Nægur og góður svefn bætir andlega heilsu, eykur vellíðan og gerir okkur betur í stakk búin til að takast á við álag og verkefni daglegs lífs1. Það er sérstaklega mikilvægt að ná góðum nætursvefni nú þegar skammdegið færist yfir og heimsbyggðin er að ganga í gegnum krefjandi tíma. Jákvæð áhrif svefns á andlega heilsu hafa lengi verið þekkt og getur góður svefn meðal annars dregið úr depurð, kvíða og streitu2. Til að jákvæð áhrif svefnsins komi fram, þá skiptir máli að sofa nóg, svo líkaminn og heilinn hafi tækifæri til að hvílast og jafna sig eftir áreiti dagsins. Best er að koma sér upp reglulegum svefnvenjum sem stuðla að 7-9 klukkustundum af endurnærandi svefni3. Það er sú svefnlengd sem hentar flestum fullorðnum til að ná fullri hvíld. Börn og unglingar, sem eru enn að vaxa og þroskast, þurfa hinsvegar meiri svefn3.
Category: Hugur
Hugur
Svefn er líka mikilvægur á sumrin
maí 26, 2020
Íslenskar sumarnætur eru einstakar og kærkomnar. Þegar sólin skín á ný eftir myrkan vetur vakna margir upp af dvala og fyllast orku en sumir eiga erfitt með að sofa í allri þessari birtu.