Streita og svefn

Sefitude eða Melatónín fyrir góðan nætursvefn?

janúar 31, 2023

Sefitude eða Melatónín fyrir góðan nætursvefn?

Talið er að einn af hverjum þremur Íslendingum þjáist af svefnleysi og einn af hverjum sjö af langvarandi svefnleysi. Algengast eru erfiðleikar með að sofna, vakna oft á nóttu eða vakna jafnvel eldsnemma og geta ekki sofnað aftur. Margar ástæður geta legið þar að baki eins og t.d. álag, áhyggjur, verkir, barnauppeldi, breytingaskeið, vaktavinna, sjúkdómar og lyf.

Svefntruflanir eru fljótar að hafa áhrif á líðan okkar og frammistöðu. Fólk finnur fyrir þreytu yfir daginn, lakari einbeitingu, eirðarleysi og er ekki eins vel í stakk búið að takast á við sín daglegu verkefni. Langvarandi svefnskortur hefur sérstaklega slæm áhrif á heilsuna og eykur líkur á depurð, þunglyndi og kvíða. Það kemur alltaf að skuldadögum fyrr eða síðar og því mikilvægt að huga vel að svefninum og grípa fljótt inn í ef hann fer úr skorðum.

Það eru margar leiðir til þess að stuðla að betri hvíld og margir sem styðjast við lyf og bætiefni til þess. En hvert þeirra eru best til þess að stuðla að góðum nætursvefni? Florealis býður upp á tvo af vinsælustu kostunum í heimi jurtalyfja og bætiefna sem geta raunverulega hjálpað til við að brjóta upp neikvæð svefnmynstur svo þú getir sofið betur.

Sefitude

Sefitude er jurtalyf framleitt úr rót garðabrúðunnar sem notað hefur verið til þess að styðja við svefn í aldaraðir. Virkni sem staðfest er í klínískum rannsóknum. Sefitude er eina lyfið á Íslandi við svefntruflunum og vægum kvíða sem fæst án lyfseðils í apótekum. Sefitude getur dregið úr kvíða og róað taugarnar sem styttir tímann sem það tekur að sofna. Sefitude hefur einnig áhrif á gæði svefnsins, dýpkar og lengir hvert svefnstig ásamt því að draga úr líkum þess að fólk sé að vakna oft á nóttunni og stuðlar að samfelldum svefni. Það er hvorki sljóvgandi né ávanabindandi og má nota allt frá 12 ára aldri.

Melatónín

Melatónín er hormón sem er framleitt í heilanum og hjálpar líkamanum að stilla dægurklukkuna. Melatónín eykst í líkamanum þegar tekur að rökkva, knýr fram svefnþörf og stuðlar að þreytu og ró. Magn melatóníns dvínar í líkamanum þegar sólin fer á loft, vekur okkur af værum blundi og gerir okkur þannig móttækileg til að fara á fætur. Til þess að fá endurnærandi svefn þarf líkaminn að seyta nægu melatóníni til þess að viðhalda svefnástandi alla nóttina. Rétt magn melatóníns í líkamanum heldur dægursveiflunni á réttu róli, en fari hún úr skorðum geta svefntruflanir farið að láta á sér kræla.

Hvort hentar mér – Sefitude eða Melatónín?

Að bera saman vörurnar tvær er eins og að bera saman epli og appelsínur. Melatónín er framleitt úr hormóni, Sefitude er jurtalyf og verkunarmátinn er mjög ólíkur. Til þess að vita hvort þeirra hentar, er mikilvægt að skoða hvers eðlis svefnvandinn er.

Ef þú átt erfitt með svefn vegna streitu, kvíða eða áleitinna hugsana og áhyggja þegar þú leggst á koddann, gæti Sefitude hjálpað við að slaka nægilega á til þess að festa svefn. Sefitude getur einnig dýpkað svefninn og lengt hvert svefnstig, þannig að hvíldin verði enn betri.

Fyrir þau sem vinna kvöldvaktir, sitja fyrir framan tölvuskjá fram eftir kvöldi, upplifa flugþreytu, eða þau sem vakna fyrir allar aldir – getur Melatónín bætiefni hjálpað við að rétta af dægurklukkuna. Aldraðir og blindir upplifa einnig gjarnan breytingu á dægurklukkunni og minnkað magn melatóníns að kvöldi.

Fjölmargir upplifa svefnleysi þegar verkefnin hrannast upp á álagstímum, einmitt þegar við þurfum sem mest á því að halda að vera úthvíld til þess að takast á við erfiða og krefjandi tíma. Sefitude hefur kvíðastillandi verkun og getur því verið góður kostur til þess að minnka kvíða, en einnig styðja við heilbrigðan og góðan svefn.

