Í leggöngunum finnast margar gerðir baktería, bæði góðar bakteríur (e. lactobacilli) sem standa vörð um heilbrigði legganganna, en einnig aðrar slæmar bakteríur (e. anaerobes). Góðu bakteríurnar viðhalda jafnvægi á sýrustigi í leggöngunum (pH-gildi) og með því heilbrigði legganganna. Þegar eðlileg bakteríuflóra legganga raskast, geta slæmu bakteríurnar fjölgað sér umfram aðrar og upp kemur ójafnvægi (e. bacterial vaginosis) sem veldur óþægindum.

Helstu einkenni bakteríusýkingar eru:

  • Aukin útferð úr leggöngum, oft þunnfljótandi, grá-, hvít- eða grænleit.
  • Breyting lit útferðar eða lykt, lyktin minnir oft á fiskilykt.
  • Sviði, kláði eða sársauki í leggöngum og á ytri kynfærum.
  • Sviði við þvaglát.

Margar konur hafa þó engin einkenni. Bakteríusýking er ekki kynsjúkdómur og smitast alla jafna ekki milli gagnkynhneigðra í kynlífi, samkynhneigðar konur geta þó smitað sín á milli. Óvarið kynlíf gagnkynhneigðra getur þó aukið líkurnar á bakteríusýkingu í leggöngum. Ómeðhöndluð bakteríusýking getur aukið smitlíkur á kynsjúkdómum.

Hverjir fá bakteríusýkingu?

Það eru yfirgnæfandi líkur á að kona muni einhverntímann á lífsleiðinni upplifa að fá bakteríusýkingu, eða ójafnvægi á bakteríuflóru í leggöngum. Það eru nokkrir hlutir sem geta aukið líkurnar:

  • Sýklalyf geta raskað flóru bakteríanna og komið af stað ójafnvægi sem leiðir til sýkinga.
  • Sápur og aðrar snyrtivörur fyrir kynfærasvæðið, sérstaklega þær sem innihalda sterk ilmefni, geta aukið líkurnar á að jafnvægi raskist og óæskilegar bakteríur fjölgi sér
  • Óvarið kynlíf
  • Barnshafandi konur geta verið viðkvæmari fyrir röskun á bakteríuflóru vegna hormóna og líkur aukast á sýkingu.

Hvað get ég gert?

Bakteríusýking í leggöngum er mjög algengt vandamál og tiltölulega auðvelt í meðhöndlun. Þar sem bakteríusýking orsakast vegna ójafnvægis er mikilvægt að koma jafnvægi á sýrustig legganganna (pH-gildi).

Rosonia VagiCaps er CE vottuð lækningavara sem veitir staðbundna meðferð í leggöngum við bakteríusýkingum og stuðlar að jafnvægi í bakteríuflórunni. Hylkin innihalda örveruhamlandi silfurjónakomplex TIAB sem hefur staðfesta virkni gegn bakteríusýkingum í leggöngum. Hylkin innihalda einnig græðandi Aloe vera og hýalúronsýru sem oft er nefnd rakagjafi náttúrunnar og er mikilvægur þáttur í að halda húðinni heilbrigðri.

Hylkin eru lítil og mjúk og eru sett í leggöng rétt fyrir svefn. Meðferð miðast við 7 daga, en Rosonia VagiCaps má einnig nota eftir þörfum, fyrir tíðablæðingar og eftir samfarir til að viðhalda sýrustigi legganga og fyrirbyggja ójafnvægi í bakteríuflóru.

Rosonia foam er einnig CE vottuð lækningavara og er kremkennd froða sem borin er á ytra kynfærasvæðið og veitir skjóta meðferð við óþægindum, dregur fljótt úr kláða, sviða, bólgum og ertingu og vinnur gegn vægum sýkingum, græðir sár og sprungur í húð. Hún dregur úr og verndar svæðið fyrir sýkingum, veitir raka og byggir upp heilbrigða húð.

Rosonia foam inniheldur örveruhamlandi silfurjónakomlex TIAB sem hefur staðfesta virkni og myndar varnarhjúp yfir viðkomandi svæði sem veitir vörn gegn örverum og ertandi efnum. Hjúpurinn býr einnig til kjöraðstæður fyrir slímhúðina til að gróa og endurnýja sig. Froðan inniheldur hýalúronsýru sem gefur einstakan raka en einnig jurtaútdrátt úr skógarstokksrós (Malva sylvestris) sem minnkar bólgur, eykur þéttni og teygjanleika húðarinnar ásamt því að róa, sefa og mýkja slímhúðina.