Streita og svefn

Mikilvægi svefns fyrir heilsu og hamingju

október 11, 2023

Svefn er ein af grunnþörfum mannsins, eins mikilvægur og næring og hreyfing. Engu að síður er maðurinn eina tegundin sem að sviptir sig svefni sjálfviljugur og dregur það að fara í bólið á kvöldin. Nægur og góður svefn á stóran þátt í að auka hamingju enda vitum við flest hve vansæl við verðum þegar við erum þreytt og illa hvíld. 

(meira…)
Streita og svefn

Svefninn er ekki síður mikilvægur á sumrin 

júní 7, 2023

Íslenskar sumarnætur eru einstakar og kærkomnar. Þegar sólin skín á ný eftir myrkan vetur vakna margir upp af dvala og fyllast orku, en sumir eiga erfitt með að sofa í allri þessari birtu.  

Svefntruflanir eru meðal algengustu heilsufarsvandamála fólks sem býr á norðurhveli jarðar og eru Íslendingar þar engin undantekning. Talið er að einn af hverjum þremur fullorðnum Íslendingum þjáist af svefnleysi einhvern tímann á ævinni og einn af hverjum sjö þrói með sér langvinnt svefnleysi [1]. Margar ástæður geta legið þar að baki eins og t.d. álag, áhyggjur, verkir, barnauppeldi, vaktavinna eða sjúkdómar [2].

(meira…)
Streita og svefn

Sefitude eða Melatónín fyrir góðan nætursvefn?

janúar 31, 2023

Talið er að einn af hverjum þremur Íslendingum þjáist af svefnleysi og einn af hverjum sjö af langvarandi svefnleysi. Algengast eru erfiðleikar með að sofna, vakna oft á nóttu eða vakna jafnvel eldsnemma og geta ekki sofnað aftur. Margar ástæður geta legið þar að baki eins og t.d. álag, áhyggjur, verkir, barnauppeldi, breytingaskeið, vaktavinna, sjúkdómar og lyf.

(meira…)
Hugur

Vítahringur kvíða og svefntruflana á breytingaskeiðinu

apríl 29, 2022

Svefntruflanir eru vel þekktar hjá konum á árunum og mánuðunum fyrir tíðahvörf, á sjálfu breytingaskeiðinu og eftir tíðahvörf. Rannsóknir á alþjóðavísu sýna að allt að 63% kvenna um og eftir tíðahvörf finna fyrir svefntruflunum. Í íslenskri rannsókn þar sem 690 fimmtugar konur tóku þátt voru svefntruflanir og þreyta algengustu einkennin. Oftar en einu sinni í viku áttu 23% kvennanna erfitt með að sofna á kvöldin, 48% vöknuðu upp á næturnar og 34% vöknuðu of snemma á morgnanna. Þreyta (53%) og syfja (50%) voru því algeng einkenni sem konur upplifðu að degi til. Konur í rannsókninni sem fengu hitakóf voru líklegri til að upplifa svefntruflanir.

(meira…)
Streita og svefn

Einföld ráð til að minnka kvíða og stress

september 17, 2021

Þegar við fetum lífsins veg verða á vegi okkar mis krefjandi áskoranir, minniháttar erfiðleikar og meiriháttar áföll – sem geta skapað streitu og kvíða. Ómögulegt er fyrir nokkurn mann að stjórna aðstæðum hverju sinni, en við getum gert okkar allra besta til að hafa stjórn á því hversu mikil áhrif slíkar áskoranir hafa á líðan okkar.

Viðvarandi kvíði getur verið mjög hamlandi ástand
(meira…)
Streita og svefn

Samspil svefns og kvíða

september 7, 2021

Kvíði er náttúrulegt viðbragð líkamans við erfiðum aðstæðum, álagi eða aðsteðjandi hættu. Kvíðaviðbrögð einstaklinga geta verið margvísleg og einstaklingsbundinn munur getur verið á hvenær viðbrögðin virkjast. Það eitt að einstaklingur dragi þá ályktun að honum standi ógn að einhverju í umhverfi sínu getur virkjað kvíðaviðbrögð. Ógnin þarf ekki að vera raunveruleg, en viðbrögðin eru það svo sannarlega.

