Andlitsgrímur eru mikilvægur hluti sóttvarna og geta dregið úr smiti á Covid-19 og öðrum smitsjúkdómum. Margir lenda þó í að fá bólur, ertingu og kláða í andlitið eftir mikla grímunotkun 1. Þetta hefur lengi verið þekkt á meðal heilbrigðisstarfsfólks en núna, þegar almenn grímunotkun er orðin algeng og jafnvel skylda, þá upplifa mun fleiri húðvandamál tengd andlitsgrímum.

Þetta á sérstaklega við um þá sem þurfa að nota grímur stóran hluta dags eins og til dæmis kennarar og nemendur, starfsfólk verslana og heilbrigðisstarfsfólk. Bólur vegna grímunotkunar er nú orðið svo algengt vandamál að það er komið sérstakt heiti yfir það á ensku, ,,maskne” sem þýða mætti sem grímubólur á íslensku2. Bólurnar koma helst fram á kinnum, höku og í kringum nef og munn3. Það getur verið snúið að eiga við þetta vandamál því það er ekki hægt að hætta að nota andlitsgrímur þó svo að fram komi bólur og útbrot því grímurnar eru mikilvægur hluti sóttvarna. Séu bólurnar mjög miklar eða útbrotin slæm er rétt að leita til læknis.

Grímubólur eru algengt vandamál

Andlitsgrímur eiga að sitja þétt að andlitinu og ná yfir stóran hluta þess 4. Núningur grímunnar við húðina getur valdið ertingu og útbrotum en hitinn og rakinn sem safnast undir grímuna myndar kjöraðstæður fyrir bakteríur2. Bakteríuvöxtur í húðinni er algeng ástæða bóluvandamála. Hægt er að hemja bakteríuvöxtinn, og þar með bólurnar, með því að þvo andlitið reglulega og nota krem sem hemur bakteríuvöxt, myndar vörn gegn þeim og viðheldur heilbrigði húðar. Þá er líka mikilvægt að skipta reglulega um grímu og taka grímuhvíld annað slagið yfir daginn.  Grímuna á eingöngu að taka niður á öruggu svæði eins og utandyra, í einrúmi eða inni á eigin heimili. Séu margnota grímur notaðar er mikilvægt að þvo þær daglega og huga vel að hreinlæti. Helstu ráð við grímubólum eru að þvo sér reglulega um andlitið, nota milt rakakrem, sleppa andlitsfarða og nota mild þvottaefni til að þrífa grímurnar.

Bakteríuhemjandi bólukrem

Aleria er áhrifaríkt bólukrem sem að dregur hratt úr bólgu og roða og myndar bakeríuhemjandi varnarhimnu á húðinni. Varnarhimnan ver húðina fyrir sýkingum og ertandi efnum í umhverfinu. Aleria er olíulaust krem sem fer fljótt inn í húðina og hentar því vel undir grímur, bæði til að fyrirbyggja bólur og til að meðhöndla þær. Kremið er mjög rakagefandi því það inniheldur aloe vera og hýalúrónsýru sem saman róa húðina, mýkja hana og mynda kjöraðstæður fyrir húðina til að gróa. Bakteríuhemjandi virkni Aleria kemur frá efninu TIAB sem hefur sannreynda örverudrepandi virkni. Aleria er margprófað krem og hefur árangur þess verið staðfestur í bæði klínískum og forklínískum rannsóknum. Aleria fæst í apótekum um allt land.

 

Gagnlegar upplýsingar

Áður en kremið er borið á er mikilvægt að þvo hendur og húð og þurrka vel. Þunnt lag af kreminu er borið á viðkomandi svæði tvisvar á dag þar til að náðst hefur fullur bati. Kremið inniheldur hvorki ilmefni né paraben og er vegan.

 

Heimildir:

  1. Techasatian, L et. al. (2020). The Effects of the Face Mask on the Skin Underneath: A Prospective Survey During the COVID-19 Pandemic. Sótt þann 10. Nóvember 2020.
  2. Gomolin, T.A., Cline, A. & Russo, M. (2020). Maskne: Exacerbation or Eruption of Acne During the COVID-19 Pandemic. Skin: 4(5): 438-439
  3. Northwestern Medicine (2020). Breakouts from masks. Sótt þann 10. Nóvember 2020.
  4. WHO (2020). How to wear a fabric mask?. Sótt þann 10. Nóvember 2020.