Svefn er ein af grunnþörfum mannsins, eins mikilvægur og næring og hreyfing. Engu að síður er maðurinn eina tegundin sem að sviptir sig svefni sjálfviljugur og dregur það að fara í bólið á kvöldin. Nægur og góður svefn á stóran þátt í að auka hamingju enda vitum við flest hve vansæl við verðum þegar við erum þreytt og illa hvíld. 

Þrátt fyrir að kaffi geti gert kraftaverk eftir eina svefnlausa nótt, þá dregur af hverjum þeim sem upplifir langvarandi svefnleysi. Slíkt hefur í framhaldi bein áhrif á daglegt líf þess, afköst í starfi, samskipti, tengsl eða einbeitingu. 

Fróðleikur og ráð varðandi svefn

Á vefnum okkar er að finna mikinn fróðleik um svefn, svefnvanda og lausnir og leiðir til þess að brjóta upp neikvæð svefnmynstur til þess að auka líkamlega og andlega líðan.