Þegar kólnar úti þá er algengt að fólk fái frunsu. Það er bæði hvimleitt og óþægilegt en gengur oftast yfir á nokkrum dögum. En hvað er hægt að gera til að losna hratt við frunsur og hvað er frunsa?

Hvað eru frunsur?

Frunsur eru blöðrur og sár sem koma oftast fram í kringum munn og geta valdið miklum óþægindum. Svæðið í kringum frunsurnar og varirnar getur bólgnað upp sem gerir svæðið áberandi og aumt. Frunsur eru orsakaðar af veiru sem heitir herpes simplex (HSV-1) en einstaklingar sem smitast af þessari veiru bera hana alla tíð. Þegar herpes veiran liggur í dvala í líkamanum myndast engar frunsur. Þær koma hinsvegar fram þegar veiran virkjast og fer að valda sýkingu. Frunsan er því birtingarmynd virkrar herpes sýkingar.

Margir finna sting eða seyðing í vörum þegar frunsur fara að myndast. Þá er æskilegt að hefja strax meðferð með kremi eins og t.d. Aleria til að hemja frunsuna. Þegar frunsan ágerist myndast vökvafyllt blaðra sem síðan rofnar og verður sár. Hrúður myndast yfir sárið sem dettur síðan af þegar sárið grær. Þetta ferli tekur oftast 7 til 10 daga og á þeim tíma geta komið fram margar frunsur.

Frunsur eru mjög algengar en samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) eru 67% fólks undir 50 ára sýkt af herpes veirunni. Frunsur eru yfirleitt ekki hættulegar og valda oftast ekki miklum veikindum. Þær geta þó gert það í sumum tilvikum, sérstaklega ef sýkingin berst í augu eða miðtaugakerfi.

Það er misjafnt milli fólks hve oft það fær frunsur en ýmsir þættir geta aukið líkurnar á frunsum eins og til dæmis streita, kuldi, kvef, hiti, ofnæmi, sólbruni og tíðablæðingar.

 

Hvernig smitast frunsur?

Herpes veiran sem veldur frunsum smitast fyrst og fremst með munnvatni t.d. með kossum. Fólk með frunsu er smitandi og ætti því ekki að deila drykkjarílátum, handklæðum, varasölvum og slíku með öðrum. Þá er líka mikilvægt að manneskja með frunsu passi vel uppá handþvott og sé ekki að fikta í frunsunni til að draga úr smiti. Frunsur geta smitast á kynfæri, komist munnvatn í snertingu við það svæði. Það er því mikilvægt að sýna aðgát og geyma allt kossaflens þar til frunsurnar gróa.

 

Hvað er til ráða?

Það er ýmislegt hægt að gera til að vinna bug á frunsum. Hér eru nokkur ráð frá bandarísku húðlæknasamtökunum:

  1. Nota frunskukrem
    Stingur eða seyðingur í vörum er oft fyrsta vísbendingin um að frunsa sé á leiðinni. Þá er mikilvægt að grípa fljótt inn í og bera á krem eins og Aleria eða veirudrepandi lyf til að hemja frunsuna.
  2. Kæla
    Það er gott að kæla svæðið nokkrum sinnum á dag með köldum þvottapoka eða kremi. Kuldinn dregur úr roða og óþægindum.
  3. Verkjastilla
    Ef óþægindi eru mikil þá má íhuga að taka væg verkjalyf.
  4. Skýla
    Það er mikilvægt að vera ekki að nudda eða fikta í frunsunum. Það getur gert þær verri og eykur líkur á smiti. Hægt er að bera krem á frunsurnar sem mynda varnarhjúp eða nota frunsuplástra.
  5. Forðast sterkan og súran mat
    Mikið kryddaður matur og súr matvæli eins og appelsínur geta ert svæðið og aukið óþægindi. Það er æskilegt að forðast slíkan mat á meðan frunsan gengur yfir.

Um Aleria

Aleria frá Florealis er einstakt krem sem kælir, dregur úr óþægindum, skýlir og græðir. Aleria má nota allan tímann á meðan frunsurnar ganga yfir. Kremið myndar virkan varnarhjúp sem kemur í veg fyrir að sýkingin dreifi sér, dregur úr einkennum (bruna og sviða) og gefur húðinni tækifæri til að gróa hraðar. Virka efnið í Aleria er TIAB sem er örveruhemjandi og myndar varnarhimnu yfir sýkta svæðið. Auk þess inniheldur kremið Aloe Vera og hýalúrónsýru sem veita raka og styðja við gróanda. Aleria er CE merkt lækningavara.

Aleria fæst í öllum apótekum og nokkrum netverslunum – sem finna má hér.

 

Höfundur: Dr. Sandra Mjöll Jónsdóttir-Buch

 

Heimildir

American Academy of Dermatology. (2015). Dermatologists share tips for treating cold sores. Sótt þann 11. desember 2018

Mayo Clinic. (2018). Cold sores. Sótt þann 11. desember 2018

NHS (2017). Cold sores. Sótt þann 11. desember 2018

WebMd. What are cold sores? Sótt þann 11. desember 2018.

World Health Organization. (2017). Herpes simplex virus. Sótt þann 11. desember 2018