Kvensjúkdómar

Kynheilsa – áhrif á andlega líðan og sjálfstraust kvenna

maí 27, 2020

Heilsa kvenna, kynheilsa og kynlíf spila stóran ‏‏þátt í lífi hverrar konu. Kynheilsa getur haft ‏áhrif á andlega líðan, sjálfstraust, sjálfsmynd sem og líkamlega líðan og geta því einkenni eins og kláði, sviði og særindi á kynfærum haft veruleg áhrif á upplifun og vellíðan konu sem kynveru.

 

(meira…)

Hugur

Svefn er líka mikilvægur á sumrin 

maí 26, 2020

Íslenskar sumarnætur eru einstakar og kærkomnar. Þegar sólin skín á ný eftir myrkan vetur vakna margir upp af dvala og fyllast orku en sumir eiga erfitt með að sofa í allri þessari birtu.

(meira…)

Kvensjúkdómar

Leggangaþurrkur – laumugestur í lífi kvenna

maí 13, 2020

Ævi hverrar konu einkennist af tímabilum sem geta haft í för með sér einkenni sem mörg hver eru óþægileg og hafa áhrif á líf og líðan. Flestar konur upplifa þurrk í leggöngum einhvern tímann á lífsleiðinni, sem getur varað í lengri eða styttri tíma. Hvort heldur sem er, geta einkennin valdið ertingu og óþægindum sem geta haft veruleg áhrif á lífsgæði kvenna sé ekkert að gert.

 

(meira…)

Verkir og bólgur

Fimm leiðir til að draga úr liðverkjum

mars 18, 2020

Verkir í liðum eru á meðal algengustu vandamála stoðkerfisins. Verkir geta komið fram í öllum liðum svo sem í hnjám, ökklum, mjöðmum og fingrum. Í sumum tilfellum vara verkirnir í skamman tíma en þegar liðirnir eru orðnir varanlega hnjaskaðir þá geta þeir varað í lengri tíma og erfitt getur reynst að meðhöndla þá. Hafi verkir varað lengur en þrjá mánuði er talað um langvinna verki.

Liðverkir eru mjög hvimleiðir og hamlandi, en mikilvægt er að reyna að hreyfa sig eins og mögulegt er og skiptir þar mestu að stunda létta hreyfingu og draga úr álagi á liðina, til dæmis með því að styrkja vöðvana í kring. Hér eru fimm almenn atriði sem allir geta tileinkað sér til að draga mögulega úr verkjum og stuðla þannig að bættum lífsgæðum.

(meira…)

Verkir og bólgur

Getur verið að þú sért með mígreni?

mars 6, 2020

Mígreni er ein helsta ástæða þess að fólk missir úr vinnu, skóla og félagslegum viðburðum og getur því haft mikil áhrif á lífsgæði einstaklinga sem og fjölskyldur þeirra. Mígreni er mjög algengt, en talið er að um einn af hverjum tíu einstaklingum þjáist af mígreni.

(meira…)

Verkir og bólgur

Góð ráð til að bæta liðverki í kulda

febrúar 3, 2020

Nú þegar kalt er í veðri og sólar nýtur lítið við, finna margir fyrir auknum liðverkjum. Sýnt hefur verið fram á að kalt veðurfar hefur marktæk áhrif á líf fólks með liðverki og því margir sem leita lausna með inntöku hefðbundinna verkjalyfja (1,2,3). Hvað er það sem gerir veturinn svona erfiðan tíma fyrir þá sem þjást af liðverkjum og hvernig er hægt að bæta úr því? Hér á eftir er að finna góð ráð til þess að bæta liðverki þegar kalt er í veðri. 

(meira…)

Heilbrigðiskerfið

Hvað er sýklalyfjaónæmi?

nóvember 15, 2019

Sýklalyfjaónæmi er þegar bakteríur verða ónæmar fyrir sýklalyfjum. Þá duga lyfin ekki til að drepa bakteríurnar og þær geta valdið alvarlegum sýkingum óáreittar. Bakteríur búa yfir þeim eiginleika að geta aðlagað sig að umhverfinu. Ef sýklalyf eru að staðaldri í umhverfi þeirra geta þær þróað með sér varnir gegn lyfjunum. Það dugir að fáar bakteríur í hópnum læri að verjast sýklalyfjum því þær geta flutt upplýsingar um það á milli sín. Þannig getur ofnotkun á sýklalyfjum aukið líkurnar á því að bakteríurnar þrói með sér varnir og þá hætta lyfin að virka.

(meira…)

Streita og svefn

Svefnráð í skammdeginu

nóvember 13, 2019

Svefntruflanir eru meðal algengustu heilsuvandamála fólks sem býr á norðurhveli jarðar (1). Breytilegt birtustig milli árstíða spilar þarna inn í og hefur bein áhrif á líkamsklukkuna okkar. Dagsbirtan dregur úr framleiðslu hormóna sem gera okkur syfjuð. Þess vegna erum við minna þreytt þegar er bjart og þreyttari í skammdeginu þegar dimmt er úti (2).

Margir eiga samt erfitt með svefn í skammdeginu. Þrátt fyrir meiri þreytu þá sefur fólk gjarnan verr, á erfitt með að fara á fætur og hefur minni orku (3). Hluti fólks fær einkenni skammdegisþunglyndis sem lýsir sér meðal annars með depurð, kvíða, áhugaleysi, vonleysi, pirring og svefntruflunum (4). Svefntruflanir eru sérstaklega algengar en 1 af hverjum 4 upplifir svefnleysi og 16% fólks fær endurteknar martraðir  (3).

Sefitude (meira…)

Kynheilsa

Hvernig getur meðferð við brjóstakrabbameini haft áhrif á kynlíf kvenna?

október 10, 2019

Höfundur:

Sóley S. Bender, prófessor

 

Það hefur sýnt sig að sjálfsmynd kvenna skiptir miklu máli varðandi vellíðan þeirra sem kynvera. Mikilvægur hluti sjálfsmyndar er líkamsímynd. Meðferð við brjóstakrabbameini getur haft margvísleg áhrif á líkamlega og andlega líðan en einnig á samband við maka sem síðan getur verið áhrifavaldur varðandi kynlíf og gæði lífsins.

Krabbameinsmeðferð

(meira…)

Kvensjúkdómar

Ástin á meðgöngu og eftir fæðingu

september 19, 2019

Höfundur:

Hilda Friðfinnsdóttir, Yfirljósmóðir

Meðgöngu- og sængurlegudeild Landspítala.

 

Í gegnum starf mitt sem ljósmóðir hef ég átt fjölmörg samtöl við nýbakaðar mæður. Í flestum tilfellum hafa þær ekki fengið nægilega fræðslu um hvaða áhrif meðganga og fæðing barns getur haft á líkamlegt samband para og hjóna. Flestar konur eru líka óundirbúnar fyrir þær breytingar sem verða á líkamanum eftir fæðingu og að takast á við minnkaða kynlöngun.

Mynd: Andrea Bertozzini (meira…)