, finna margir fyrir auknum liðverkjum. Sýnt hefur verið fram á að kalt veðurfar hefur marktæk áhrif á líf fólks með liðverki og því margir sem leita lausna með inntöku hefðbundinna verkjalyfja (1,2,3). Hvað er það sem gerir veturinn svona erfiðan tíma fyrir þá sem þjást af liðverkjum og hvernig er hægt að bæta úr því? Hér á eftir er að finna góð ráð til þess að bæta liðverki þegar kalt er í veðri. 

(meira…)

Verkir og bólgur

Liðverkir, hlaup og hreyfing

ágúst 27, 2019

Liðverki þekkja flestir en orsakir verkjanna geta verið margar og mismunandi. Tímabundnir liðverkir geta komið fram vegna líkamlegs álags (t.d. hreyfing) eða vegna áverka (t.d. högg á liði). Langvinnir liðverkir eru oft vegna varanlegs slits í liðum, bólgu eða gigtar. Talað er um langvinna liðverki þegar þeir hafa varið lengur en þrjá mánuði. Sé það raunin er æskilegt að láta skoða vandamálið nánar til að fá viðeigandi ráðleggingar.

(meira…)

Verkir og bólgur

Mígreni 101

apríl 5, 2019

Mígreni er eitt algengasta heilsufarsvandamál í heimi. Það er ein helsta ástæða vinnutaps hjá fólki en sumir missa allt að 3-5 daga úr vinnu á mánuði vegna mígrenis. Á sama tíma þá er ekki alltaf skilningur fyrir þessu ástandi sem getur bæði haft áhrif á lífsgæði fólks og árangur í starfi. Hér kemur fyrsti pistillinn í pistlaröðinni okkar um mígreni sem er unnin í tengslum við Glitinum, viðurkennt jurtalyf sem fyrirbyggir mígreni.

mígreni glitinum

(meira…)

Verkir og bólgur

Djöflakló (harpagophytum procumbens)

maí 3, 2018

Saga notkunar

Djöflakló (Harpagophytum procumbens) er ættuð frá suður- og suðvestur-Afríku og hefur verið notuð þar af innfæddum við meltingartruflunum, sem hægðalosandi, við blóðkvillum, hitastillandi, verkjastillandi sem og við sárameðferð. Fyrstu notkun plöntunnar í hinum vestræna heimi má rekja til upphafs 20. aldar en hún fór að verða algengari í Evrópu um miðja 20. öldina.

Vísindamenn uppgötvuðu fljótt virkni plöntunnar gegn gigt og á áttunda áratugnum annaði framboð ekki eftirspurn. Nafn sitt dregur jurtin af göddum ávaxtarins sem festir sig við klær dýra og getur valdið skaða þegar dýrið reynir að losa sig við hann. Efri hluti rótarhnýðis er notaður við lyfjagerð. Enskt heiti jurtarinnar er devil’s claw.

 

Viðurkennd notkun a. Við vægum gigtarverkjum.
b. Meltingarfæraóþægindum eins og uppþembu og lystarleysi.
Notkun lyfsins er háð því hvernig það er unnið úr plöntunni.
Aukaverkanir Óþægindi frá meltingarvegi: niðurgangur, ógleði, uppköst, magaverkur.
Einkenni frá miðtaugakerfi: höfuðverkur og svimi.
Húðeinkenni: ofnæmisviðbrögð.
Meðganga og brjóstagjöf Ekki er mælt með því að taka lyfið á meðgöngu eða með barn á brjósti.
Milliverkanir Engar þekktar.
Varúðarorð Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 18 ára.
Ef gigtverkjum fylgja bólgur í liðum, roði eða hiti er mælt með að hafa samband við lækni.
Sjúklingar með maga- eða skeifugarnarsár ættu ekki að nota djöflakló. Einnig ættu sjúklingar með hjarta- og æðasjúkdóma að gæta sérstakrar varúðar þegar djöflakló er notuð.
Ofskömmtun Engin skráð tilfelli.

 

Klínískar rannsóknir

Djöflakló hefur talsvert verið rannsökuð og hafa verið gerðar yfir 20 klínískar rannsóknir á henni. Flestar rannsóknir hafa kannað virkni jurtarinnar á gigt og mjóbaksverki. Niðurstöður sýna að jurtin er áhrifameiri en lyfleysa en mælt er með frekari rannsóknum til að ákvarða réttar skammtastærðir sem og hvert sé í raun virka innihaldsefnið.

 

Heimildir:

Pharmaceutical Press Editorial Team. 2013. Herbal Medicines, 4th Edition. Pharmaceutical Press, London, UK

Lyfjaforskrift Evrópsku lyfjamálastofnunarinnar

Matsskýrsla Evrópsku lyfjamálastofnunarinnar