
Bólur eru hvimleiður kvilli sem getur lagst á unga sem aldna, en unglingar á kynþroskaskeiði eru líklegastir til þess að fá bólur. Bólur koma fram vegna breytinga í fitukirtlum húðarinnar og eru þær algengastar á þeim svæðum líkamans þar sem mikið er um fitukirtla s.s. í andliti, baki, bringu. Þegar kirtlarnir stíflast vegna umframmagns af fitu, dauðra húðfruma eða annarra óhreininda og geta bakteríur myndað sýkingu sem veldur bólum.
Mismunandi tegundir af bólum
Til eru mismunandi tegundir bólum eða húðkvillum sem orsakast af húðóhreinindum.