Lyngonia™

Lyngonia er einstök meðferð án sýklalyfja til meðhöndlunar á vægum, endurteknum þvagfærasýkingum kvenna. Lyfið inniheldur úrdrátt úr sortulyngi sem hefur þekkta verkun og langa sögu um virkni gegn vægri blöðrubólgu.  Hver pakkning inniheldur allt að 3 meðferðarskammta.

Algengar spurningar um Lyngonia

Fróðleikur:

61% kvenna náðu fullum bata með Lyngonia

Staðreyndir um blöðrubólgu sem allar konur ættu að vita

60% kvenna fær blöðrubólgu

Endurtekin blöðrubólga – hvað er til ráða

Hvað er sýklalyfjaónæmi?

Fæst án lyfseðils í öllum apótekum og í eftirtöldum netverslunum. Þú pantar og færð sent heim.

Product description

Lyngonia er lausasölulyf og fæst án lyfseðils í flestum apótekum.

Lyngoniaer jurtalyf til meðferðar á einkennum vægrar, endurtekinnar sýkingar í neðri hluta þvagfæra, svo sem brunatilfinningu við þvaglát og/eða auknum þvaglátum hjá konum, eftir að alvarleg veikindi hafa verið útilokuð af lækni.

Þetta lyf er jurtalyf sem hefð er fyrir og tilgreinda ábendingin fyrir notkun þess er eingöngu byggð á langri sögu um notkun lyfsins. Filmuhúðaðar töflur innihalda jurtaútdrátt úr sortulyngi (bearberry).

Useful Information

Notkun: Fullorðnar og aldraðar konur: 2 töflur 2–4 sinnum á dag. Ekki nota Lyngonia ef þú ert með einhverja truflun á nýrnastarfsemi. Hvorki ætlað þunguðum konum né konum með barn á brjósti, körlum eða börnum og unglingum yngri en 18 ára. Notið ekki lengur en viku. Ef einkenni eru viðvarandi í meira en 4 daga eða versna við notkun Lyngonia skal hafa samband við lækni.
Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is

Active Ingredients and Functions

Hver tafla inniheldur 361–509 mg af útdrætti (sem þurr útdráttur) af Arctostaphylos uva-ursi (L.) Spreng., folium (sortulyngslauf), sem jafngildir 105 mg af hýdrókínónafleiðu reiknað sem vatnsfrítt arbútín. Við framleiðslu á hverri töflu eru notuð 903–2291 mg af þurrkuðu sortulyngslaufi.