Má taka Sefitude og Melatónín samtímis?

Vörurnar má taka samtímis og saman eru þær öflugur kostur til þess að tækla svefnvandann og hjálpa þér að hvílast og takast á við nýjan dag úthvíld. Sefitude nær hámarksvirkni við samfellda notkun í 2 – 4 vikur og á meðan getur Melatónín stutt við gott svefnmynstur.

Gagnlegar upplýsingar

Sefitude fæst án lyfseðils í öllum apótekum. Notkun við svefntruflunum: 1 tafla ½-1 klst fyrir svefn fyrir fullorðna og ungmenni eldri en 12 ára. Notkun við vægum kvíða: 1 tafla 1-3 sinnum á dag fyrir fullorðna og 1 tafla 1-2 á dag fyrir ungmenni 12-18 ára. Ekki ráðlagt börnum yngri en 12 ára, þunguðum konum eða konum með barn á brjósti. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og í fylgiseðli fyrir notkun. Leitið læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkun.

Melatónín er fæðubótarefni og inniheldur hver tafla 1 mg af melaóníni. Lágmarksskammtur er 1 mg skömmu fyrir svefn. Töflurnar eru framleiddar á Íslandi samkvæmt viðurkenndum gæðastöðlum í lyfjaframleiðslu, GMP.

Heimildir

Herxheimer, A. et al. „Melatonin for the prevention and treatment of jet lag.“ Cochrane Database Syst Rev. National Library of Medicine, National Center for Biotechnology Information, April 2002, https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/12076414/.

Spritzler, Franziska. „How Valerian Root Helps You Relax and Sleep Better.“ Healthline, April 2017, https://www.healthline.com/nutrition/valerian-root.

Hugur

Vítahringur kvíða og svefntruflana á breytingaskeiðinu

apríl 29, 2022

Svefntruflanir eru vel þekktar hjá konum á árunum og mánuðunum fyrir tíðahvörf, á sjálfu breytingaskeiðinu og eftir tíðahvörf. Rannsóknir á alþjóðavísu sýna að allt að 63% kvenna um og eftir tíðahvörf finna fyrir svefntruflunum. Í íslenskri rannsókn þar sem 690 fimmtugar konur tóku þátt voru svefntruflanir og þreyta algengustu einkennin. Oftar en einu sinni í viku áttu 23% kvennanna erfitt með að sofna á kvöldin, 48% vöknuðu upp á næturnar og 34% vöknuðu of snemma á morgnanna. Þreyta (53%) og syfja (50%) voru því algeng einkenni sem konur upplifðu að degi til. Konur í rannsókninni sem fengu hitakóf voru líklegri til að upplifa svefntruflanir.

Kvíði tengdur breytingaskeiðinu fengið litla athygli og flestar konur fá ekki viðeigandi meðferð

Af þeim konum sem tóku þátt í rannsókninni höfðu tæplega fjórðungur þeirra leitað læknis vegna kvíða og spennu. Kvíði tengdur breytingaskeiði hefur fengið litla athygli bæði í rannsóknum og fræðiritum þrátt fyrir áhrif þess á lífsgæði. Margt bendir til þess að kvíði á breytingaskeiðinu sé að einhverju leyti frábrugðinn hefðbundnum kvíða, þar sem kvíðinn er oftast vægur og er ekki stöðugur. Konur á breytingaskeiði eru því oft á tíðum síður greindar með kvíða og fá ekki viðeigandi meðferð. Önnur ástæða þess er sú að sum einkennanna líkjast hefðbundnum einkennum tíðahvarfa eins og svitamyndun og ör hjartsláttur.

Vítahringur kvíða og svefntruflana

Sterk tengsl eru á milli kvíða og svefntruflana. Svefnleysi getur mjög auðveldlega ýtt undir kvíða þar sem erfitt getur reynst að takast á við daglegar skyldur eftir takmarkaðan nætursvefn. Þegar við erum illa sofin erum við síður í tilfinningalegu jafnvægi, þráðurinn er stuttur og geta jafnvel léttvægir atburðir komið okkur úr jafnvægi. Kvíði getur síðan orðið til þess að erfitt getur verið að ná slökun og því erfitt að festa svefn á kvöldin, viðhalda samfelldum svefni og ná djúpsvefni. Langvarandi svefnskortur getur því hæglega haft áhrif á kvíða þannig að úr verður vítahringur þar sem kvíðinn veldur svefnleysi sem svo magnar upp kvíðann.

