Má ég nota venjulega sturtusápu á píkuna?

Það er mikilvægt að þvo píkuna og svæðið í kring vel, líkt og aðra hluta líkamans. Það er oft mikið álag á píkusvæðinu t.d. í tengslum við blæðingar, heilsurækt og kynlíf. Þessu fylgja efni eins og tíðablóð, sviti, munnvatn og sæði sem geta ert píkusvæðið og valdið óþægindum ef píkan er ekki þrifin vel. Það þarf samt ekki að skrúbba píkuna hátt og lágt til að nudda burt skítinn. Það dugir að skola vel með vatni og nota milda sápu á píkuna og svæðið í kring t.d. skapabarma og spangarsvæði, ef vill. Það ætti samt aldrei að skola beint upp í leggönginn eða þrífa þar með sápu. Það dugir að þrífa ytra svæðið.

 

 

Ef húðin á píkunni er orðin aum, kominn roði, kláði eða önnur óþægindi þá er gott að bera Rosonia froðuna á svæðið í nokkra daga.

 

Rosonia froðan er rakagefandi, mjúk og kælandi froða sem er notuð við algengum óþægindum og vægum sýkingum á kynfærum. Algeng óþægindi eru t.d. roði, erting, kláði og sviði. Froðan er einstaklega græðandi og byggir upp heilbrigða húð. Það er gott að bera froðuna á eftir sturtu, sérstaklega á tímabilum þar sem að mikið álag er á svæðinu t.d. eftir blæðingar, miklar hjólreiðar, hlaup eða kynlíf.

Froðan kemur í nettum brúsa sem er hristur vel fyrir notkun. Síðan er froðan borin á píkuna og svæðið í kring eftir þörfum. Það kemur strax kælandi tilfinning sem að róar húðina og dregur úr kláða. Ef að húðin er mjög viðkvæm þá getur froðan sviðið ögn fyrst en það ætti að líða hjá eftir smá stund.

Rosonia froðan og píkuvörurnar frá Florealis eru fáanlegar í öllum apótekum, Blush og Sambúðinni.