Íslenskar sumarnætur eru einstakar og kærkomnar. Þegar sólin skín á ný eftir myrkan vetur vakna margir upp af dvala og fyllast orku, en sumir eiga erfitt með að sofa í allri þessari birtu.
Svefntruflanir eru meðal algengustu heilsufarsvandamála fólks sem býr á norðurhveli jarðar og eru Íslendingar þar engin undantekning. Talið er að einn af hverjum þremur fullorðnum Íslendingum þjáist af svefnleysi einhvern tímann á ævinni og einn af hverjum sjö þrói með sér langvinnt svefnleysi [1]. Margar ástæður geta legið þar að baki eins og t.d. álag, áhyggjur, verkir, barnauppeldi, vaktavinna eða sjúkdómar [2].
(meira…)