Kynheilsa

Ég er með óþægindi á kynfærasvæðinu – hvað getur það verið?

apríl 18, 2023

Óþægindi á kynfærasvæði er almennt hugtak sem vísar til þess sem veldur kláða, ertingu, sviða eða sársauka í píkunni. Fjölmargar orsakir geta legið þar að baki en grunnorsök þessara einkenna eru bólgur sem myndast vegna baktería, sveppa, veira eða ertandi- og ofnæmisvaldandi efna. Breyting á sýrustigi legganga getur spilað þar stóran þátt.

Mikilvægt er að skoða hvar einkennin eru á kynfærunum og hvað getur verið að valda þeim til að hægt sé að meðhöndla þau á réttan hátt. Stundum nægir að gera breytingar á venjum og ástunda góða umhirðu. Lækningavörurnar Rosonia Foam, Rosonia VagiCaps og Smaronia geta dregið fljótt úr einkennum, þau veita húðinni kjöraðstæður til að gróa og endurnýja sig. Vörurnar eiga það sameiginlegt að vernda svæðið fyrir sýkingum, vinna gegn vægum sýkingum, veita raka og styrkja húðina. Í þeim tilfellum sem slíkt dugir ekki er ráðlagt að leita til læknis.

(meira…)
Kynheilsa

Hvernig hefur sýrustig í leggöngum áhrif á kynheilsu?

apríl 14, 2023

Mjög mikilvægt er fyrir heilbrigði legganga að viðhalda eðlilegu sýrustigi (pH gildi). Eðlilegt pH gildi legganga er töluvert súrt, á milli 3.8 og 4.5, sem heldur gerlaflórunni í jafnvægi og verndar gegn sýkingum. Sýrustigið getur þó verið breytilegt eftir aldri og hvar kona er stödd í tíðahring. Sem dæmi, þá ætti pH í leggöngum að vera lægra en 4.5 hjá konum á aldrinum 15-49 ára, en fyrir blæðingar og eftir tíðahvörf þá er eðlilegt og heilbrigt að sýrustigið fari upp í 5.0.

(meira…)
Kynheilsa

Hvaða einkenni fylgja sveppasýkingu?

apríl 13, 2023

Sveppurinn Candida albicans er hluti af eðlilegri bakteríuflóru líkamans og leggangana þar á meðal. Þegar sýrustig legganganna raskast nær sveppurinn að fjölga sér umfram góðu bakteríurnar (e. lactobacilli) í leggöngunum og sá ofvöxtur kallast sveppasýking (e. candidiasis).

(meira…)
Kvensjúkdómar

Algengar spurningar um píkuna

mars 23, 2023

Flestar konur hafa einhvern tíma fundið fyrir óþægindum á kynfærum, með tilheyrandi sviða, kláða og almennum óþægindum. Allt að helmingur kvenna á aldrinum 30-60 ára hafa upplifað óþægindi á kynfærasvæði, sem getur leitt til verkja við samfarir, sviða, eymsla og ertingar. Margar kannast við einkennin, en þau er hægt er að meðhöndla með einföldum hætti. Hér á eftir eru algengar spurningar varðandi óþægindi sem konur finna fyrir.

(meira…)
Kvensjúkdómar

Er eðlilegt að fá bólur á píkuna?

mars 23, 2023

Bólur (e. acne) á kynfærum eru nokkuð algengar, en í flestum tilfellum fullkomlega hættulausar. Bólur geta komið hvar sem er á húðina, en það eru fá svæði líkamans jafn viðkvæm og kynfærin okkar. Bólur myndast þegar fitukirtlar stíflast og því getur margt sem kemst í snertingu við húðina valdið bólum.

(meira…)
Kvensjúkdómar

Kláði og útferð eru ekki alltaf sveppasýking!

júní 7, 2022

Óþægindi á ytri kynfærum og í leggöngum kvenna eru oft meðhöndluð sem sveppasýking. Sveppasýking er hins vegar alls ekki alltaf ástæðan fyrir óþægindum á kynfærum. Yfir helmingur tilfella eiga sér aðra skýringu.1 Algeng einkenni eins og kláði, sviði, roði, erting, bólga og aukin útferð geta því átt sér mismunandi ástæður. Sveppasýking kemur fyrst upp í hugann því lengi vel voru aðrar orsakir ekki þekktar eða ekki skoðaðar. Öll óþægindi á kynfærum kvenna voru því sett undir sama hatt og enn þann dag í dag er ábótavant að konur fái viðeigandi læknisskoðun til að greina raunverulegar orsakir óþæginda. Konum er því oft ráðlagt að kaupa sveppalyf þó svo að það sé ekki endilega meðferð við hæfi.

(meira…)

Hugur

Vítahringur kvíða og svefntruflana á breytingaskeiðinu

apríl 29, 2022

Svefntruflanir eru vel þekktar hjá konum á árunum og mánuðunum fyrir tíðahvörf, á sjálfu breytingaskeiðinu og eftir tíðahvörf. Rannsóknir á alþjóðavísu sýna að allt að 63% kvenna um og eftir tíðahvörf finna fyrir svefntruflunum. Í íslenskri rannsókn þar sem 690 fimmtugar konur tóku þátt voru svefntruflanir og þreyta algengustu einkennin. Oftar en einu sinni í viku áttu 23% kvennanna erfitt með að sofna á kvöldin, 48% vöknuðu upp á næturnar og 34% vöknuðu of snemma á morgnanna. Þreyta (53%) og syfja (50%) voru því algeng einkenni sem konur upplifðu að degi til. Konur í rannsókninni sem fengu hitakóf voru líklegri til að upplifa svefntruflanir.

(meira…)
Kvensjúkdómar

Lichen sclerosus, þögull og vangreindur sjúkdómur

febrúar 15, 2022

Lichen sclerosus er þögull sjúkdómur sem fáir hafa heyrt nefndan. Lítið er um hann skrifað, lítið rætt, þekkingin á sjúkdómnum er stutt á veg komin og kannski lýsandi að enn í dag hefur sjúkdómurinn ekki fengið íslenskt heiti.

Meðal algengustu húðsjúkdóma á kynfærum kvenna

Lichen sclerosus er húðsjúkdómur sem lýsir sér sem hvítar skellur á húð og húðin virðist þunn. Þetta kemur oftast fram á kynfærum og er mun algengari hjá konum en körlum. Lichen sclerosus er meðal algengustu húðsjúkdóma á kynfærum kvenna og kemur fram á ytra kynfærasvæðinu, nálægt snípnum, á skapabörmum og alveg aftur að endaþarmi, en hjá 15-20% sjúklinga geta komið blettir og blöðrur á öðrum húðsvæðum eins og lærum, brjóstum, höndum, hálsi og jafnvel í munni.

(meira…)
Kvensjúkdómar

Algengar spurningar um Rosonia

september 30, 2021

Hér finnur þú algengar spurningar um Rosonia vörurnar.

(meira…)
Kvensjúkdómar

Hvernig get ég dregið úr sársauka við kynlíf?

júní 1, 2021

Góðan daginn, ég upplifi stundum töluverðan sársauka þegar ég stunda kynlíf með manninum mínum. Þetta hefur ekki alltaf verið vandamál en er farið að gerast oftar undanfarið og er farið að hafa áhrif á sambandið. Er eitthvað sem ég get gert til að draga úr þessu?

(meira…)