Bólur (e. acne) á kynfærum eru nokkuð algengar, en í flestum tilfellum fullkomlega hættulausar. Bólur geta komið hvar sem er á húðina, en það eru fá svæði líkamans jafn viðkvæm og kynfærin okkar. Bólur myndast þegar fitukirtlar stíflast og því getur margt sem kemst í snertingu við húðina valdið bólum.

Snertiexem (e. contact dermatitis)

Bólur geta myndast ef húðin fær á sig efni sem hún er viðkvæm fyrir, slíkt kallast snertiexem. Algengustu orsakavaldar þess eru ilmefni og önnur ertandi efni sem eru meðal annars að finna í:

  • Sápum og hreinsiklútum
  • Kremum, ilmvötnum og lyktarspreyjum
  • Tíðavörum eins og dömubindum og túrtöppum
  • Smokkum, sleipiefnum, örvandi og sæðisdrepandi efnum
  • Þvottaefnum og mýkingarefnum

Bólurnar geta einnig myndast vegna ertingar frá svita, útferð, þvagi og sæði.

Inngróin hár og hársekkjabólga (e. folliculitis)

Bólur á kynfærum geta einnig myndast vegna hársekkjabólgu. Algengasta ástæða hársekkjabólgu er bakteríusýking sem myndast í hársekk eftir að hár hefur verið fjarlægt, til dæmis við rakstur, notkun á háreyðandi krem og vaxi. Í kjölfarið geta komið fram inngróin hár, rispur, blöðrur og bruni sem auka líkur á sýkingu og þar með bólum. Því getur þröngur fatnaður og böðun í óhreinu vatni aukið líkur á að bólur myndast. Það sem einkennir bólur vegna hársekkjabólgu er að hár er í miðju þeirra.

Hvað get ég gert?

Ef bólurnar fara ekki eða ef vafi liggur á hvort um bólur séu að ræða er ráðlagt að leita til læknis. Stundum eru aðrar ástæður að baki óþægindum á kynfærasvæði og það sem kann að virðast vera bóla er í raun blaðra, varta eða annar vöxtur. Dæmi um slíkt getur verið:

  • Bartholin blaðra (e. Bartholin‘s cyst): kemur venjulega fram nálægt annarri hlið leggangaopsins. Ef hún hverfur ekki innan nokkurra daga eða verður óvenjulega stór eða sár, getur læknir hjálpað til við að losa þrýstinginn.
  • Kynfæraáblástur (e. genital herpes, HSV-2): litlar blöðrur og sár sem geta myndast í kringum leggöng, á sköpum eða við endaþarmsop.
  • Kynfæravörtur (e. veneral warts, HPV): algengur kynsjúkdómur sem valdið getur allt frá einni vörtu upp í þyrpingu. Vörturnar geta valdið kláða og ertingu.

Mælt er með því að kreista ekki bólur því slíkt eykur hættu á að sýking berist í þær. Mikilvægt er að prófa sig áfram varðandi notkun á tíðavörum, sápum eða þvottaefnum til að finna hvaða vörur henta þinni húð.

Bólurnar fara yfirleitt af sjálfu sér en gott getur verið að nota Rosonia foam á bólurnar. Rosonia foam er CE vottuð lækningavara og er kremkennd froða sem borin er á ytra kynfærasvæðið og veitir skjóta meðferð við óþægindum, dregur fljótt úr kláða, sviða, bólgum og ertingu og vinnur gegn vægum sýkingum, græðir sár og sprungur í húð. Hún dregur úr og verndar svæðið fyrir sýkingum, veitir raka og byggir upp heilbrigða húð.

Rosonia foam inniheldur örveruhamlandi silfurjónakomlex TIAB sem hefur staðfesta virkni og myndar varnarhjúp yfir viðkomandi svæði sem veitir vörn gegn örverum og ertandi efnum. Hjúpurinn býr einnig til kjöraðstæður fyrir slímhúðina til að gróa og endurnýja sig. Froðan inniheldur hýalúronsýru sem gefur einstakan raka en einnig jurtaútdrátt úr skógarstokksrós (Malva sylvestris) sem minnkar bólgur, eykur þéttni og teygjanleika húðarinnar ásamt því að róa, sefa og mýkja slímhúðina.