Fólk hefur frá örófi alda leitað til náttúrunnar sér til lækninga. Þegar fyrstu hefðbundnu lyfin komu á markað, fyrir um hundrað árum, voru um að ræða efni sem einangruð voru úr plöntum. Síðar tóku efnasmíðuð lyf við af jurtalyfjum. Síðastliðin ár má þó segja að áhugi Vesturlandabúa á jurtalyfjum og náttúruvörum hafi gengið í endurnýjun lífdaga og ber gífurlegt framboð þeirra í verslunum og apótekum þess vitni.

 

Jurtalyf eru mjög vel skilgreind og þurfa að uppfylla sömu gæðakröfur og hefðbundin lyf. Þau brúa það stóra bil sem er á milli hefðbundinna lyfja og þann fjölda náttúruvara s.s. fæðubótarefna, vítamína, steinefna og veita vægari meðhöndlun og þar með vægari auka- og milliverkanir en hefðbundin lyf, sem gefur einstaklingum meiri tækifæri til sjálfsmeðhöndlunar við vægum, en algengum kvillum. Til að jurtalyf fái skráningu þarf að sýna fram á gæði, öryggi og verkun og er skráningin trygging fyrir því að varan uppfylli skilyrði heilbrigðisyfirvalda.

Fæðubótarefni og aðrar náttúruvörur sem ekki eru viðurkennd af Lyfjastofnun hafa ekki heimild til að kalla sig jurtalyf eða náttúrulyf.

Til jurtalyfja eru gerðar eftirfarandi kröfur líkt og fyrir hefðbundin lyf:

– Að lyfið sé framleitt undir ströngustu gæðakröfum til lyfjaframleiðslu

– Að lyfið innihaldi staðlaða skammta virka efnisins til að tryggja að neytandinn fái réttan skammt til meðhöndlunar á tilteknum sjúkdómi eða sjúkdómseinkennum

– Að jurtirnar uppfylli ströngustu kröfur þegar kemur að ræktun, söfnun og þurrkun plöntunnar

– Að lyfið innihaldi ekki eiturefni eða önnur óæskileg efni (sbr. örverur) yfir hættumörkum

– Að magn virkra efna og hreinleiki haldist út geymslutíma lyfsins, slíkar rannsóknir þurfa að liggja fyrir áður en lyfið fer á markað og er þeim viðhaldið út líftíma lyfsins

– Að allar aðferðir sem notaðar eru til mælinga séu staðlaðar

– Að lyfið sé undir eftirliti Lyfjastofnunar

– Að lyfið hljóti skráningu í viðkomandi landi áður en það sé sett á markað

– Að lyfið sé birt í Sérlyfjaskrá.

Þessar kröfur eru fyrst og fremst settar fram til að vernda neytandann. Engin af ofangreindum kröfum eru gerðar til náttúruvara eins og fæðubótarefna, vítamína, steinefna.

Það er mikilvægt að fólk sé vel upplýst um þær gæðakröfur sem liggja að baki jurtalyfja annars vegar og náttúruvara hins vegar sbr. fæðubótarefni. Allt of frjálslega hefur verið farið með orðið „jurtalyf“ eða „náttúrulyf“ og þau orð gjarnan notuð þegar verið er að tala um fæðubótarefni en það er mjög mikill munur á milli þeirra krafa sem gerðar eru til gæða þessara tveggja flokka.

Uppruni alls sem við látum ofan í okkur er ávallt mikilvægur en ekki síst þegar við tökum inn efni sem eiga að vinna á sjúkdómum eða hjálpa okkur að komast yfir tiltekna kvilla. Við hvetjum því neytendur að vera á verði og kynna sér vel innihaldslýsingar og ekki síst undir hvaða formerkjum vara er sett á markað, þ.e. sem skráð jurtalyf eða fæðubótarefni.

Margar þeirra náttúruvara sem eru á markaði lofa bættri líðan og jafnvel lækningu á sjúkdómum við notkun. Því miður eru þessar vörur oft af misjöfnum gæðum og uppfylla ekki þær kröfur sem þarf til að mega í raun lofa heilsubót. Það er reyndar þannig að einungis fjórar vörur á Íslandi uppfylla þær kröfur og eru skráðar sem jurtalyf með viðurkennda virkni gegn ákveðnum sjúkdómum.

Jurtalyfin frá Florealis eru fáanleg í öllum apótekum.

    Sefitude við vægum kvíða og svefntruflunum

 

   Lyngonia við vægum þvagfærasýkingum

 

     Harpatinum við vægum gigtarverkjum og meltingarónotum

 

    Glitinum til að fyrirbyggja mígrenihöfuðverki