Klínísk rannsókn sem birt var fyrr á þessu ári sýndi að 61% kvenna náðu fullum bata af þvagfærasýkingum með Lyngonia* í stað meðferðar með sýklalyfjum. Rannsóknin markar tímamót þar sem sýklalyfjaónæmi ógnar verulega heilbrigði okkar og er mikið kapp lagt á að finna önnur meðferðarúrræði. Lyngonia er eina lausasölulyfið fáanlegt við endurteknum þvagfærasýkingum hjá konum. 

Sýklalyfjaónæmi

Þvagfærasýkingar eru almennt meðhöndlaðar með sýklalyfjum, en á undanförnum árum hefur ónæmi gegn sýklalyfjum aukist verulega sem gerir meðferð ýmissa sýkinga erfiða. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) og aðrar alþjóðlegar stofnanir hafa lýst því yfir að sýklalyfjaónæmi sé ein mesta ógn við heilbrigði sem mannkynið stendur frammi fyrir í dag. Sýklalyfjaónæmi hér landi hefur aukist einna helst gegn ákveðnum tegundum baktería á borð við kólíngerla, sem valda þvagfærasýkingum.

Bakteríur búa yfir þeim eiginleika að geta aðlagað sig að umhverfinu. Ef sýklalyf eru að staðaldri í umhverfi þeirra geta þær þróað með sér varnir gegn lyfjunum. Mikil notkun á þeim, bæði í læknisfræði og landbúnaði, hefur valdið því að fjölmargar tegundir baktería eru nú farnar að mynda ónæmi.

Það er því nauðsynlegt að draga úr notkun sýklalyfja eins og hægt er til að stemma stigu við fjölgun ónæmra stofna baktería. Best er að reyna að fyrirbyggja sýkingar eða nota aðrar leiðir til að meðhöndla vægar sýkingar áður en þær komast á það stig að sýklalyfja gerist þörf.

Klínísk samanburðarrannsókn

Virkni Lyngonia* var könnuð með tvíblindri samanburðarrannsókn sem fór fram í Þýskalandi. Rannsóknin var leidd af prófessorum og læknum Háskólasjúkrahúsa í Þýsklandi og voru niðurstöðurnar birtar í tímaritinu Clinical Microbiology and Infection í október 2021.

Markmið rannsóknarinnar var að skoða hvort hægt væri að draga úr sýklalyfjanotkun með því að gefa konum jurtalyfið Lyngonia sem upphafsmeðferð við þvagfærasýkingu. Alls tóku 398 konur þátt í rannsókninni og fengu þær ýmist Lyngonia, sýklalyf eða lyfleysu.

Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að 61% þátttakenda náðu fullum bata með Lyngonia, en einnig fækkaði sýklalyfjaávísunum um 63,6%. Meðallengd einkenna voru 4,2 dagar hjá konunum sem fengu Lyngonia og 3,4 dagar hjá þeim sem fengu sýklalyf. Áhugavert þótti að endurteknar sýkingar fram að 14. degi voru sjaldgæfari hjá þeim konum sem fengu Lyngonia. Rannsóknin uppfyllir allar ströngustu núgildandi kröfur um klínískar rannsóknir og markar því tímamót í sönnun á virkni sortulyngs eftir áralanga notkun við einkennum þvagfærasýkingar.

* Lyngonia er markaðssett undir heitinu Arctuvan í Þýskalandi.

Bakteríudrepandi verkun

Lyngonia inniheldur útdrátt úr sortulyngi og hefur bakteríudrepandi verkun. Hver tafla er stöðluð með tilliti til virka efnisins Arbútíns og inniheldur Lyngonia 105 mg af Arbútíni. Bakteríurnar í þvaginu brjóta Arbútínið niður sem veldur því að frumuhimnan veikist og á endanum rofnar með þeim afleiðingum að bakterían drepst.

Arbútín er tekið upp í meltingarvegi og skilið út með þvagi. Verkunin er staðbundin í þvagrás og hefur því ekki áhrif á bakteríuflóru annars staðar í líkamanum.

Öryggi lyfsins

Lyf úr sortulyngslaufum hefur verið á markaði við þvagfærasýkingum í Þýsklandi og víðar í Evrópu síðan árið 1976.

Lyngonia er ætlað konum með endurteknar sýkingar í neðri hluta þvagfæra eftir að læknir hefur útilokað alvarleg veikindi. 

Aukaverkanir lyfsins eru væg, einungis óþægindi í meltingarvegi eins og ógleði, magaverkir og uppköst. Engar þekktar milliverkanir eru við önnur lyf.

Lyfið er ekki ætlað einstaklingum með truflun á nýrnastarfsemi, þunguðum konum, konum með barn á brjósti, körlum eða börnum og unglingum yngri en 18 ára. Lyngonia ætti ekki að nota lengur en 1 viku í senn. Inniheldur laktósa. Lyngonia fæst án lyfseðils í öllum apótekum. Hér er hægt að lesa um algengar spurningar um Lyngonia.

Gagnlegar upplýsingar

Notkun: 2 töflur 2-4 sinnum á dag við vægum, endurteknum þvagfærasýkingum kvenna. Hafið samband við lækni eða heilbrigðisstarfsmann ef einkenni versna eða eru viðvarandi í meira en 4 daga. Notið ekki ef truflun á nýrnastarfsemi er þekkt. Ekki ætlað yngri en 18 ára, körlum, þunguðum konum eða konum með barn á brjósti. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á serlyfjaskra.is.

Heimild

Ildikó G, et al. Clin Microbiol Infect. 2021; 27 (10): 1441-1447.