Svefn & kvíði

Algengar spurningar um Sefitude

september 28, 2021

Afhverju byrjar Sefitude ekki að virka fyrr en eftir 2-4 vikna samfellda notkun?
Ástæða þess að ráðlagt er að taka Sefitude í 2-4 vikur á meðan ákjósanleg áhrif koma fram er að upptakan á lyfinu er hæg og eykst yfir tíma, ólíkt hefðbundnum svefnlyfjum þar sem upptaka er hraðari. Hámarksverkun næst því ekki fyrr en eftir samfellda notkun til lengri tíma. Það er þó alveg mögulegt að einstaklingar geti fundið fyrir áhrifum á Sefitude fyrr.

Er Sefitude ávanabindandi?
Sefitude hefur ekki ávanabindandi verkun og því má selja það án lyfseðils í apótekum.

Má taka Sefitude með öðrum svefn- eða kvíðalyfjum? 
Það eru engar skráðar milliverkanir milli Sefitude og annarra lyfja og því er óhætt að nota Sefitude samhliða öðrum lyfjum.

Er í lagi að taka Sefitude bæði við kvíða og við svefntruflunum ?
Sefitude er ætlað til notkunar bæði við kvíða og svefntruflunum. Í slíkum tilfellum er æskilegt að einstaklingar eldri en 18 ára taki tvær yfir daginn og þriðju töfluna um 1 klst fyrir svefn. Lyfið nær mestum styrk 1-1,5 klst eftir inntöku og hefur þá mest áhrif. Fullorðnir skulu aldrei taka fleiri en 4 töflur á sólarhring, hámarksskammtur barna 12 ára og eldri eru 2 töflur á sólarhring.

Hve lengi vara áhrif af Sefitude?
Það er erfitt að segja til um hve lengi áhrifin vara þar sem það getur verið mismunandi á milli einstaklinga. Virkni lyfsins eykst með reglulegri notkun í 2-4 vikur eins og er nokkuð algengt er með lyf í þessum flokki. Rannsóknir benda til þess að hámarksstyrkur í blóði sé um 1-1,5 klst eftir inntöku og búast má við að efnið finnist í blóði í um 5 klst eftir inntöku, þó líklega hafi dregið allverulega úr áhrifum. Út frá þessum gögnum er mælt með að taka kvöldskammtinn um klukkustund fyrir svefn svo að lyfið virki sem best.

Eykur áfengi virkni Sefitude og öfugt?
Nei, hóflegt áfengi hefur ekki áhrif á verkun Sefitude, né öfugt.

Er Sefitude laktósafrítt?
Sefitude er laktósafrítt en inniheldur súkrósa.

Byggist upp þol gegn áhrifum Sefitude eftir langvarandi notkun?
Rannsóknir hafa ekki sýnt fram á að áhrif Sefitude minnki með langvarandi notkun og það er tiltölulega algengt að fólk taki lyfið inn til lengri tíma.

Er Sefitude sambærilegt við Jóhannesarjurt?
Sefitude, sem inniheldur jurtina garðabrúðurót (e. Valeriana), er ekki sambærilegt við lyf sem innihalda jóhannesarjurt þar sem þessar jurtir hafa afar ólíka verkun. Jóhannesarjurt er fyrst og fremst notuð til að meðhöndla vægt þunglyndi og depurð en Sefitude er notað til að draga úr vægum kvíða og auðvelda fólki að sofa. Jóhannesarjurt er ekki fáanleg á Íslandi og ólöglegt er að selja lyf sem inniheldur jurtina, nema með leyfi frá Lyfjastofnun, þar sem jurtin hefur áhrif á virkni mjög margra lyfja. Sefitude er skráð sem jurtalyf hjá Lyfjastofnun og hefur viðurkennda virkni gegn vægum kvíða og svefntruflunum. Það hefur ekki nein þekkt áhrif á virkni annara lyfja, né ávanabindandi áhrif og er selt án lyfseðils í öllum apótekum á Íslandi. 

Streita og svefn

Einföld ráð til að minnka kvíða og stress

september 17, 2021

Þegar við fetum lífsins veg verða á vegi okkar mis krefjandi áskoranir, minniháttar erfiðleikar og meiriháttar áföll – sem geta skapað streitu og kvíða. Ómögulegt er fyrir nokkurn mann að stjórna aðstæðum hverju sinni, en við getum gert okkar allra besta til að hafa stjórn á því hversu mikil áhrif slíkar áskoranir hafa á líðan okkar.

Viðvarandi kvíði getur verið mjög hamlandi ástand
(meira…)
Streita og svefn

Samspil svefns og kvíða

september 7, 2021

Kvíði er náttúrulegt viðbragð líkamans við erfiðum aðstæðum, álagi eða aðsteðjandi hættu. Kvíðaviðbrögð einstaklinga geta verið margvísleg og einstaklingsbundinn munur getur verið á hvenær viðbrögðin virkjast. Það eitt að einstaklingur dragi þá ályktun að honum standi ógn að einhverju í umhverfi sínu getur virkjað kvíðaviðbrögð. Ógnin þarf ekki að vera raunveruleg, en viðbrögðin eru það svo sannarlega.

(meira…)