Verkir og bólgur

Liðverkir, hlaup og hreyfing

ágúst 27, 2019

Liðverki þekkja flestir en orsakir verkjanna geta verið margar og mismunandi. Tímabundnir liðverkir geta komið fram vegna líkamlegs álags (t.d. hreyfing) eða vegna áverka (t.d. högg á liði). Langvinnir liðverkir eru oft vegna varanlegs slits í liðum, bólgu eða gigtar. Talað er um langvinna liðverki þegar þeir hafa varið lengur en þrjá mánuði. Sé það raunin er æskilegt að láta skoða vandamálið nánar til að fá viðeigandi ráðleggingar.

(meira…)

Verkir og bólgur

Mígreni 101

apríl 5, 2019

Mígreni er eitt algengasta heilsufarsvandamál í heimi. Það er ein helsta ástæða vinnutaps hjá fólki en sumir missa allt að 3-5 daga úr vinnu á mánuði vegna mígrenis. Á sama tíma þá er ekki alltaf skilningur fyrir þessu ástandi sem getur bæði haft áhrif á lífsgæði fólks og árangur í starfi. Hér kemur fyrsti pistillinn í pistlaröðinni okkar um mígreni sem er unnin í tengslum við Glitinum, viðurkennt jurtalyf sem fyrirbyggir mígreni.

mígreni glitinum

(meira…)

Streita og svefn

5 staðreyndir um svefn, heilsu og hamingju

mars 20, 2019

Svefn er ein af grunnþörfum mannsins, jafn mikilvægur eins og næring og hreyfing. Engu að síður er maðurinn eina tegundin sem að sviptir sig svefni sjálfviljugur og dregur það að fara í bólið á kvöldin. Nægur og góður svefn á stóran þátt í að auka hamingju enda vitum við flest hve vansæl við verðum þegar við erum þreytt og illa hvíld. Hér höfum við tekið saman nokkrar staðreyndir um svefn og hvernig svefn tengist hamingju okkar og heilsu.

(meira…)

Uncategorized @is

Af hverju eru rauðar rósir rómantískar?

febrúar 13, 2019

,, Með þér er veturinn kertaljós, koss og stök rós.” segir í ástarljóðinu Með þér eftir Bubba Morthens. Það er fátt eins rómantískt og að fá rauðar rósir að gjöf. Þær eru hluti af náttúrunni, tákna ástina sjálfa og geta læknað hjartasár. Rósir eru eitt elsta tákn ástarinnar og hefur fegurð þeirra verið dásömuð í gegnum tíðina, enda eru þær taldar öðrum blómum fremri.  En hvers vegna?

(meira…)

Jurtalyf

Jurtir og jólahefðir

desember 21, 2018

Jólin eru tími hefða. Tíminn þar sem margir rifja upp gamlar minningar og njóta þess að vera saman. Sumir skapa sínar eigin hefðir á meðan aðrir halda fast í gamla siði sem sumir hverjir eru aldagamlir. Sígrænar jurtir og aðrar plöntur hafa lengi verið órjúfanlegur hluti af jólahátíðinni. Margar þeirra eiga sér langa sögu sem rekja má aftur til vetrarsólstöðuhátíðar heiðinna manna. Þetta eru sígrænar plöntur á borð við greni og mistiltein. Aðrar vinsælar jólajurtir eiga sér styttri sögu sem hátíðarblóm en njóta samt mikilla vinsælda og má þar nefna jólastjörnu sem dæmi.

Hér er að finna skemmtilega fróðleiksmola um nokkrar jurtir og jólahefðirnar í kringum þær.

Mynd: Jez Timms á Unsplash

(meira…)

Húðumhirða

Góð ráð við frunsum

desember 11, 2018

Þegar kólnar úti þá er algengt að fólk fái frunsu. Það er bæði hvimleitt og óþægilegt en gengur oftast yfir á nokkrum dögum. En hvað er hægt að gera til að losna hratt við frunsur og hvað er frunsa?

