Samtök amerískra taugækna og Amerísku höfuðverkjasamtökin mæla með notkun á jurtinni glitbrá til að fyrirbyggja mígreni. Niðurstöður klínískra rannsókna á glitbrá benda til þess að reglubundin notkun geti fækkað mígrenisköstum, ásamt því geta köstin orðið vægari og styttri.

Mígreni getur haft mikil áhrif á lífsgæði einstaklinga sem og fjölskyldur þeirra. Þessu fylgir að auki mikill kostnaður fyrir samfélagið í heild sinni. Engin lækning er til við mígreni og það sem hefur verið í boði er annars vegar að taka lyf þegar mígrenisköstin koma og hins vegar að nota lyfseðilsskyld lyf til að fyrirbyggja alvarlegt mígreni. Auk þess reynir fólk ýmsar leiðir til að forðast þau áreiti sem getur komið kasti af stað.

Mígreni stórlega vangreint

Mígreni er flókinn taugasjúkdómur sem skerðir lífsgæði fólks verulega og köstin eru oft það slæm að fólk þarf að vera rúmliggjandi á meðan á mígreninu stendur.  Mígreni er ein helsta ástæða þess að fólk missir úr vinnu, skóla og félagslegum viðburðum og getur því haft mikil áhrif á lífsgæði einstaklinga sem og fjölskyldur þeirra. Mígreni er mjög algengt, en talið er að um einn af hverjum tíu einstaklingum þjáist af mígreni og er langalgengast hjá konum á aldrinum 18-45 ára en talið er að 20-25% kvenna á þessum aldri séu með mígreni. Því miður er mígreni stórlega vangreint, sem er áhyggjuefni, því mígreni eykur líkur á alvarlegum sjúkdómum eins og heilablóðfalli og hjartaáföllum. Auk þess eru meiri líkur á að fólk með mígreni þurfi að kljást við þunglyndi og kvíða.

Hver eru einkenni mígrenis?

Mígreni einkennist af slæmum höfuðverkjaköstum en hvert kast varir oft í nokkrar klukkustundir og í verstu tilvikunum getur það staðið yfir í nokkra daga. Algeng einkenni eru t.d. stingandi sársauki, oftast í öðrum helming höfuðsins, meltingaróþægindi t.d. ógleði og uppköst, og mikil ljós- og hljóðfælni. Sumir fá fyrirboðaeinkenni, svokallaða áru, við upphaf eða samhliða mígrenisköstum. Þetta geta t.d. verið sjóntruflanir, máltruflanir og doði í andliti eða höndum. Fjöldi og alvarleiki mígreniskasta er mjög mismunandi en algengt er að fólk fái um 1-2 köst á mánuði.

Hvað veldur mígreni?

Enginn veit fyrir víst hvað veldur mígreni, en líklega stafar sjúkdómurinn af truflunum í tauga- og æðakerfi. Samkvæmt núverandi tilgátu veldur efnaójafnvægi í heilanum taugaspennu sem breiðist yfir stærra svæði, yfirleitt bara í öðru heilahvelinu. Þetta ferli virkjar sársaukanema í heilanum sem leiðir til losunar á bólgumiðlum. Bólgumiðlarnir valda svo frekari sársauka og þannig myndast vítahringur sem viðheldur kastinu.Mígreni er arfgengur sjúkdómur og mikill meirihluti þeirra sem eru með mígreni hafa fjölskyldusögu um sjúkdóminn.

Mígreni getur haft mikil áhrif á lífsgæði einstaklinga sem og fjölskyldur þeirra. Þessu fylgir að auki mikill kostnaður fyrir samfélagið í heild sinni. Engin lækning er til við mígreni og það sem hefur verið í boði er annars vegar að taka lyf þegar mígrenisköstin koma og hins vegar að nota lyfseðilsskyld lyf til að fyrirbyggja alvarlegt mígreni. Auk þess reynir fólk ýmsar leiðir til að forðast þau áreiti sem getur komið kasti af stað.

Fyrsta viðurkennda jurtalyfið sem fyrirbyggt getur mígreni

Jurtalyfið Glitinum sem inniheldur jurtina glitbrá (e. feverfew), er fyrsta og eina viðurkennda meðferðin til að fyrirbyggja mígreni sem fæst án lyfseðils. Glitinum fæst í öllum apótekum og hefur skráða örugga notkun í yfir 40 ár. Það þýðir að töluverð reynsla er komin á notkun lyfsins með góðum árangri. Lyfið getur bæði fækkað mígreniköstum og gert þau vægari.

Gagnlegar upplýsingar
Glitinum er jurtalyf sem hefð er fyrir til að fyrirbyggja mígreni eftir að alvarleg veikindi hafa verið útilokuð af lækni. Tilgreinda ábendingin fyrir notkun þess er eingöngu byggð á langri sögu um notkun lyfsins. Notkun: 1 hylki á dag. Ekki ætlað yngri en 18 ára, þunguðum konum eða konum með barn á brjósti. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðil fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is og www.florealis.is/glitinum.