Jurtalyf

Staðreyndir um blöðrubólgu sem allar konur ættu að vita

janúar 25, 2023

 Um 70% kvenna finna fyrir einkennum þvagfærasýkingar
einhvern tímann á lífsleiðinni (1).

Stór hluti kvenna þarf að glíma við endurteknar þvagfærasýkingar í gegnum ævina. Þær konur sem hafa upplifað sáran sviða við þvaglát og stöðuga þörf til að pissa vita að það er eitthvað sem þær gætu alveg hugsað sér að vera án. Allir geta fengið blöðrubólgu, en ef þú ert kona og stundar kynlíf aukast líkurnar á því að fá þvagfærasýkingu margfalt. Allar konur ættu því að þekkja einkennin vel, til þess að geta gripið snemma inn og aukið líkurnar á því að hægt sé að meðhöndla sýkinguna án sýklalyfja.

(meira…)

Hugur

Vítahringur kvíða og svefntruflana á breytingaskeiðinu

apríl 29, 2022

Svefntruflanir eru vel þekktar hjá konum á árunum og mánuðunum fyrir tíðahvörf, á sjálfu breytingaskeiðinu og eftir tíðahvörf. Rannsóknir á alþjóðavísu sýna að allt að 63% kvenna um og eftir tíðahvörf finna fyrir svefntruflunum. Í íslenskri rannsókn þar sem 690 fimmtugar konur tóku þátt voru svefntruflanir og þreyta algengustu einkennin. Oftar en einu sinni í viku áttu 23% kvennanna erfitt með að sofna á kvöldin, 48% vöknuðu upp á næturnar og 34% vöknuðu of snemma á morgnanna. Þreyta (53%) og syfja (50%) voru því algeng einkenni sem konur upplifðu að degi til. Konur í rannsókninni sem fengu hitakóf voru líklegri til að upplifa svefntruflanir.

(meira…)
Jurtalyf

61% kvenna með þvagfærasýkingu náðu fullum bata með Lyngonia*

desember 27, 2021

Klínísk rannsókn sem birt var fyrr á þessu ári sýndi að 61% kvenna náðu fullum bata af þvagfærasýkingum með Lyngonia* í stað meðferðar með sýklalyfjum. Rannsóknin markar tímamót þar sem sýklalyfjaónæmi ógnar verulega heilbrigði okkar og er mikið kapp lagt á að finna önnur meðferðarúrræði. Lyngonia er eina lausasölulyfið fáanlegt við endurteknum þvagfærasýkingum hjá konum. 

(meira…)
Jurtalyf

Það er hægt að fyrirbyggja mígreni!

september 28, 2021

Samtök amerískra taugækna og Amerísku höfuðverkjasamtökin mæla með notkun á jurtinni glitbrá til að fyrirbyggja mígreni. Niðurstöður klínískra rannsókna á glitbrá benda til þess að reglubundin notkun geti fækkað mígrenisköstum, ásamt því geta köstin orðið vægari og styttri.

(meira…)
Jurtalyf

Hvað er jurtalyf?

júní 9, 2021

Fólk hefur frá örófi alda leitað til náttúrunnar sér til lækninga. Þegar fyrstu hefðbundnu lyfin komu á markað, fyrir um hundrað árum, voru um að ræða efni sem einangruð voru úr plöntum. Síðar tóku efnasmíðuð lyf við af jurtalyfjum. Síðastliðin ár má þó segja að áhugi Vesturlandabúa á jurtalyfjum og náttúruvörum hafi gengið í endurnýjun lífdaga og ber gífurlegt framboð þeirra í verslunum og apótekum þess vitni.

(meira…)

Jurtalyf

Jurtir og jólahefðir

desember 21, 2018

Jólin eru tími hefða. Tíminn þar sem margir rifja upp gamlar minningar og njóta þess að vera saman. Sumir skapa sínar eigin hefðir á meðan aðrir halda fast í gamla siði sem sumir hverjir eru aldagamlir. Sígrænar jurtir og aðrar plöntur hafa lengi verið órjúfanlegur hluti af jólahátíðinni. Margar þeirra eiga sér langa sögu sem rekja má aftur til vetrarsólstöðuhátíðar heiðinna manna. Þetta eru sígrænar plöntur á borð við greni og mistiltein. Aðrar vinsælar jólajurtir eiga sér styttri sögu sem hátíðarblóm en njóta samt mikilla vinsælda og má þar nefna jólastjörnu sem dæmi.

Hér er að finna skemmtilega fróðleiksmola um nokkrar jurtir og jólahefðirnar í kringum þær.

Mynd: Jez Timms á Unsplash

(meira…)

Heilbrigðiskerfið

Spjall um sögu og eiginleika jurtalyfja

október 24, 2018

Dr. Elsa S. Halldórsdóttir þróunarstjóri spjallaði við Sigmund Erni Rúnarsson í þættinum 21 á Hringbraut um sögu og eiginleika jurtalyfja. Fróðlegt og áhugavert viðtal:

Heilbrigðiskerfið

Skipta jurtalyf máli?

október 3, 2018

Í nokkurn tíma hefur Íslendingum verið tíðrætt um vanda heilbrigðiskerfisins og í hverri viku má finna fréttir af óánægðum notendum jafnt sem heilbrigðisstarfsmönnum. Rætt er um mönnunarvanda, skort á fjármagni, mikið álag á mörgum stofnunum og langan biðtíma. Umræðan hefur því miður verið á frekar neikvæðum nótum.

Í heilbrigðiskerfi sem er undir miklu álagi geta vægari sjúkdómar og einkenni fengið minni athygli en ella. Ef hægt er að hefja meðhöndlun fyrr er oft hægt að koma í veg fyrir að sjúkdómar vindi upp á sig og verði að alvarlegum sjúkdómum. Jurtalyf geta skipað mikilvægan sess þegar um vægari sjúkdóma er að ræða, sér í lagi þar sem algengi vægra sjúkdóma er að aukast og fólk leitar í enn meira mæli til sjálfsmeðhöndlunar.

(meira…)

Jurtalyf

Garðabrúða við kvíða og svefntruflunum

ágúst 13, 2018

Í Grimms-ævintýrum er fræg sagan af stúlkunni Garðabrúðu sem hlaut þau grimmilegu örlög að vera gefin af foreldrum sínum grimmri norn sem lokaði hana inni í háum turni þar sem hún fékk ekki að hitta neinn. Móðir stúlkunnar var svo sólgin í jurtina garðabrúðu á meðgöngunni að hún sendi föðurinn í garð nornarinnar til að sækja knippi. Hann var staðinn að verki og lofaði norninni að hún mætti eiga ófædda barnið ef hann bara mætti taka svolítið af garðabrúðu handa konu sinni. Það hefur sennilega verið dýrasta verð í sögunni fyrir lækningajurtir.

Garðabrúða er fáanleg á Íslandi  undir heitinu Sefitude en það er viðurkennt jurtalyf unnið úr rót garðabrúðu og er ætlað til að draga úr vægum kvíða og svefntruflunum. Lyfið er fáanlegt án lyfseðils í öllum helstu apótekum og er mikið notað af fólki sem á erfitt með svefn.Garðabrúða (valeriana officinalis) (meira…)