Bólur geta verið hvimleiðar

Bólur eru hvimleiður kvilli sem getur lagst á unga sem aldna, en unglingar á kynþroskaskeiði eru  líklegastir til þess að fá bólur. Bólur koma fram vegna breytinga í fitukirtlum húðarinnar og eru þær algengastar á þeim svæðum líkamans þar sem mikið er um fitukirtla s.s. í andliti, baki, bringu. Þegar kirtlarnir stíflast vegna umframmagns af fitu, dauðra húðfruma eða annarra óhreininda og geta bakteríur myndað sýkingu sem veldur bólum.

Mismunandi tegundir af bólum

Til eru mismunandi tegundir bólum eða húðkvillum sem orsakast af húðóhreinindum.

Fílapenslar geta verið bæði svartir og hvítir. Svartir fílapenslar eru opnir og liggja á yfirborði húðarinnar. Svarta yfirborð fílapenslanna er komið til vegna súrefnis í umhverfinu, ekki vegna óhreininda. Hvítir fílapenslar eru lokaðir og liggja einnig á yfirborði húðarinnar, þeir mynda oft smáa húðlitaða bólu á húðinni.

Bólur geta verið mismunandi og legið misjafnlega djúpt í húðinni. Papúlur eru rauðar upphækkaðar bólur á yfirborði húðarinnar, orsakast oft af bólgu í hársekk. Pústúlur eru litlar bólur sem fá lítinn graftarnabba. Nodules eða Cysts eru stærri bólur og hnúðar í húð sem myndast undir yfirborðinu og eru oft sársaukafyllri en aðrar gerðir bóla.

Bólur eru ekki alvarlegur kvilli, en óneitanlega getur verið sársaukafullt að vera með slæmar bólur. Bólur geta einnig orsakað andlega vanlíðan og orsakað lækkað sjálfstraust og sjálfsálit unglinga á viðkvæmu mótunarskeiði.

Sem betur fer er hægt að meðhöndla bólur í flestum tilfellum með einföldum hætti. Það getur þó tekið nokkrar vikur fyrir bólu sem myndast að hverfa algjörlega. Unglingabólur ætti alltaf að meðhöndla í nokkrar vikur og þegar vandamálið er orðið mikið getur tekið tíma að hreinsa upp húðina og komast yfir vandamálið. Þar gildir að viðhalda meðferð og hafa þolinmæði.

Hvað veldur bólum (e. acne)?

Margir þættir geta haft áhrif á það hvort einstaklingur fær bólur og að sama skapi geta lifnaðarhættir haft mikið um það að segja hvort kvillinn lagast eða versnar.

 • Hormónabreytingar, við kynþroska, þegar kona er barnshafandi eða við breytingaskeið
 • Fjölblöðrueggjastokkaheilkenni (PCOS)
 • Reykingar
 • Ónógur svefn
 • Streita
 • Ertandi húðvörur
 • Húðvörur með háu olíu innihaldi
 • Lyf
 • Fjölskyldusaga um bólur

Hvernig losna ég við bólur?

Fjölmargar leiðir eru til meðferðar á bólum. Allar eiga þær sameiginlegt að fjarlægja bakteríur af húðinni og halda umframframleiðslu á húðfitu í skefjum.

Meðferð við bólum veltur töluvert á því hversu slæmur kvillinn er. Fílapensla ætti að vera auðveldast að losna við, en bólur sem einkennast af djúpum bólgum dýpra í húðinni þarfnast oft aðkomu lækna eða húðsérfræðinga.

 • Þvoðu andlitið daglega, bæði kvölds og morgna.
 • Alltaf skal þrífa farða af andliti fyrir svefn og hreinsa húðina vandlega
 • Notaðu andlitshreinsi til þess að fjarlægja umfram olíu í húðinni
 • Aðeins skal nota andlitsfarða án olíu (e. waterbased)
 • Þvoðu andlit eða farðu í sturtu eftir æfingu
 • Haltu hári frá andlitinu
 • Forðastu þröngan höfuðfatnað sem liggur við bólusvæði
 • Skiptu um koddaver reglulega, að jafnaði 1x í viku
 • Drekktu vatn
 • Minnkaðu streitu
 • Notaðu sérstök örverudrepandi bólukrem

Aleria – einstakt bólukrem sem virkar

Aleria - bólukrem með viðurkennda skjóta virkni á bólur, fílapensla og bólgur í húð.

Aleria er rakagefandi bólukrem sem nota má bæði sem svæðisbundin meðferð eða sem fyrirbyggjandi fyrir því að bakteríur geti myndað bólur. Kremið hefur viðurkennda virkni og má nota bæði á andlit og líkama. Aleria minnkar roða, bólgur og kláða ásamt því að veita góðan raka. Í alvarlegri tilfellum er Aleria góð viðbótarmeðferð með lyfjum.

Kremið myndar varnarhimnu sem kemur í veg fyrir sýkingar sem eru þekktur fylgikvilli bóla. Hjúpurinn varðveitir einnig raka húðarinnar og ver viðkvæma húð fyrir ertandi efnum úr umhverfinu. Kremið róar húðina, mýkir og myndar kjöraðstæður fyrir húðina til að gróa og endurnýja sig.