(meira…)
Kynheilsa

Góður svefn og meira kynlíf

desember 11, 2020

Nýlegar rannsóknir sýna, svo ekki sé um villst, að góður svefn er okkur lífsnauðsynlegur og bætir líðan og frammistöðu á mörgum sviðum. Þar á meðal innan veggja svefnherbergisins. Því miður eru svefnvandamál samt gífurlega algeng og skerða lífsgæði fólks um allan heim verulega.1  Mikil vitundarvakning um mikilvægi svefns fyrir andlega og líkamlega heilsu hefur þó sem betur fer átt sér stað undanfarin ár og hafa sérfræðingar bent á ýmis heilsuvandamál sem geta fylgt skertum svefni.

sefitude

En hvaða áhrif hefur svefnleysi á kynlíf, kynlöngun og frjósemi? Þegar kynlífsvenjur fólks eru skoðaðar í rannsóknum kemur í ljós að við stundum minna kynlíf nú en áður.2 Þegar fólk er spurt hvers vegna það stundi ekki meira kynlíf, þá er algengasta svarið að það sé of þreytt til þess.3 Þetta á sérstaklega við um konur, en um 40% kvenna segjast hafa litla kynlöngun. Þessar konur eru oft leiðar á ástandinu og vilja finna lausnir til að auka kynhvöt. Það vilja bólfélagar þeirra oft líka.4

(meira…)

Hugur

Einföld ráð fyrir betri svefn

nóvember 6, 2020

Nægur og góður svefn bætir andlega heilsu, eykur vellíðan og gerir okkur betur í stakk búin til að takast á við álag og verkefni daglegs lífs1. Jákvæð áhrif svefns á andlega heilsu hafa lengi verið þekkt og getur góður svefn meðal annars dregið úr depurð, kvíða og streitu2. Til að jákvæð áhrif svefnsins komi fram, þá skiptir máli að sofa nóg, svo líkaminn og heilinn hafi tækifæri til að hvílast og jafna sig eftir áreiti dagsins. Best er að koma sér upp reglulegum svefnvenjum sem stuðla að 7-9 klukkustundum af endurnærandi svefni3. Það er sú svefnlengd sem hentar flestum fullorðnum til að ná fullri hvíld. Börn og unglingar, sem eru enn að vaxa og þroskast, þurfa hinsvegar meiri svefn3.

 sefitude svefn kvíði heilsa

(meira…)

Hugur

Svefn er líka mikilvægur á sumrin 

maí 26, 2020

Íslenskar sumarnætur eru einstakar og kærkomnar. Þegar sólin skín á ný eftir myrkan vetur vakna margir upp af dvala og fyllast orku en sumir eiga erfitt með að sofa í allri þessari birtu.

(meira…)

Streita og svefn

Svefnráð í skammdeginu

nóvember 13, 2019

Svefntruflanir eru meðal algengustu heilsuvandamála fólks sem býr á norðurhveli jarðar (1). Breytilegt birtustig milli árstíða spilar þarna inn í og hefur bein áhrif á líkamsklukkuna okkar. Dagsbirtan dregur úr framleiðslu hormóna sem gera okkur syfjuð. Þess vegna erum við minna þreytt þegar er bjart og þreyttari í skammdeginu þegar dimmt er úti (2).

Margir eiga samt erfitt með svefn í skammdeginu. Þrátt fyrir meiri þreytu þá sefur fólk gjarnan verr, á erfitt með að fara á fætur og hefur minni orku (3). Hluti fólks fær einkenni skammdegisþunglyndis sem lýsir sér meðal annars með depurð, kvíða, áhugaleysi, vonleysi, pirring og svefntruflunum (4). Svefntruflanir eru sérstaklega algengar en 1 af hverjum 4 upplifir svefnleysi og 16% fólks fær endurteknar martraðir  (3).

Sefitude (meira…)