Ég fæ mjög oft sveppasýkingu þegar ég fer á blæðingar og finnst það mjög þreytandi. Er það eðlilegt eða hvað get ég gert til að þetta minnki?

Það er mjög algengt að píkan verði aum í kringum blæðingar og upp komi sviði eða kláði. Þessi óþægindi eru hinsvegar ekki alltaf sveppasýking. Hjá sumum konum verður breyting á bakteríuflórunni í leggöngum þegar þær fara á blæðingar. Það er vegna þess að sýrustigið í leggöngunum og sýrustig tíðablóðsins er ekki það sama og það hefur áhrif á flóruna. Þetta getur valdið óþægindum eins og sviða, kláða, roða og bólgu á meðan á blæðingum stendur og stuttu á eftir. Þá geta líka dömubindi og tíðablóð sem liggur við svæðið verið ertandi fyrir húðina. Hægt er að nota sérstök hylki fyrir leggöng til að stuðla að heilbrigðri flóru legganga og draga úr líkunum á óþægindum.

 

Þegar flóran raskast t.d. út af blæðingum þá eru meiri líkur á að sveppasýking komi upp. Ef um raunverulega sveppasýkingu er að ræða þá ætti að meðhöndla sýkinguna með viðeigandi lyfjum en huga svo vel að svæðinu líka þegar meðferð líkur. Það er algengt að húðin á píkunni og í leggöngunum sé enn viðkvæm þegar sveppasýkingin er farin og mikilvægt að húðin nái að jafna sig. Heil húð er besta vörnin gegn sýkingum.

Ef þú ert gjörn á að fá óþægindi í leggöngin þegar þú ferð á blæðingar getur þú prófað að nota Rosonia VagiCaps hylkin fyrir leggöng til að koma í veg fyrir óþægindin. Hylkin eru notuð til að draga fljótt úr algengum óþægindum, styðja við heilbrigða flóru í leggöngum og draga úr vægum sýkingum. Hylkin eru einnig mjög græðandi og hjálpa aumri slímhúð að ná sér. Meðfram notkun á hylkjunum er gott að nota Rosonia froðuna sem er borin á ytra svæðið ef það er orðið aumt. Rosonia froðan er rakagefandi, mjúk og kælandi froða sem er notuð við algengum óþægindum og vægum sýkingum á kynfærum. Froðan er einstaklega græðandi og byggir upp heilbrigða húð. Það er gott að bera froðuna á eftir sturtu, sérstaklega á tímabilum þar sem að mikið álag er á svæðinu.

Rosonia froðan kemur í nettum brúsa sem er hristur vel fyrir notkun. Síðan er froðan borin á píkuna og svæðið í kring eftir þörfum. Það kemur strax kælandi tilfinning sem að róar húðina og dregur úr kláða. Ef að húðin er mjög viðkvæm þá getur froðan sviðið ögn fyrst en það ætti að líða hjá eftir smá stund.

Píkuvörurnar frá Florealis eru fáanlegar í öllum apótekum, Blush og Sambúðinni.