Rosonia™

Rosonia er áhrifarík meðferð við óþægindum á ytra kynfærasvæði. Rosonia dregur strax úr kláða, sviða og ertingu og vinnur gegn vægum sýkingum, verndar svæðið fyrir sýkingum, veitir raka og byggir upp heilbrigða húð. Hentar einnig vel á viðkvæm svæði eftir fæðingu.

Algengar spurningar um Rosonia vörurnar

Fróðleikur:

Algengar spurningar um píkuna

Kynheilsa – áhrif á andlega líðan og sjálfstraust kvenna

Kláði í kynfærum er ekki alltaf sveppasýking

Sæði – óþægindin eftir samfarir sem erfitt er að tala um

Lichen sclerosus, þögull og vangreindur sjúkdómur

Fæst í öllum apótekum og í eftirtöldum netverslunum. Þú pantar og færð sent heim.

Product description

Rosonia™ er einstaklega mjúk froða sem hentar vel á viðkvæmt kynfærasvæði kvenna. Hún er ætluð til staðbundinnar meðferðar við óþægindum (kláða, sviða, ertingu), bólgum og sárum á kynfærasvæði kvenna.

Rosoniamyndar varnarhimnu yfir viðkomandi svæði sem verndar það frá ertandi efnum og árásum örvera úr umhverfinu. Froðuna má því einnig nota fyrirbyggjandi ásamt því að vera góð viðbótarmeðferð með lyfjum gegn bakteríu-, sveppa- og veirusýkingum. Rosonia myndar kjöraðstæður fyrir slímhúðina að gróa og endurnýja sig.

Rosoniaer margprófuð og sýna niðurstöður klínískra og forklínískra rannsókna að varan minnkar verulega bólgur, sviða, kláða og einnig rispur og sprungur á kynfærum. Rannsóknir hafa meðal annars sýnt að Rosonia hentar vel konum sem hafa lichen sclerosis.

Useful Information

Fyrir notkun skal þvo bæði hendur og kynfærasvæði og þurrka vel. Flaskan er hrist vel fyrir notkun og haldið í uppréttri stöðu við notkun. Þunnt lag af froðu er borið á ytra kynfærasvæði og nuddað þar til þurrt, froðan er ekki þvegin af. Meðferðina má endurtaka einu sinni eða oftar fyrir daginn í allt að 10 daga eða þar til að fullur bati hefur náðst. Aukaverkanir: vægur sviði sem hverfur oftast þegar líður á meðferðina (tíðni < 10%). Engar þekktar milliverkanir eru við lyf.

Active Ingredients and Functions

TIAB er einstakt efnasamband myndað úr silfurjónum* tengdum títaníumdíoxíð míkrókristöllum. Það myndar varnarhjúp yfir viðkomandi svæði sem veitir vörn gegn örverum og ertandi efnum. Hjúpurinn veitir kjöraðstæður fyrir slímhúðina að gróa og endurnýja sig.

Malva sylvestris jurtaútdráttur úr skógarstokksrós minnkar bólgur, eykur þéttni og teygjaleika húðar ásamt því að veita róa, sefa og mýkja slímhúðina.

Hýalúrónsýra er rakagjafi ásamt því að styðja við myndun varnarhjúpsins.

 

*Rannsóknir sýna að silfurjónir í TIAB sambandinu frásogast ekki um húð, hvorki heila húð né rofna. Varan inniheldur 0.005% míkrósilfurjónir.