Rosonia VagiCaps™

Rosonia VagiCaps er fljótvirk, staðbundin meðferð við óþægindum í leggöngum s.s. sviða, kláða, særindum og óeðlilegri útferð. Myndar varnarhimnu sem vinnur gegn bakteríu-, sveppa- og veirusýkingum. Stuðlar að náttúrulegri flóru í leggöngum. Græðandi við særindum eftir fæðingu. Mjúk lítil hylki í leggöng, eitt hylki fyrir svefn í eina viku eða eftir þörfum.

Algengar spurningar um Rosonia vörurnar

Fróðleikur:
Algengar spurningar um píkuna

Kynheilsa – áhrif á andlega líðan og sjálfstraust kvenna

Kláði í kynfærum er ekki alltaf sveppasýking

Sæði – óþægindin eftir samfarir sem erfitt er að tala um

Fæst í öllum apótekum og í eftirtöldum netverslunum. Þú pantar og færð sent heim.

Product description

Rosonia VagiCaps hylkin leysast hratt upp og eru ætluð til meðferðar á óþægindum (kláða, sviða, útferð) og bólgum í leggöngum og ásamt sýkingum af völdum loftháðra baktería (aerobic vaginitis). Hylkin má einnig nota fyrirbyggjandi meðferð sem og viðbótarmeðferð með lyfjum gegn bakteríu-, sveppa- og veirusýkingum.

Rosonia VagiCaps myndar varnarhimnu yfir viðkomandi svæði sem verndar það frá ertandi efnum og árásum örvera úr umhverfinu. Rosonia VagiCaps myndar kjöraðstæður fyrir slímhúðina að gróa og endurnýja sig.

Rosonia VagiCaps er margprófað og sýna niðurstöður klínískra og forklínískra rannsókna að varan minnkar verulega sviða, kláða, útferð og það viðheldur heilleika slímhúðar.

Useful Information

Fyrir notkun skal þvo bæði hendur og kynfærasvæði og þurrka vel. Eitt hylki er sett hátt upp í leggöng þegar lagst er til svefns, meðferðin er endurtekin daglega í sjö daga eða þar til fullur bati hefur náðst. Sumar konur upplifa vægan sviða í upphafi meðferðar sem hverfur þegar líður á meðferðina. Engar þekktar milliverkanir eru við lyf.

Active Ingredients and Functions

TIAB er einstakt efnasamband myndað úr silfurjónum* tengdum títaníumdíoxíð míkrókristöllum. Það myndar varnarhjúp yfir viðkomandi svæði sem veitir vörn gegn örverum og ertandi efnum. Hjúpurinn veitir kjöraðstæður fyrir slímhúðina að gróa og endurnýja sig.

Aloe vera róar slímhúðina og veitir raka.

Hýalúrónsýra er rakagjafi ásamt því að styðja við myndun varnarhjúpsins.

 

*Rannsóknir sýna að silfurjónir í TIAB sambandinu frásogast ekki um húð, hvorki heila húð né rofna. Varan inniheldur 0.004% míkrósilfurjónir.