Þú getur sofið betur með Sefitude!

Sefitude frá Florealis er eina lyfið á Íslandi við svefntruflunum og vægum kvíða sem fæst án lyfseðils í apótekum. Sefitude inniheldur útdrátt úr garðabrúðurót (Valeriana) en róandi áhrif jurtarinnar hafa lengi verið viðurkennd og staðfest í klínískum samanburðarrannsóknum.

Sefitude er hvorki sljóvgandi né ávanabindandi

Sefitude getur dregið úr því að fólk vakni oft upp á nóttunni og stuðlar þannig að samfelldum svefni. Verkun jurtarinnar kemur fram smám saman og til að ná ákjósanlegum áhrifum er mælt með samfelldri notkun í 2-4 vikur. Mikilvægt er að Sefitude er hvorki sljóvgandi né ávanabindandi og má nota allt frá 12 ára aldri. Jurtalyfið er góður kostur fyrir þá sem ekki vilja nota lyfseðilsskyld svefnlyf.

Hér má lesa meira um Sefitude og sölustaði.

Gagnlegar upplýsingar

Notkun við vægum kvíða: 1 tafla 1-3 sinnum á dag fyrir fullorðna og 1 tafla 1-2 sinnum á dag fyrir ungmenni 12-18 ára. Ef nota á við bæði kvíða og svefntruflunum er síðasta taflan tekin ½-1 klst. fyrir svefn.

Notkun við svefntruflunum: 1 tafla ½-1 klst. fyrir svefn fyrir fullorðna og ungmenni eldri en 12 ára. Ekki ráðlagt börnum yngri en 12 ára, þunguðum konum eða konum með barn á brjósti.

Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og í fylgiseðli fyrir notkun. Leitið læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkun. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is

Heimildir:

Streita og svefn

Einföld ráð til að minnka kvíða og stress

september 17, 2021

Þegar við fetum lífsins veg verða á vegi okkar mis krefjandi áskoranir, minniháttar erfiðleikar og meiriháttar áföll – sem geta skapað streitu og kvíða. Ómögulegt er fyrir nokkurn mann að stjórna aðstæðum hverju sinni, en við getum gert okkar allra besta til að hafa stjórn á því hversu mikil áhrif slíkar áskoranir hafa á líðan okkar.

Viðvarandi kvíði getur verið mjög hamlandi ástand
(meira…)
Streita og svefn

Samspil svefns og kvíða

september 7, 2021

Kvíði er náttúrulegt viðbragð líkamans við erfiðum aðstæðum, álagi eða aðsteðjandi hættu. Kvíðaviðbrögð einstaklinga geta verið margvísleg og einstaklingsbundinn munur getur verið á hvenær viðbrögðin virkjast. Það eitt að einstaklingur dragi þá ályktun að honum standi ógn að einhverju í umhverfi sínu getur virkjað kvíðaviðbrögð. Ógnin þarf ekki að vera raunveruleg, en viðbrögðin eru það svo sannarlega.

(meira…)
Kynheilsa

Góður svefn og meira kynlíf

desember 11, 2020

Nýlegar rannsóknir sýna, svo ekki sé um villst, að góður svefn er okkur lífsnauðsynlegur og bætir líðan og frammistöðu á mörgum sviðum. Þar á meðal innan veggja svefnherbergisins. Því miður eru svefnvandamál samt gífurlega algeng og skerða lífsgæði fólks um allan heim verulega.1  Mikil vitundarvakning um mikilvægi svefns fyrir andlega og líkamlega heilsu hefur þó sem betur fer átt sér stað undanfarin ár og hafa sérfræðingar bent á ýmis heilsuvandamál sem geta fylgt skertum svefni.

sefitude

En hvaða áhrif hefur svefnleysi á kynlíf, kynlöngun og frjósemi? Þegar kynlífsvenjur fólks eru skoðaðar í rannsóknum kemur í ljós að við stundum minna kynlíf nú en áður.2 Þegar fólk er spurt hvers vegna það stundi ekki meira kynlíf, þá er algengasta svarið að það sé of þreytt til þess.3 Þetta á sérstaklega við um konur, en um 40% kvenna segjast hafa litla kynlöngun. Þessar konur eru oft leiðar á ástandinu og vilja finna lausnir til að auka kynhvöt. Það vilja bólfélagar þeirra oft líka.4

(meira…)