(meira…)

Streita og svefn

Hversu mikið þurfum við að sofa og hvers vegna?

desember 4, 2018
  • Góður svefn er forsenda líkamlegrar og andlegrar vellíðunar
  • Flestir sofa of lítið
  • Óreglulegur svefn truflar líkamsklukkuna
  • Æskilegur svefn er 7-9 klst fyrir fullorðna
  • Of mikill svefn er líka óæskilegur

Höfundur:  Dr. Erla Björnsdóttir, sálfræðingur og doktor í líf- og læknavísindum

Tengdar vörur frá Florealis: Sefitude

Öll höfum við heyrt sögur af frægum stjórnmálamönnum, athafnafólki og meintum snillingum sem segjast einungis þurfa að sofa í örfáar klukkustundir á sólarhring. Margaret Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Breta, sagðist til dæmis aldrei sofa meira en í fjórar klukkustundir á sólarhring. Napoleon Bonaparte og Winston Churchill voru einnig þekktir fyrir að sofa mun minna en meðalmaðurinn.

Því miður hafa frægðarsögur sem þessar orðið til þess að stundum er litið á lítinn svefn sem hálfgerða dyggð og nokkuð algengt er að fólk stæri sig af því hve lítið það þurfi að sofa. Mikilvægt er að vita að flestir þurfa lengri svefn en þessar sögur segja til um.

Staðreyndin er sú að margir sofa minna en þeir raunverulega þurfa á að halda og undanfarna áratugi hefur meðalsvefntími manna styst. Þessi þróun er síður en svo jákvæð, þar sem nægur svefn er ein af grunnforsendum andlegrar og líkamlegrar vellíðunar.

Mynd: Kinga Cichewicz on Unsplash

(meira…)

Heilbrigðiskerfið

Spjall um sögu og eiginleika jurtalyfja

október 24, 2018

Dr. Elsa S. Halldórsdóttir þróunarstjóri spjallaði við Sigmund Erni Rúnarsson í þættinum 21 á Hringbraut um sögu og eiginleika jurtalyfja. Fróðlegt og áhugavert viðtal:

Streita og svefn

Hvernig hefur svefn áhrif á líkamlega og geðræna heilsu?

október 16, 2018

Höfundur: Dr. Erla Björnsdóttir, sálfræðingur og doktor í líf- og læknavísindum

Í hnotskurn:

  • Svefn tengist bæði líkamlegri og andlegri heilsu
  • Svefnleysi eykur líkur á langvinnum sjúkdómum og ofþyngd
  • Svefnskortur hefur bein áhrif á hungurhormón og bólguefni í blóði
  • Streita er helsta ástæða svefnleysis
  • Kvíði og svefnleysi mynda vítahring sem er mikilvægt að rjúfa

(meira…)

Heilbrigðiskerfið

Skipta jurtalyf máli?

október 3, 2018

Í nokkurn tíma hefur Íslendingum verið tíðrætt um vanda heilbrigðiskerfisins og í hverri viku má finna fréttir af óánægðum notendum jafnt sem heilbrigðisstarfsmönnum. Rætt er um mönnunarvanda, skort á fjármagni, mikið álag á mörgum stofnunum og langan biðtíma. Umræðan hefur því miður verið á frekar neikvæðum nótum.

Í heilbrigðiskerfi sem er undir miklu álagi geta vægari sjúkdómar og einkenni fengið minni athygli en ella. Ef hægt er að hefja meðhöndlun fyrr er oft hægt að koma í veg fyrir að sjúkdómar vindi upp á sig og verði að alvarlegum sjúkdómum. Jurtalyf geta skipað mikilvægan sess þegar um vægari sjúkdóma er að ræða, sér í lagi þar sem algengi vægra sjúkdóma er að aukast og fólk leitar í enn meira mæli til sjálfsmeðhöndlunar.

(meira…)