Jurtalyf

Staðreyndir um blöðrubólgu sem allar konur ættu að vita

janúar 25, 2023

 Um 70% kvenna finna fyrir einkennum þvagfærasýkingar
einhvern tímann á lífsleiðinni (1).

Stór hluti kvenna þarf að glíma við endurteknar þvagfærasýkingar í gegnum ævina. Þær konur sem hafa upplifað sáran sviða við þvaglát og stöðuga þörf til að pissa vita að það er eitthvað sem þær gætu alveg hugsað sér að vera án. Allir geta fengið blöðrubólgu, en ef þú ert kona og stundar kynlíf aukast líkurnar á því að fá þvagfærasýkingu margfalt. Allar konur ættu því að þekkja einkennin vel, til þess að geta gripið snemma inn og aukið líkurnar á því að hægt sé að meðhöndla sýkinguna án sýklalyfja.

(meira…)

Húðumhirða

Allt sem þú þarft að vita um bólur

nóvember 23, 2022
Bólur geta verið hvimleiðar

Bólur eru hvimleiður kvilli sem getur lagst á unga sem aldna, en unglingar á kynþroskaskeiði eru  líklegastir til þess að fá bólur. Bólur koma fram vegna breytinga í fitukirtlum húðarinnar og eru þær algengastar á þeim svæðum líkamans þar sem mikið er um fitukirtla s.s. í andliti, baki, bringu. Þegar kirtlarnir stíflast vegna umframmagns af fitu, dauðra húðfruma eða annarra óhreininda og geta bakteríur myndað sýkingu sem veldur bólum.

Mismunandi tegundir af bólum

Til eru mismunandi tegundir bólum eða húðkvillum sem orsakast af húðóhreinindum.

(meira…)
Húðumhirða

Hvernig virkar Aleria?

október 6, 2022

Aleria er áhrifaríkt krem gegn bólum og húðóhreinindum á borð við fílapensla. Kremið minnkar roða, bólgur og kláða ásamt því að veita góðan raka. Kremið myndar varnarhimnu sem kemur í veg fyrir sýkingar sem eru þekktur fylgikvilli bóla.

(meira…)
Kvensjúkdómar

Kláði og útferð eru ekki alltaf sveppasýking!

júní 7, 2022

Óþægindi á ytri kynfærum og í leggöngum kvenna eru oft meðhöndluð sem sveppasýking. Sveppasýking er hins vegar alls ekki alltaf ástæðan fyrir óþægindum á kynfærum. Yfir helmingur tilfella eiga sér aðra skýringu.1 Algeng einkenni eins og kláði, sviði, roði, erting, bólga og aukin útferð geta því átt sér mismunandi ástæður. Sveppasýking kemur fyrst upp í hugann því lengi vel voru aðrar orsakir ekki þekktar eða ekki skoðaðar. Öll óþægindi á kynfærum kvenna voru því sett undir sama hatt og enn þann dag í dag er ábótavant að konur fái viðeigandi læknisskoðun til að greina raunverulegar orsakir óþæginda. Konum er því oft ráðlagt að kaupa sveppalyf þó svo að það sé ekki endilega meðferð við hæfi.

(meira…)

Húðumhirða

Fullorðnir fá líka bólur!

maí 2, 2022

Mikið er rætt um unglingabólur en minni áhersla er á bólur fullorðinna. Unglingabólur eru í grunninn alveg eins og fullorðinsbólur. Aðal munurinn er að bólurnar eru líklegastar til að koma fram á “T svæðinu” hjá unglingum (nef, höku, enni) en fullorðinsbólur, sem koma vegna hormónaójafnvægis, eru líkegri til að koma fram í kringum höku, kjálka og munn.  Konur eru mun líklegri til að fá fullorðinsbólur en karlmenn og jafnvel sumar sem fengu aldrei unglingabólur fá bólur þegar þær eru orðnar fullorðnar.

(meira…)
Hugur

Vítahringur kvíða og svefntruflana á breytingaskeiðinu

apríl 29, 2022

Svefntruflanir eru vel þekktar hjá konum á árunum og mánuðunum fyrir tíðahvörf, á sjálfu breytingaskeiðinu og eftir tíðahvörf. Rannsóknir á alþjóðavísu sýna að allt að 63% kvenna um og eftir tíðahvörf finna fyrir svefntruflunum. Í íslenskri rannsókn þar sem 690 fimmtugar konur tóku þátt voru svefntruflanir og þreyta algengustu einkennin. Oftar en einu sinni í viku áttu 23% kvennanna erfitt með að sofna á kvöldin, 48% vöknuðu upp á næturnar og 34% vöknuðu of snemma á morgnanna. Þreyta (53%) og syfja (50%) voru því algeng einkenni sem konur upplifðu að degi til. Konur í rannsókninni sem fengu hitakóf voru líklegri til að upplifa svefntruflanir.

(meira…)
Kvensjúkdómar

Lichen sclerosus, þögull og vangreindur sjúkdómur

febrúar 15, 2022

Lichen sclerosus er þögull sjúkdómur sem fáir hafa heyrt nefndan. Lítið er um hann skrifað, lítið rætt, þekkingin á sjúkdómnum er stutt á veg komin og kannski lýsandi að enn í dag hefur sjúkdómurinn ekki fengið íslenskt heiti.

Meðal algengustu húðsjúkdóma á kynfærum kvenna

Lichen sclerosus er húðsjúkdómur sem lýsir sér sem hvítar skellur á húð og húðin virðist þunn. Þetta kemur oftast fram á kynfærum og er mun algengari hjá konum en körlum. Lichen sclerosus er meðal algengustu húðsjúkdóma á kynfærum kvenna og kemur fram á ytra kynfærasvæðinu, nálægt snípnum, á skapabörmum og alveg aftur að endaþarmi, en hjá 15-20% sjúklinga geta komið blettir og blöðrur á öðrum húðsvæðum eins og lærum, brjóstum, höndum, hálsi og jafnvel í munni.

(meira…)
Jurtalyf

61% kvenna með þvagfærasýkingu náðu fullum bata með Lyngonia*

desember 27, 2021

Klínísk rannsókn sem birt var fyrr á þessu ári sýndi að 61% kvenna náðu fullum bata af þvagfærasýkingum með Lyngonia* í stað meðferðar með sýklalyfjum. Rannsóknin markar tímamót þar sem sýklalyfjaónæmi ógnar verulega heilbrigði okkar og er mikið kapp lagt á að finna önnur meðferðarúrræði. Lyngonia er eina lausasölulyfið fáanlegt við endurteknum þvagfærasýkingum hjá konum. 

(meira…)
Kvensjúkdómar

60% kvenna fær blöðrubólgu

nóvember 16, 2021

Margar konur glíma við endurteknar þvagfærasýkingar, en um 60% kvenna fá sýkingu einhvern tímann á lífsleiðinni og allt að þriðjungur þeirra fær endurtekna sýkingu innan 6 mánaða. Allir geta fengið blöðrubólgu, en líffræði kvenna, meðganga, breytingaskeið og sjúkdómar s.s. sykursýki auka líkur á sýkingu.

(meira…)
Kvensjúkdómar

Algengar spurningar um Lyngonia

október 12, 2021

Hér finnur þú algengar spurningar um jurtalyfið Lyngonia.

(meira…)