Hugur

Einföld ráð fyrir betri svefn

nóvember 6, 2020

Nægur og góður svefn bætir andlega heilsu, eykur vellíðan og gerir okkur betur í stakk búin til að takast á við álag og verkefni daglegs lífs1. Jákvæð áhrif svefns á andlega heilsu hafa lengi verið þekkt og getur góður svefn meðal annars dregið úr depurð, kvíða og streitu2. Til að jákvæð áhrif svefnsins komi fram, þá skiptir máli að sofa nóg, svo líkaminn og heilinn hafi tækifæri til að hvílast og jafna sig eftir áreiti dagsins. Best er að koma sér upp reglulegum svefnvenjum sem stuðla að 7-9 klukkustundum af endurnærandi svefni3. Það er sú svefnlengd sem hentar flestum fullorðnum til að ná fullri hvíld. Börn og unglingar, sem eru enn að vaxa og þroskast, þurfa hinsvegar meiri svefn3.

 sefitude svefn kvíði heilsa

(meira…)

Hugur

Svefn er líka mikilvægur á sumrin 

maí 26, 2020

Íslenskar sumarnætur eru einstakar og kærkomnar. Þegar sólin skín á ný eftir myrkan vetur vakna margir upp af dvala og fyllast orku en sumir eiga erfitt með að sofa í allri þessari birtu.

(meira…)

Streita og svefn

Svefnráð í skammdeginu

nóvember 13, 2019

Svefntruflanir eru meðal algengustu heilsuvandamála fólks sem býr á norðurhveli jarðar (1). Breytilegt birtustig milli árstíða spilar þarna inn í og hefur bein áhrif á líkamsklukkuna okkar. Dagsbirtan dregur úr framleiðslu hormóna sem gera okkur syfjuð. Þess vegna erum við minna þreytt þegar er bjart og þreyttari í skammdeginu þegar dimmt er úti (2).

Margir eiga samt erfitt með svefn í skammdeginu. Þrátt fyrir meiri þreytu þá sefur fólk gjarnan verr, á erfitt með að fara á fætur og hefur minni orku (3). Hluti fólks fær einkenni skammdegisþunglyndis sem lýsir sér meðal annars með depurð, kvíða, áhugaleysi, vonleysi, pirring og svefntruflunum (4). Svefntruflanir eru sérstaklega algengar en 1 af hverjum 4 upplifir svefnleysi og 16% fólks fær endurteknar martraðir  (3).

Sefitude (meira…)

Streita og svefn

5 staðreyndir um svefn, heilsu og hamingju

mars 20, 2019

Svefn er ein af grunnþörfum mannsins, jafn mikilvægur eins og næring og hreyfing. Engu að síður er maðurinn eina tegundin sem að sviptir sig svefni sjálfviljugur og dregur það að fara í bólið á kvöldin. Nægur og góður svefn á stóran þátt í að auka hamingju enda vitum við flest hve vansæl við verðum þegar við erum þreytt og illa hvíld. Hér höfum við tekið saman nokkrar staðreyndir um svefn og hvernig svefn tengist hamingju okkar og heilsu.

(meira…)

Streita og svefn

Hversu mikið þurfum við að sofa og hvers vegna?

desember 4, 2018
  • Góður svefn er forsenda líkamlegrar og andlegrar vellíðunar
  • Flestir sofa of lítið
  • Óreglulegur svefn truflar líkamsklukkuna
  • Æskilegur svefn er 7-9 klst fyrir fullorðna
  • Of mikill svefn er líka óæskilegur

Höfundur:  Dr. Erla Björnsdóttir, sálfræðingur og doktor í líf- og læknavísindum

Tengdar vörur frá Florealis: Sefitude

Öll höfum við heyrt sögur af frægum stjórnmálamönnum, athafnafólki og meintum snillingum sem segjast einungis þurfa að sofa í örfáar klukkustundir á sólarhring. Margaret Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Breta, sagðist til dæmis aldrei sofa meira en í fjórar klukkustundir á sólarhring. Napoleon Bonaparte og Winston Churchill voru einnig þekktir fyrir að sofa mun minna en meðalmaðurinn.

Því miður hafa frægðarsögur sem þessar orðið til þess að stundum er litið á lítinn svefn sem hálfgerða dyggð og nokkuð algengt er að fólk stæri sig af því hve lítið það þurfi að sofa. Mikilvægt er að vita að flestir þurfa lengri svefn en þessar sögur segja til um.

Staðreyndin er sú að margir sofa minna en þeir raunverulega þurfa á að halda og undanfarna áratugi hefur meðalsvefntími manna styst. Þessi þróun er síður en svo jákvæð, þar sem nægur svefn er ein af grunnforsendum andlegrar og líkamlegrar vellíðunar.

Mynd: Kinga Cichewicz on Unsplash

(meira…)