Uncategorized @is

Hvað er bakteríusýking (e. bacterial vaginosis)?

apríl 12, 2023

Í leggöngunum finnast margar gerðir baktería, bæði góðar bakteríur (e. lactobacilli) sem standa vörð um heilbrigði legganganna, en einnig aðrar slæmar bakteríur (e. anaerobes). Góðu bakteríurnar viðhalda jafnvægi á sýrustigi í leggöngunum (pH-gildi) og með því heilbrigði legganganna. Þegar eðlileg bakteríuflóra legganga raskast, geta slæmu bakteríurnar fjölgað sér umfram aðrar og upp kemur ójafnvægi (e. bacterial vaginosis) sem veldur óþægindum.

(meira…)
Kvensjúkdómar

Lichen sclerosus, þögull og vangreindur sjúkdómur

febrúar 15, 2022

Lichen sclerosus er þögull sjúkdómur sem fáir hafa heyrt nefndan. Lítið er um hann skrifað, lítið rætt, þekkingin á sjúkdómnum er stutt á veg komin og kannski lýsandi að enn í dag hefur sjúkdómurinn ekki fengið íslenskt heiti.

Meðal algengustu húðsjúkdóma á kynfærum kvenna

Lichen sclerosus er húðsjúkdómur sem lýsir sér sem hvítar skellur á húð og húðin virðist þunn. Þetta kemur oftast fram á kynfærum og er mun algengari hjá konum en körlum. Lichen sclerosus er meðal algengustu húðsjúkdóma á kynfærum kvenna og kemur fram á ytra kynfærasvæðinu, nálægt snípnum, á skapabörmum og alveg aftur að endaþarmi, en hjá 15-20% sjúklinga geta komið blettir og blöðrur á öðrum húðsvæðum eins og lærum, brjóstum, höndum, hálsi og jafnvel í munni.

(meira…)
Húðumhirða

Af hverju koma bólur undir andlitsgrímur?

nóvember 13, 2020

Andlitsgrímur eru mikilvægur hluti sóttvarna og geta dregið úr smiti á Covid-19 og öðrum smitsjúkdómum. Margir lenda þó í að fá bólur, ertingu og kláða í andlitið eftir mikla grímunotkun 1. Þetta hefur lengi verið þekkt á meðal heilbrigðisstarfsfólks en núna, þegar almenn grímunotkun er orðin algeng og jafnvel skylda, þá upplifa mun fleiri húðvandamál tengd andlitsgrímum.

(meira…)

Uncategorized @is

Af hverju eru rauðar rósir rómantískar?

febrúar 13, 2019

,, Með þér er veturinn kertaljós, koss og stök rós.” segir í ástarljóðinu Með þér eftir Bubba Morthens. Það er fátt eins rómantískt og að fá rauðar rósir að gjöf. Þær eru hluti af náttúrunni, tákna ástina sjálfa og geta læknað hjartasár. Rósir eru eitt elsta tákn ástarinnar og hefur fegurð þeirra verið dásömuð í gegnum tíðina, enda eru þær taldar öðrum blómum fremri.  En hvers vegna?

(meira…)